Meðal áhugaverðari spjallþáttum er þátturinn Landið sem rís á sunnudagsmorgnum kl. 9. á Rás 1. Í morgun var gestur Steingrímur J. Sumt af því sem þar kom fram varð að efni neðangreindra pælinga.
Ísland er tiltölulega ung þjóð. Um miðja síðustu öld vorum við ein fátækasta þjóð í heimi og rísum á liðlega 50 árum úr því sæti upp í að verða ein ríkasta þjóð í heimi. Á þessum tíma erum við að byggja upp samgöngukerfi, skólakerfið, raforkukerfið, hafnir landsins, færa út fiskveiðilögsöguna og endurbyggja fiskveiðiflotann.
Þessu hafa fylgt margskonar vaxtaverkir sem hafa kallað á gengisfellingar og þeim hafa fylgt mikil verðbólga og óstöðugleiki. Á þessum tíma vöndumst við því að geta tekið tarnir og unnið okkur út úr vandanum, bættum í vinnutímann og áttum fyrir næstu afborgun.
Árin 1962-72 var meðaltal mjög rykkjóttrar verðbólgu 12%, en náði hæst 21,7% 1969, eftir gengisfellingu, og þarnæst 19,5% 1964 eftir yfirhlaðna kjarasamninga. Að lyktum hins langa skeiðs „viðreisnar“stjórnarinnar var sem allar stíflur viðnáms gegn samtakamætti brystu og meðalverðbólga árin 1973-83 varð 46,5%, lægst rúm 31% árin 1976- 77, en hæst 84,3% árið 1983, ef styttri tími er mældur er hæsti toppurinn 132% yfir 4 mánuði miðsett í marz árið 1983.
Á árunum 1980 – 1990 voru gerðir kjarasamningar sem innifólu um 1.600% launahækkanir. Á þessum tíma var tíðni gengisfellinga mikil og verðbólgan hækkaði því enn meir, sem olli því að kaupmáttur laun féll á sama tíma um 10%. Árið 1990 er gerð stefnubreyting og Þjóðarsátt gerð og tekin upp fastgengisstefna.
Samkomulag er gert um að setja launahækkanir í samhengi við samkeppnistöðuna landsins, þetta varð til þess að það tókst að ná 30% verðbólgu á skömmum tíma niður í 2-3%. Í kosningabaráttunni 1999 lofuðu stjórnmálamenn miklum skattalækkunum og það leiddi til mikillar þensluaukningar og þar með fauk fastgengisstefnan út um gluggann og tekin sú stefnubreyting að láta gengið fljóta.
Kosningaárið 2003 bættu stjórnmálamenn í og sömdu um álver og Kárahnjúkavirkjun, stækkun verksmiðjanna í Hvalfirði og umfangsmestu framkvæmdir í vega og jarðgangnakerfi landsins. Bankarnir fóru inn á húsnæðismarkaðinn í samkeppni sín á milli og við Íbúðarlánasjóð. Gríðarlegu fjármagni er dælt inn í hagkerfið á stuttum. Allir mælar hagkerfisins slógu í botn, en hrunadansins verður svo villtur að blindu slær í augu flestra.
Menn virtust telja að nú væri búið að finna hina réttu leið. Við erum að gera annað en áður og það virkar sögðu margir á fjármálamarkaði. Markaðurinn mun leiðrétta sig sjálfur. Stjórnmálamenn fóru í kosningabaráttu undir merkinu „Traust efnahagsstjórn. Allir hafa það betra en nokkru sinni áður. Íslenska efnahagsundrið“.
Þetta olli gríðarlegri tekjuaukningu ríkisins og ríkisbáknið er stækkað gríðarlega og útgjöld ríkisins fara upp langt upp fyrir áður þekkt mörk. Krónan var felld árið 2001 um 25%, árið 2006 um 20% og svo í Hruninu um 50%. Seðlabankinn hækkaði vexti árið 2006 til þess að slá á þensluna, en það leiddi til þess að erlent fjármagn streymdi til landsins vegna vaxtamunar.
Árin 2006 – 2008 voru útflutningstekjur Íslands vegna vöru- og þjónustu einungis um 5-7% af gjaldeyrisviðskiptum, hitt var vegna viðskipta þar sem fjárfestar voru að spila með krónuna og nýta sér vaxtamuninn.
Pólitískar áherslur sem ýttu undir að allt myndi fyrr en síðar fara hér á hliðina. Það hefði gert það jafnvel þó ekki hefði komið til hin erlenda efnahagskreppa. Skuldir fyrirtækja og einstaklinga fóru upp fyrir það að hægt væri að bjarga því með að lengja vinnutímann og spýta í lófana um skamman tíma. Þar stendur gjaldþrot Seðlabankans hæst, það varð langdýrast.
