fimmtudagur, 12. janúar 2012

Lífeyrisréttindi þingmanna og Magnúsar Orra

Magnús Orri skrifar grein um lífeyrisréttindi sín og annarra þingmanna og sver af sér að hann búi einhver sérkjör umfram launamenn.

Í dag ávinna launamenn í almennum lífeyrissjóðum sér árlega lífeyrisrétt sem nemur frá 1.2% til 1,47%. Fyrir sama iðgjald ávinna þeir ríkisstarfsmenn sem fá að vera í opinberu sjóðunum með þingmönnum sér lífeyrisrétt sem nemur um 1,9%, þeir eru með allt að 50% hærri réttindi en sjóðsfélagar í almennu lífeyrissjóðanna hafa. Þar er í mörgum tilfellum um að ræða sem vinnur samskonar störf á sama stað t.d. sumstaðar í heilbrigðiskerfinu. Annar hópurinn er í ASÍ félagi á meðan hinn er í stéttarfélagi sem þingmenn hafa velvilja á.

Þar til viðbótar eru þau tryggð í gegnum ríkissjóð, það sem vantar upp á að lífeyrissjóðir þessa tiltekna hóps opinberra starfsmanna og þingmanna eigi fyrir skuldbindingum er sótt í ríkissjóð á meðan lífeyrisþegar á almennum markaði er gert að búa við skerðingar samkvæmt lögum sem þingmenn settu og gilda um aðra lífeyrissjóði en þeirra eigin.

Í síðustu kjaraviðræðum samþykkti ríkisstjórn að þetta yrði jafnað með því að bæta almennu lífeyrissjóðunum það sem upp á vantðai. Þennan samning vill ríkisstjórnin ekki standa við.

Í sjóðum opinberra starfsmanna hefur safnast upp verulegur halli. Í nýlegu yfirliti kemur fram að skuldbindingar nokkurra af sveitarfélagalífeyrissjóðnum séu ríflega 80% umfram skuldbindingar og það vanti allt að 500 milljarða inn í opinberu sjóðina. Halli B-deildarinnar er 350 milljarðar og hefur vaxið hratt á liðnum árum vegna hinnar s.k. eftirmannsreglur og viðmiðunar við dagvinnulaun opinberra starfsmanna í stað vísitölu neysluverðs sem þingmenn settu í lög að ættu að gilda um aðra lífeyrissjóði en þeirra eigin.

Viðskiptablaðið 10. janúar 2012. Með því að greiða 7,8 milljarða króna árlega í 40 ár mun B-deild LSR eiga fyrir skuldbindingum sem á sjóðnum hvíla.

Iðgjöld launamanna og launagreiðenda til almennu lífeyrissjóða eru samtals 12% af heildarlaunum á almennum vinnumarkaði, en eru 15,5% hjá ríkinu og 16,0% hjá sveitarfélögunum. Framlag þingmanna í sinn sjóð er 4% eins og hjá öðrum launamönnum, mismun iðgjalds kemur frá vinnuveitanda þeirra, ríkissjóð.

Nú liggur fyrir að þingmenn ætla að hækka mótframlag ríkissjóðs í sinn eigin lífeyrissjóð um 4% svo ekki þurfi að skerða lífeyrisréttindi þeirra.

Með öðrum orðum þingmenn hafa komið málum þannig fyrir að þeirra vinnuveitandi ríkissjóður greiðir

Það mun ekki greiða niður 500 milljarða skuldina, heldur koma í veg fyrir að hún vaxi enn meir. Allt þetta kallar á enn hærri skatta og meiri niðurskurð hjá hinu opinbera.

Var einhver að halda því fram að hann hefði ekki margfalt betri lífeyrisréttindi en launamenn á almennum markaði?

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ætli hann hafi ekki verið að segja að Alþingismnenn væru með sömu réttindi og aðrir sem þyggja laun frá ríkinu. Finnst óþarfi að snúa út úr fyrir honum. Og því verður ekki tekið þegjandi ef að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna verða skert eins og ASÍ berst fyrir. Því sama hvað menn segja er ljóst að það verður aldrei að réttindin verði jöfnuð upp á við. Enda hafa á móti réttindum opinberra starfsmanna verið samkomulag um hlutfallslegalægri laun en á almenna markaðnum. Svo bendi ég Guðmundi og fleirum á að við skattgreiðendur borgum umtalsvert meira í framfærslu eldriborgara af almennamarkaðnum í gegnum TR þannig að að flesti opinberir starfsmenn í almennum störfum eru að hafa svipað til framfærslu nú og fólk af almenna markaðnum. Því að lífeyrisgreiðslur skerða greiðsru frá TR.

dabbidj sagði...

allir á þing

Nafnlaus sagði...

