Efnahagsundrið í Kína á sér margar
alvarlegar skuggahliðar. Talið er að um 150 – 200 milljónir farandverkamanna
hafa flust til kínverskra borga í leit að vinnu og fer sú tala hækkandi. Þessu
fólki er mismunað á margan veg yfirvöld neita því um húsnæðisbætur og
sjúkratryggingar og börnum þeirra meinaður aðgangur að skólakerfinu.
Fulltrúar norrænu stéttarfélaganna hafa
kynnt sér stöðu farandverkafólks í Kína og þar hefur komið í ljós að það er oft
neytt til þess að vinna mikla yfirvinnu og neitað um frí, jafnvel þó um
veikindi sé að ræða. Farið er með þetta fólk eins og skepnur og það er neytt
til þess að vinna við ömurlegar og oft heilsuspillandi aðstæður.
Mörg stórfyrirtæki hafa leitað til Kína
því þar komast atvinnurekendur upp með að beita ýmsum aðferðum til þess að koma
í veg fyrir segi upp störfum. Launagreiðslur er oft frestað og þannig á fólkið
hættu á því að tapa allt að 2 -3 mánaðalaunum ef það gengur gegn vilja
atvinnurekandans. Þá neyða atvinnurekendur verkafólk oft til þess að greiða
tryggingu til þess að koma í veg fyrir að það leiti vinnu annarsstaðar.
Gegn þessu hafa fulltrúar samtaka
launamanna með Norðurlöndin í broddi fylkingar barist og bent á þetta jafngildi
því að verið sé að taka hraðlest niður til þeirra kjara sem lægst eru í Kína.
Það stakk mann illþyrmilega þegar
viðskiptanefnd með forseta vorn í broddi fylkingar fór og gerði
fríverslunarsamning við Kína og lýsti því jafnframt yfir að hann vildi flytja
frá Íslandi störf til Kína. Nú er forsætisráðherra í Kína í boði ÓRG og Kínverja
að ganga formlega frá þessum samning.
Forsetinn hefur auk þess marglýst því
yfir að krónan sé ómetanlegur hluti af hinu íslenska efnahagsundri. Hún gerði
það að verkum að hér var hægt að keyra allt efnahagskerfið upp úr þakinu og
framkvæma stórkostlega eignaupptöku hjá almenning.
Forsetinn hefur komið reglulega fram í
erlendum fréttastofum og kynnt þar sína eigin efnahags- og utanríkisstefnu, sem
gengur þvert á samþykkta stefnu samtaka launamanna, en fer ákaflega vel saman
við sjónarmið þeirra sem berjast gegn því að íslenskir launamenn geti varið sig
gegn óbeinni skattpíningu í gegnum reglulegar gengisfellingar krónunnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli