Ég
hef oft undrast fáfræði þingmanna og þekktra spjallþáttastjórnenda þegar kemur
að atvinnulífinu. Þetta staðfestist þegar þekktur spjallþáttastjórnandi, nýráðinn
til RÚV út pólitíkinni, ræddi við tvo núverandi þingmenn/fyrrv. ráðherra og formann
fjárlaganefndar og jafnframt Heimsýnar. Öll upplýstu þau okkur hlustendur RÚV um
litla þekkingu á hinum gríðarlegu styrkjum sem fara til landbúnaðarins og
einhvern mikinn niðurskurð á styrkjum Bændasamtaka Íslands.
Formaður
hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar hreykti sér af að hún ætlaði að setja nýtt
Íslandsmet í niðurfellingu greiðslur til Bændasamtaka Íslands. Svandís og Gísli
Marteinn gerðu engar aths. við fullyrðingar formanns Heimsýnar.
Það
fara engir peningar frá ríkinu til reksturs félagasamtaka bænda, það eru bændur sem greiða
til Bændasamtakanna með búnaðargjaldi. Þess vegna átti maður von á spurningum
fram Svandísi og Gísla um hvaða verkefni það eru sem á að skera enn frekar
niður.
Eða
er þetta bara blekking eins og nánast allt sem núverandi ríkisstjórn lofaði
almenning, utan þess að hún stóð við niðurfellingu á helsta styrktaraðila xD og
xB í kosningunum í vor.
Fyrirtækjum
sem hafa verið með ofurgróða vegna hruns krónunnar og auðmenn sem fengu til sín
miklar upphæðir í gegnum gengisfallið. Allt fjármagn sem varð til þegar kjör
launamanna skert með gengisfellingunni.
T.d.
mætti skoða eftirfarandi í fjárlögum 2014 bls 180:
Þar
ætti t.d. að skoða markaðsstarf og birgðahald: hlýtur að brjóta í bága við
samkeppnislög að niðurgreiða auglýsingar á vöru sem keppir við aðra matvöru. Þeir
segja hugsanlega að þetta sé bara erlendis. En það er í raun ennþá alvarlegra.
Af hverju ættum við að niðurgreiða mat ofan í aðrar þjóðir á þessum tímum?
04-805
Greiðslur vegna sauðfjárframleiðslu (milljónir kr.)
Almennur
rekstur:
1.01
Beinar greiðslur til bænda 2.478,0
1.11
Gæðastýring 1.296,0
1.12
Ullarnýting 435,0
1.13
Markaðsstarf og birgðahald 405,0
1.14
Svæðisbundinn stuðningur 62,0
1.15
Nýliðunar- og átaksverkefni 115,0
Almennur
rekstur samtals 4.791,0
Gjöld
samtals 4.791,0
Fjármögnun:
Greitt úr ríkissjóði 4.791,0
3 ummæli:
Og þá er eftir að reikna óbeina stuðningin, hærra verð en þyrfti að vera ef kaypt væri á alþjóðlegu verðu á bilinu 5-10 milljarðar viið sauðfé.
Hér fara tæpir 5 milljarðar í styrki til sauðfjárframleiðslu. Vegna breytinga á neysluvenjum þjóðarinnar er nú neysla á kindakjöti töluvert minni en áður var. Nú er svo komið að um 40% af framleiðslu lambakjöts fer til útflutnings. Skattgreiðendur greiða því nú um 2 milljarða króna með lambakjöti ofaní erlenda neytendur!
Mér sýnist ekki vera rétt hjá þér að ríkið borgi ekkert til félags samtaka bænda. Árið 2010 var þetta svona: "Félagskerfi bænda er hvorki einfalt né ódýrt. Rúmlega 100 manns starfa hjá Bændasamtökunum, búnaðarsamböndunum og búgreinafélögunum. Rekstur þessa kerfis kostar á þessu ári 858,6 milljónir og eru þá þjónustugjöld sem bændur greiða fyrir aðkeypta þjónustu ekki meðtalin. 538,6 milljónir koma beint úr ríkissjóði og 320 milljónir eru innheimtar með búnaðargjaldi".
2012 var gerður nýr búnaðarlagasamningur og breytingar á búvörusamningum. Ég finn hvergi þessum greiðslum hafi verið hætt .
Af rúmlega 400 milljónum sem runnu til Bændasamtkana 2010 sem hluti af búnaðar lagasamningi fóru um 300 milljónir til ráðgjafaþjónustu við bændur. Merkilegt greinin borgi ekki sjálf ráðgjöf sem hún þarf á að halda.
Kveðja Sævar.
Skrifa ummæli