mánudagur, 8. apríl 2013

Aðför Framsóknar að félagslega íbúðarkerfinu


Fékk einkennilegar aths. í gærkvöldi vegna pistils um þann hóp sem hefur gleymst, þannig að hér er pistillinn með ítarlegri skýringum.

Það var árið 2002 sem þáverandi félagsmálaráðherra Páll Pétursson Framsóknarflokki lagði fram frumvarp um að einkavæða félagslega íbúðarkerfið og lagði það þar með í rúst þáverandi leigukerfi með 11.000 íbúðum.

Allt frá því svokallað „Júní samkomulag“ sem Bjarni Benediktsson þáverandi forsætisráðherra gerði í mikilli andstöðu við hægri arm stjórnarflokkanna árið 1964 við verkalýðshreyfinguna til þess að rjúfa verðbólguhringrásina hafði verið unnið að uppbyggingu félagslega íbúðarkerfisins.

Niðurstaða þessara viðræðna ASÍ, VSÍ og Bjarna Ben. var sérstök yfirlýsing Viðreisnarstjórnarinnar um aðgerðir í húsnæðismálum láglaunafólks, sem gefin var út í júlímánuði 1965. Alls urðu íbúðir í Breiðholtinu öllu um 7600.

Þessar byggingar gerðu það kleift að rífa helstu skömm Reykjavíkur; Höfðaborgina, braggarnir og skúra- og saggadraslinu var þarna útrýmt. Það voru einfaldlega settar jarðýtur á þessi ömurlegu hreysi og húsaleiga í Reykjavík stórlækkaði, í andstöðu við tiltekin öfl í landinu.

Árin áður en ríkisstjórn Davíðs Oddsonar með Pál Pétursson sem félagsmálaráðherra lagði kerfið í rúst var verið að byggja 380 íbúðir á ári þannig að ef kerfið hefði ekki verið lagt af, væru í dag um 15.000 íbúðir í kerfinu en ekki tæplega 4.000 eins og reyndin er. Þörfin er hins vegar á bilinu 25-30.000 íbúðir ef hlutfall félagslegra íbúða væri svipað hér og á Norðurlöndunum.

Það sem gerðist árið 2002 var, að fólk gat ýmist keypt eða selt. Þeir sem keyptu bjuggu vissulega áfram í íbúðunum en vextir lánanna hækkuðu í markaðsvexti. Þeir sem seldu innleystu eignarhluta – sumir keypti aftur og notuðu eignarhlutann sem eigin framlag en tóku lán á markaðsvöxtum til viðbótar.

Í verkamannabústöðunum voru vextir hins vegar miklu lægri en markaðsvextir, en eignamyndunin hjá einstaklingnum var hins vegar hægt vegna þess að eigið framlag til vaxta og afborgana var mun lægra.

Þrátt fyrir að íbúarnir hafi fengið stærri ,,eignarhluta‘‘ í sínum íbúðum fengu þeir líka miklu hærri vexti á skuldahlutann, vexti sem það réði ekkert við. Þarna átti vaxtabótakerfið að koma til hjálpar en gerði það aldrei vegna endurtekinna skerðinga á vaxtabótum, sem ríkistjórnir Sjálfstæðismanna og Framsóknar framkvæmdu með því að láta skerðingarmörkin sitja kyrr árum saman.

Þessar aðgerðir af hálfu Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna var því hinn mesti bjarnagreiði og í raun markviss aðför að barnafjölskyldum og einstæðum foreldrum. Þess vegna hefur þessi hópur verið í greiðsluvanda s.l. áratug, löngu fyrir hrunið en auðvitað sýnu verri eftir en fyrir.

Það er tekjulægsta fólkið sem hvorki hefur getu til þess að kaupa eða leigja sem á í mestum vandræðum á Íslandi í dag.

Svo einkennilegt sem það nú er lítið minnst á þennan vanda í yfirstandandi kosningabaráttu. Tekjulægsta fólkið er ekki í skuldavanda, það er í greiðsluvanda. Flatur niðurskurður kemur hinna efnameiri, það er að segja þeim ekki eru í greiðsluvanda best. Þetta kemur fram í öllum könnunum sem gerða hafa verið um þessi mál.

Danir hafa alla tíð staðið vörð um félagslega húsnæðiskerfið og forðast mistök sem margar aðrar þjóðir hafa gert.

Í danska kerfinu eru kaup eða bygging félagslegs húsnæðis fjármögnuð með eftirfarandi hætti:

Framlag íbúanna er 2%

• Framlagið er endurgreitt þegar viðkomandi flytur út

• Stofnfé frá sveitarfélaginu er 14%

• Framlag sveitarfélaganna er vaxtalaust og endurgreitt þegar fjárhagslegar aðstæður húsnæðisfélagsins leyfa, en þó eigi síðar en eftir 50 ár.

