fimmtudagur, 25. apríl 2013

Icesave blekkingin


Því er gjarnan haldið fram að Ísland hafi sigrað í Icesave deilunni, Ísland hafi ekki orðið Kúba norðursins. Íslenskir skattborgarar og launafólk eru ekki sigurvegarar í þessari deilu. Atvinnulífið væri mikið betur statt ef tekið hefði verið á Icesave.

Flestir helstu forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja hafa ítrekað bent á að dráttur á lausn Icesave deilunnar leiddi til þess að Ísland hefur að óþörfu búið við slaka viðskiptastöðu. Óleyst Icesave-deila hefur þegar valdið Íslandi gríðarlegum skaða þrátt fyrir að dómsmálið hafi unnist og á eftir að gera það. enn frekar

Seðlabanki Íslands á í Icesave uppgjörinu ógreiddar kröfur vegna hinna svokölluðu ástarbréfa að upphæð um 127 milljarð króna. Auk þess hefur ríkissjóður þurft að leggja nýja Landsbankanum til 122 milljarða króna í eigið fé og þar til viðbótar þarf nýi Landsbankinn að greiða 300 milljarðar króna í þrotabú hins gamla fram til ársins 2018.

Dómurinn er einmitt svona sakir þess að allt hafði verið greitt og það sem eftir er verður greitt. Það á að greiðast í erlendum gjaldeyri sem ekki er til. Þarna birtast okkur kosningabrellurnar, þessi staða hefur lokað okkur innan gjaldeyrishaftamúranna, sem eykur á verðbólguvandann og skerðir möguleika okkar til þess efnahagsbata og þeirra kjarabóta sem við leitum að.

Icesave-deilan var skrímsli sem tætti þjóðina í sundur, þjóð sem sannarlega hefði þurft að standa saman og takast á við efnahagsvandann í stað þess að gera tilraun að kjósa hann í burtu. Ýta honum þar með á undan sér. Þeir sem benda á þessar staðreyndir eru umsviflaust kallaðir ljótum nöfnum eins og þjóðníðingar.

Sigmundur Davíð valdi í þessu máli eins og öðrum skammvinna blekkingu, sem líklega var til vinsælda, frekar en að horfast í augu við vandan. Kosningatrix eins og þessi valda því að við komumst ekkert áfram og kalla yfir okkur enn verri stöðu en við erum þegar í, nákvæmlega það sem er að gerast með því að mála erlenda fjárfesta sem einhverja hrægamma.

Icesave reikningurinn var ekki kosinn í burtu þvert á móti. Umræðan var leidd inn á rangar brautir með skotgrafahernaði til þess að ná árangri í þeirri sérhagsmunagæslu sem Framsókn hefur ávallt sett á oddinn.

3 ummæli:

Einar Ólafsson sagði...

Það væri fallegt af þér að bæta inn visunum í gögn þar sem við á, með hlekkjum, til að leyfa okkur lesendum að rekja söguna sem þú byggir skrif þín á.

Nafnlaus sagði...

Þakka fyrir frábæran IceSave pistil. Það var tekinn mikil og ónauðsynleg áhætta var tekin með IceSave málatilbúningi öllum.

www.nrk.no/ytring/risiko-og-islandske-tap-1.10899860

Arion-banki þurfti að borga ansi hressilegt vaxtaálag þegar þeir fóru út í fyrsta skuldabréfaútboð íslensks banka eftir hrun. Vaxtaálag verður kannski ekki sjöfalt fyrir íslensk fyrirtæki í framtíðinni, en það verður örugglega hátt.

http://www.newsoficeland.com/home/business-economics/private-sector/item/807-icelandic-bank-pays-seven-times-higher-premium-than-similar-norwegian-banks

Guðmundur sagði...

Það kemur fram í pistlinum að hann er byggður á tölum frá Seðlabankanum. Reyndar hafa þessar tölur víða komið fram, lýðskrumið byggði á innistæðu lausum hræðsluáróðri