Höfum staðreyndirnar á hreinu, Guðmundur.

Í fyrsta lagi neitar Magnús Orri að hann búi við margfalt betri lífeyrisréttindi. Þú sýnir fram á að hann búi við 50% betri. Það er ekki margfalt. Það þýðir að hann hefur rétt fyrir sér

Í öðru lagi er hann ekki að bera sig saman við almenna launamenn heldur ríkisstarfsmenn.

En svo það sé á hreinu þá er munur á lífeyrisréttindum ríkisstarfsmanna og almennrar launamanna að mínu mati bæði óskiljanlegur og óþolandi.

Guðmundur sagði...

ASÍ hefur ekki barist fyrir því að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna verði skert það er ómerkilegt bull.

ASÍ hefur barist fyrir því að jafnræðisreglu verði fylgt hvað varðar lífeyrisréttindi.

Hvað varðar sambærileg laun ætti viðkomandi, sem ekki þorir að koma fram undir nafni líklega sakir þess að hann veit að hann fer með rangt mál, að bera saman sambærilega hluti.

Hvað með uppsagnarfrest, hann er að jafnaði 3 mán. lengri. Auk þess að vera tryggt að hann fáist greiddur

Veikindaréttur hann er 3 x lengri. Auk þess að tryggt er að hann fáist greiddur

Starfsöryggi er töluvert meira.

Vinnuumhverfi og aðbúnaður er ekki sambærilegt.

Áhætta í vinnu á almennum markaði er töluvert meira

Lífeyrisréttindi

Eins er athyglivert að þegar svona samanburður er gerður af hálfu opinberra starfsmanna er í flestum tilfellum sem ég hef séð svona samanburði borin saman daglaun opinberra starfsmanna við heildarlaun á almennum vinnumarkaði.

Það sém ég þekki til þá eru laun opinberra starfsmanna að jafnaði töluvert hærri þegar allt er tekið.

Guðmundur sagði...

Nafnlaus 21:33
Þú ættir að lesa allan pistilinn, ekki gera eins röklitlir menn gera jafnan grípa eina setningu úr samhengi
Það eru talinn upp allnokkur atriði til viðbótar. Að öllu samanlögðu eru þau liðlega tvöfalt meiri.
Hvað réttlætir það? Hvað réttlætir að þingmaður hafni því að standa við gerða samninga og ber síðan svona á borð?

Nafnlaus sagði...

Guðmundur, þetta er djúpa laugin.
Mátt ekki ráðast á elítuna.

Ómar sagði...

Hér finnst mér þú, Guðmundur, hafa gert þig sekan um það sama og þú gerir upp einum öðrum hér í athugasemdakerfinu, þ.e. að lesa ekki allan pistil Magnúsar Orra.

Það kemur mjög skýrt fram hjá honum að um sé að ræða sama kerfi og hjá öðrum opinberum starfsmönnum. Svo likur hann pistli sínum með eftirfarandi:

"Mikilvægt er að jafna þarf lífeyrisréttindi á vinnumarkaði almennt. Vinna við athugun á slíku er hafin á vegum stjórnvalda og væntir maður mikils af þeirri niðurstöðu. Hér er ég ekki að tala um að færa niður réttindi – heldur jafna þau til framtíðar litið."

Guðmundur sagði...

Sæll Ómar - bara svona til þess að losna undan svona útúrsnúningum =

21:33 segir að ég haldi því fram að þingmenn hafi "einungis" 50% betri réttindi ekki margföld.

Ég bendi honum á að lesa allan pistil minn þar sem hvergi kemur fram að ég sé að mótmæla því að þetta sé margfalt, ég segi hins vegar að þetta sé ekki 50% heldur rek ég nokkur atriði í pistli mínum sem koma þar til viðbótar.

Það er líklega nær lagi að þingmenn sæéu með tvöfalt meiri lífeyrisréttindi en almennir launamenn, þó þeir greiði sama 4% iðgjald, sá reikningur er svo sendur til almennra sjóðsfélaga með tvöföldum hætti, í hærri sköttum og auknum skerðingum í velferðarkerfinu og svo miklum í almennu lífeyrissjóðunum sem eru afleiðingar að slakri efnahagsstjórn stjórnmálamanna.

Sem síðan beita öllum brögðum til þess að vernda eigin réttindi á kostnað almennra launamanna.

Stjórnarþingmenn samþykktu í fyrra að jafna þennan mun og það var ein af helstu undirstöðum síðustu kjarasamninga En þingmenn ætla að svíkja þann samning.