sunnudagur, 7. apríl 2013

Framsóknarritstjórn Pressunnar/Eyjunnar


Hún er með ólíkindum umfjöllun ritstjórnar Pressunar þessa dagana um stöðuna í íslenskri pólitík. Þar heldur greinilega um penna fólk sem er blindað af aðdáun á Framsóknarflokknum.

Ritstjórn Pressunnar/Eyjunnar er fullkomlega búinn að skrifa sig út úr pólitískri umræðu.

Efnistök ritstjórnar Pressunar/Eyjunar þessa daga einkennist af pólitísku ofstæki, eins og það er opinberað okkur á hinum alsanna og háttvirta miðli "Orðið á götunni" Þeir sem benda á göt í fulyðringum formanns Framsóknar eru með skítkast. Það er nefnilega það.

Látum vera með innihald viðtalsins í Fréttatímanum. Myndin framan á blaðinu segir allt sem segja þarf. Maður sem lætur taka af sér svona mynd er að upplýsa okkur um margt. En þetta má ekki benda á það þá er það skítkast.

Menn sem benda á vandræðaleg svör frambjóðena Framsóknar um afnám verðtyrggingar og hvernig eigi að standa að því og frá hvað a´tima það eigi að gilda, og hvað komi staðinn, eru með skítkast í garð Framsóknar að mati ritstjórnar Pressunnar/Eyjunnar.

Vitanlega geta menn sett fram skoðanir og reynt að rökstyðja þær, eins og gert af duglegum pistlahöfundum Eyjunnar. En ritstjórn miðils sem gefur sig út fyrir að vera hlutlaus en stillir síðan upp aðalfréttum með þeim hætti sem gert hefur verið undanfarna daga og skrifar í nafnlausu dálkana sína með þeim hætti sem gert hefur verið, missir allan trúverðugleika.

Og hinn nafnlausi "Orðið á götunni" bætir um betur með því að stilla þessu upp með að það sé eitthvert panik í gangi. Það er kallað að víkja sér undan því að ræða þann punkt sem bent er á, eða  reyndar staðfesta þá skoðun sem hér var sett fram.     

Engin ummæli: