miðvikudagur, 3. apríl 2013

Rjúfum umsátrið um heimilin og atvinnulífiðUndanfarin ár hefur Íslenskt samfélag verið að ná andanum eftir efnahagslegar hamfarir sem hér voru skapaðar á árunum 2005 til haustsins 2008. Það er búið að rétta stefnuna af og skiptir öllu að nú náist ný þjóðarsátt um hvernig skapa eigi velsæld til framtíðar fyrir þá sem hér vilja búa.

Hér er lítil framleiðni og vinnutími langur. Rekstur íslenska bankageirans er ákaflega dýr. Of margir vinna við að framleiða of dýrar vörur, sem mun ódýrara væri að flytja inn, hér má t.d. benda á iðnaðarframleiðslu á svína- og kjúklingakjöti. Talið er að í þjónustugeiranum séu að störfum liðlega 13 þúsund of margir einstaklingar, það vinnuafl ætti að vera við önnur störf við að auka verðmæti framleiðslu og útflutnings.

Við verðum einfaldlega að auka fjárfestingar í atvinnulífinu og auka framleiðni og verðmætasköpun í íslensku þjóðabúi ef okkur á að takast að greiða niður skuldir okkar og standa jafnframt undir velferðarkerfinu án þess að hækka þurfi skatta upp úr þaki heimilisbókhaldsins.

Við verðum að fjölga þeim íslensku fyrirtækjum sem framleiða og selja alþjóðlegar vörur, eins og t.d. Marel, Össur, Actavis og CCP. Forsvarsmenn þessara fyrirtækja hafa margoft sagt að þeir sjái alltof mikla takmörkun í samkeppni og stækkunarmöguleikum ef við breytum ekki peningastefnunni.

Við verðum að skapa stöðugra rekstrarumhverfi og auka erlenda fjárfestingu, sem þýðir að Íslenskir stjórnmálamenn verða að venja sig af því að vera með óraunsæ loforð, sem þeir redda síðan með gengisfellingu og verðbólguskoti. Það verður að stöðva þá tilgangslausu keppni á Alþingi, sem snýst um það eitt að koma í veg fyrir að hinir hóparnir nái einhverjum árangri.

Það er komið nóg, mikið meir en nóg af óþolandi skotgrafahernaði og sérhagsmunagæslu á Alþingi. Við hrösuðum illa á sviði peningamála fyrir fáum árum og þurftum að biðja Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og hin Norðurlandaríkin um hjálp.

Hvergi í heiminum tókst að tapa nándarnærri jafnmiklu fé, í hlutfalli við stærð hagkerfisins, á jafnskömmum tíma og undir stjórn og stefnu þessarar valdastéttar. Þessi stefna gerði það mögulegt að taka lítið ríkisbankakerfi með sáralítil erlend umsvif og búa til úr því bólu upp á ferfalda landsframleiðslu innan bankakerfisins og líklega annað eins utan þess.

Gjaldþrot íslenska bankanna eru öll á topp 10 lista þeirra stærstu í mannkynssögunni. Þessi stefna valdastéttarinnar leiddi til ofboðslegar misskiptingar og ójafnaðar og fáir efnuðust mikið á kostnað fjöldans. Hér spilar krónan í einangruðu efnahagskerfi aðalhlutverkið.

Þetta kerfi Íslensku valdastéttarinnar tekur ekki mið af hagsmunum almennings. Hann er réttindalaus. Hér eru hagsmunir fárra í fyrirrúmi og þar eru ákvörðuð þau kjör sem almenning er boðið upp á. Þau viðhorf, sem voru höfð að leiðarljósi við uppbyggingu á Íslensku samfélagi á síðustu öld eru að glatast.

Þeir tveir flokkar sem eru að skora mest í skoðanakönnunum þessa dagana er stjórnað af framangreindum valdastéttum, sem samkvæmt síðustu landsfundum tryggðu þær tök sín og ætla ekki að sleppa þeim tökum, sem þær hafa á Íslensku samfélagi og stefna að því að viðhalda einangrun Íslands.

Þingmenn þessara flokka hafa gengið svo langt að segja að jafnvel þó Íslenskur almenningur samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að rjúfa þessa einangrun, myndu þeir ekki lúta þeirri niðurstöðu. Það sama gerðu þessir hinir sömu nú í vetur þegar þeir virtu ekki viðlits niðurstöðu síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu um vilja þjóðarinnar til endurnýjunar Stjórnarskrárinnar. Þar unnið var eftir niðurstöðum 1.000 manna þjóðfundar og í samræmi við margframkominn vilja þjóðarinnar.

4 ummæli:

Kristján sagði...

Góður pistill hjá GG. Bara vantar að lífeyrissjóðirnir verði teknir eignanámi og lagðir inn í Eftirlaunasjóð Íslands og EÍ markaður tekjustofnar.

Kristján Sig. Kristjánsson.

Nafnlaus sagði...