Almenn lán frá sérhæfðum húsnæðislánastofnunum1 84%

• Lánið er á hefðbundnum forsendum húsnæðislána en ríkið styrkir húsnæðisfélagið með vaxtaniðurgreiðslu eftir ákveðnum reglum.

• Lánstími þessara lána er 35 ár sem er 5 árum lengri en hefðbundin húsnæðislán

• Sveitarfélögin hafa veitt húsnæðisfélögunum ábyrgð fyrir þeim hluta lánsins sem er umfram 65% af verðmati húsnæðisins, þannig að ef miðað er við 84% veðhlutfall ábyrgist sveitarfélagið í reynd 22,6% af eftirstöðvum lánsins. Ríkið tryggir húsnæðisfélögunum styrk til niðurgreiðslu vaxtakostaðar.

Meðalverð 100 fm. 3ja herbergja íbúðar á höfuðborgarsvæðinu er 24,8 mill.kr. Ef þessi íbúð yrði fjármögnuð samkvæmt reglum danska félagslega húsnæðiskerfisins verður dæmið eftirfarandi:

  • Stofnframlög 14% 3.472.000
  • Eigið framlag 2% 496.000
  • Húsnæðislánastofnun 84% 20.832.000
  • Greiðsla á mánuði - íbúagreiðsla, 3,4% 70.267
  • Leiga (m.v. 80/20% fjármagn og annar rekstur) á mán. 87.833
  • Afborgun og vextir láns á mán. 130.216
  • Styrkur frá ríkinu (mismunur) á mán. 59.949.

Samkvæmt þessu dæmi yrði hámark fjármagnskostnaðar við útreikning húsaleigu á fyrsta ári eftir byggingu eða kaup íbúðarinnar 3,4% eða ríflega 70 þús. kr. á mánuði.

Raunverulegur kostnaður vegna vaxta og afborgana af láninu er hins vegar ríflega 130 þús. kr. á mánuði og því verður rekstrarstyrkur ríkisins í þessu dæmi um 60 þús.kr. á mánuði. Ef miðað er við að fjármagnskostnaður sé 80% af leiguverði yrði mánaðarleiga þessarar íbúðar um 88 þús.kr. á mánuði.

Ætla má að sambærileg íbúð á landsbyggðinni kosti um 17 millj.kr. og skv. sömu forsendum yrði mánaðarleigan 72 þús.kr. á mánuði.

Meðalleiga á markaði hér á landi fyrir 100 fm. 3ja herbergja íbúð er um 154 þús. kr. í höfuðborginni, 143 þús.kr. í SV kjördæmi og 101 þús. kr. á landsbyggðinni.

Samkvæmt þessu má ætla að leigan í félagslega húsnæðiskerfinu yrði um 29-43% lægri ef við sköpuðum okkur samskonar umhverfi og er á hinum Norðurlandanna.

En forsenda að þetta sé hægt að útrýming krónunnar og upptaka stöðugs efnahagslífs með öflugum viðskiptagjaldmiðli eins og Evrunni

2 ummæli:

Guðmundur Guðmundsson sagði...


Það voru slæm mistök að leggja niður félagslega íbúðakerfið.

Staða ungs fólks sem er að fara út á fasteignamarkaðinn hefur sjaldan verið þyngri. Sérstaklega láglaunafólk. Það sárvantar eitthvað sem kæmi í stað verkamannabústaðanna.

Merkilegt er hvað húsnæðismál eru lítið rædd fyrir kosningar.

Skortur á leiguhúsnæði svipað og í Nágrannalöndunum setti Íslenskan íbúðamarkað á hliðina í aðdraganda hrunsins. Svona bólur myndast síður þar sem eðlilegt hlutfalla er á milli eignar og leiguhúsnæðis.

Enginn stjórnarflokkanna virðist ætla að koma með neitt sem mætti kalla nýja hugsun í húsnæðismálum á Íslandi.

Vissulega er búið að álykta út og suður um leiguhúsnæði,en hvar eru íbúðirnar ?

Leigjendur á Íslandi mega eftir sem áður éta það sem úti frýs í boði stjórnvalda.





Nafnlaus sagði...


Framsókn geiðir leiðrétingu á húsnæðislánum 20 árum.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/04/23/skuldanidurfelling-greidd-ut-a-longum-tima-til-ad-komast-hja-thensluahrifum/

Ein spurning.

Á þessum 20 árum - þar að sýna ávinning íbðuðaeigenda -

1) leið xb með krónu og 20% leiðréttingu á 20 árum - sem nemur 1% á ári,, !!!! á sama tíma eru vextir innan krónunnar 4% hærri en inna evrunnar. Þetta þýðir að lánin verða 3% dýrari með xb en inan evrunnar næstu 20 ár.

2) leið með upptöku evru á 20 árum og 4% lægri vexti en innan krónunnar.

Svar:

Munurinn 3% ávinninguur fyrir íbúðaeigendur með upptöku evru - umfram lið xb sem er 3 falt (300%) hærri ávinningur fyrir húsnæðiseigendur.