Það voru ekki allir sem tóku þátt í þessari geggjun og lífgæðahlaupi. Margt fólk hagaði sér skynsamleg og var ekki að breyta lífsháttum sínum. Ójöfnuður óx og auknar byrðar lagðar á alla. Réttilega finnst mörgum það ósanngjarnt. Þeir sem höfðu hagað sér óskynsamlega höfðu hæst og kröfðust þess að allir tækju á sig byrðar.
Vantrúin var orðin þannig að engin þjóð vildi lána okkur fjármuni, nema þá í gegn því að AGS tæki að sér að hafa eftirlit með því að hér yrði tekið til í efnahagsmálum. Nágrannaþjóðir okkar voru búnar að fá nóg af því hvernig við höguðum okkur í alþjóðasamskiptum, vildum velja þá þætti sem komu okkur vel, en víkja okkur undan öðrum.
Samstarfið við AGS tókst svo vel að eftir því var tekið. En nú er AGS farið og við erum strax kominn í það far að stjórnmálamenn eru farnir að haga sér með óskynsamlegum hætti og vilja ýta til hliðar óþægilegum staðreyndum, eins svo glögglega kemur fram í umræðum um Vaðlaheiðagöng.
Nú þarf að huga að lýðræðisbótum, þjóðin krafðist nýrrar stjórnarkrár í kjölfar hrunsins, þar sem almannahagsmunir og náttúran verða tryggð.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þarf að taka til umfjöllunar þingályktunartillögu Bjarna Benediktssonar, um afturköllun á ákæru fyrir landsdómi. Fyrir nefndinni liggja mörg mjög merk mál, þar á meðal ný stjórnarskrá lýðveldisins og margar skýrslur frá Ríkisendurskoðun. Tillaga Bjarna Benediktssonar fer vitanlega þar aftast í röðina
7 ummæli:
hvaða óþægilegum staðreyndum er verið að ýta frá í vaðlaheiðargangnaumræðunni?
greinilegt að nafnlaus 14:45 hefur ekki fylgst með fréttum undanfarið
Aðeins HLUTI þjóðarinnar krafðist nýrrar stjórnarskrár.
Hinn hlutinn vill uppbyggingu í landinu og meiri atvinnu svo að hægt sé að vinna sig út úr kreppunni.
Eyjólfur M. Einarsson
Já Guðmundur við áttum að vera búinn að læraþá lexíu að vera ekki að eyða um efni fram og umfram allt að vera ekki með einhver töfrabrögð um að fela það með því að taka þá færslu út fyrir sviga
Sæll Eyjólfur þú tenhis saman tvö algjörlega óskyld mál. Hvernig er hægt að fullyrða að einn hluti þjóðarinnar vilji nýja stjórnarskrá og hinn hlutinn uppbyggingu atvinnu, Stóð einhverntíma val á milli þessara tveggja hluta? Ég man ekki eftir því enda held að það sé útuilokað að stilla þessum tveim málum upp hvort gegn öðru.
Næsta víst er að þeir sem vilji nýja stjórnarskrá vildu einnig uppbyggingu atvinnulífis og svo öfugt.
Það voru haldnir tveir þúsund manna þjóðfundir og þar var yfirgnæfandi hluti sem vildi nýtt Ísland, nýja stjórnarskrá, heiðarleika og rétt látt samfélag,
Já, Guðmundur, en forgangsröðunin hjá þessari blessaðri ríkisstjórn er röng.
Helstu mál hennar á næstunni eru;
- Ný stjórnarskrá
- Nýtt fiskveiðisjórnunarkerfi
- Aðild að ESB
Atvinnumálin eru semsagt ekki í forgangi, heldur eiga þau að bíða eftir ESB-aðildin verði komin í hús.
Þá fyrst á að gera eitthvað í atvinnumálunum.
Kv.
Eyjólfur
Sammála þér Guðmundur.
Þetta fer að sjálfssögðu aftast í röðina eins og reglur gera ráð fyrir.
Eitt atriði:
Ónákvæmni að Alþingi hafi ákæruvald. Lögum samkvæmt, þá getur Alþingi kært. Eftir það er það hins vegar saksóknari sem að fer með ákæruvald. Sjálfsstæðismenn eru duglegir að rugla þessu saman hugsanlega viljandi.
Átta mig ekki á því hvað er vandamálið með Stjórnarskrána. Að sjálfssögðu þarf að vanda vel til verka. Ég vill sjá tillögur stjórnlagaráðs óbreyttar lagðar í dóm þjóðarinnar.
Skrifa ummæli