Góð grein eins og alltaf,

Kjarni málsins en ónýtur gjaldmiðill, sem er búinn að gera 27 þúsund heimili eignarlaus, þar sem hrun krónunnar – stökkbreytti erlendum lánum og hækkaði vexti verulega og verðbólgu verulega sem stökkbreytti einnig innlendum lánum.

Afleiðingin er eignarlausum heimilum fjölgaði um 27 þúsund frá 28 þúsnund 2007 í 55 þúsund 2011 – eða um 40 af öllum heimilum skv. tíund RSK bls. 79 – neikvæður eignarskattsstofn heimilanna,,,

http://www.tiund.is/?url=http://viewer.zmags.com/publication/7200b1e9#/7200b1e9

Það sem tapaðist hjá heimilum í hruni krónunnar – tók áratugi að byggja upp.

Þessi stökkbreyting gerið einnig 60% allra fyrirtækja tæknilega gjaldþrota,,,,.

Þökk sé krónunni. Hvað þarf mikið til að fólk læri af reynslunni,,??

Hvað þarf mikil áföll á Íslandi til að – fólk segi stopp. Þurfa 27 þúsund heimili í viðbót af verða eignarlaus og enn fleiru fyrirtæki??

Hver eru leiðtogar þessa lands????

Þó að núvernadi stjórnvöld hafi minnkað þennan vanda verulega – með margvíslegum aðgerðum – er kjarni vandans – krónan.

Þann vanda er ekki hægt að lækna nema að fjarlægja meinið. Upptaka stórs gjaldmiðils er lausnin.

ASÍ hefur bent á að vextir á Íslandi séu a.m.k. 4% hærri en innan stórs gjaldmiðils – til langs tíma.

Samkvæmt ASÍ skuldar ríkið 1500 milljarðar – 4% af því er 60 milljarðar.

Hvernig væri að taka upp nýjan stóran gjaldmiðil og nota þessa 60 milljarðasem spöruðust í að hjálpa heimilunum.

60 milljarðar á ári í 3 ár eru 180 milljarðar – sem nú fara í kostnað krónunnar. Það er einmitt sú fjárhæð sem vantar til að niðurfæra lán heimilanna. Fundið fé.

Af hverju talar enginn um þetta????

Stundum þarf ekki að vera með fóknar formúlur og töfrabrögð til að finna lausnir – stundum eru lausnirnar of nærri til að viðkomandi aðilar sjái þær og viðurkenni.

Þetta er sú leið sem þú bentir á um daginn Guðmundur.

Nafnlaus sagði...

Þú bentir á um daginn Guðmundur að ASÍ teldi að vaxtakostnaður á Íslandi væri a.m.k. 4% meiri til langs tíma en innan stórra gjaldmiðla eins og evrunnar.

Þú bentir einnig á að ríkið skuldaði 1500 milljarða – 4% af því er 60 milljarðar.

60 milljarðar – eru 4% af landsframleiðlsu.

Meðalútgjöld landa til hermála í heiminum eru 2,5% af landsframleiðlu.

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_military_expenditures

Kostnaður krónunnar er 60% meiri en meðalútgjöld landa til hermála í heiminum!!!

Króna kostar ríkið meira – en hernaðarútgjöld í öðrum köndum. Það er herkostnaður krónunnar.

Það er kostnaður sem við getum losað okkur við – ef við viljum – með þvi að taka upp annma stóran gjaldmiðil.

Er það ekki athyglisvert – á sama tíma og allir flokkar leita með logandi ljósi – að fjármagni til að fjármagna – niðurfærslur á kostnaði heimilanna – að Ísland skuli verja 4% af landsframeliðu – í að halda uppi dýrasta gjaldmiðli heims – á kostnað heimilanna.

Er það ekki flottræfilsháttur á hæsta stigi – á kostnað heimilanna – þar sem þessi kostnaður gæti farið í að hjálpa heimilunum.

Vilja heimilin frekar borga 60 milljarðar í krónun – en að koma þeim til hjálpar??? Hvernig væri að spyrja að því??

Eða er krónan kannski – stærsta fjármálaóreiða þjóðarinna??


Bjössi sagði...

Kína verður bráðum stærsta hagkerfi heims. Ég held að hag Íslands sé best borgið þar innan dyra. Með kínverskan gjaldmiðil og kínverkst menntakerfi verða okkur allir vegir færir. Gætum við sérhæft okkur í álverum, ferðamennsku og flotastöð fyrir kínverska sjóherinn.

Eins og allir vita þá er dýrt að vera lítil þjóð með fámenna valdaklíku sem stjórnar því sem hún vill stjórna. Með inngöngu í Kína verðum við partur af stærri heild sem veitir okkur öryggi og bætt lífskjör.

Hagvöxtur í Kína hefur verið gríðarlegur undanfarin ár. Með inngöngu í Kína fáum við part af honum sem tryggir Íslendingum enn betri lífskjör og lífslíkur til lengri tíma.

Áfram Ísland.