Capacent hefur undanfarin ár
gert könnun á launum rafiðnaðarmanna í september. Á trúnaðarmannaráðstefnu
Rafiðnaðarsambandsins sem nú stendur yfir var verið að kynna þessa könnun.
Meðaldaglaun félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins
í septembermánuði eru 408 þús. kr. og hafa hækkað um 11% síðasta ár.
Meðalheildarlaun félagsmanna eru 517 þús. kr. á mánuði og hafa hækkað um 8%
síðasta ár. Meðalyfirvinnutímar eru um 23 klst. á mánuði. Rafkonur vinna að
meðaltali um 20 klst. minna á mánuði en rafkarlar.
Hópar innan RSÍ eru með ákaflega
mismikla menntun. En ef bornir eru saman hópar sem eru með sömu menntun þá kemur
í ljós að meðaldaglaun rafkarla með sveinspróf eða meira eru 420 þús. kr. á
mánuði, en meðaldaglaun rafkvenna með sveinspróf eða meira eru 496 þús. kr. á
mánuði.
Hér er munur er um 18%.
Meðalheildarlaun rafkarla með
sveinspróf eða meira eru 550 þús.kr. á mán., þeir vinna að meðaltali 23
yfirvinnuklst. á mán. Meðalheildarlaun rafkvenna eru 544 þús. kr. þær vinna að
meðaltali 11 klst. í yfirvinnu á mán.
Hér er munur vart
marktækur.
65% félagsmanna RSÍ eru mjög
ánægðir eða ánægðir með þjónustu og starfsemi sambandsins. 10% eru óánægðir og
25% taka ekki afstöðu.
2 ummæli:
Finnst þér það réttlátt að rafkonur séu með hærri laun en rafkarlar?
Er þetta það sem kallað er "jákvæð mismunum" rafkonum í hag af því að konur eiga sögulega séð "mikið inni"?
Ef ég væri rafkarl, þá myndi ég hætta í Rafiðnaðarsambandinu og þessa óréttlætis.
Þessi "jákvæða mismunum" er ekkert til að vera stoltur af og sýnir best hvernig karlmenn hafa félagslega farið halloka í Nýja-Íslandi þeirra Jóhönnu og Steingríms.
Fyrir bragðið mun ég örugglega kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða Framsókn, eftir því hvern flokkinn mér líst betur á, og ég er ekki einn um það.
Þetta er harla einkennileg aths. svo ekki sé meira sagt. Það er geta komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé tengt flokkspólitík er reyndar ákaflega íslenskt, þar virðast margir ekki komast út þeim kassa að setja allt upp út frá einhverri flokkspólitísrki nálgun.
Stéttarfélög miða ekki sérstaklega fyrir annað kynið þegar samið er um kaup og kjör. Í kjarasamningum er ætíð samið um lágmarkskjör.
Ástæða þess að rafkonur eru með hærri regluleg laun en karlar er næsta örugglega sakir þess að þær eru hlutfallslega fleiri á svokölluðum pakkalaunum en karlar.
Þetta kemur ákaflega vel fram þegar heildarlaunin eru skoðuð eins og bent er á í pistlinum. Þar er greinlega engin munur, enda eru allir rafiðnaðarmenn á sömu kjarasamningum.
Það er aftur á móti greinilega töluverður munur á vinnuformi karla og kvenna, þær leita í störf þar sem unnin er minni yfirvinna og eins í störf þar sem minna er um flakk, það gerir það að verkum að þær eru hlutfallslega fleiri á pakkalaunum og eru með hærri regluleg laun.
Skrifa ummæli