mánudagur, 21. júlí 2008

Enn um Egil


Ég er búinn að vera í fríi og haldið mig utan umræðunnar. Verið á fjöllum eða nærri þeim og ekki einu sinni nennt að bera mig eftir blöðum þó svo leiðin hafi legið fram hjá vegasjoppum og sjaldan hlustað á fréttir. Kom heim í gærkvöldi í stutt stop valið með tilliti til veðurstofunnar og svo konan gæti hent í eina vél eða tvær og svo leggjum við í hann aftur. Hrökk við þegar ég las Eyjubloggið í morgun, Egill, af öllum, er farin að taka undir illskiljanlega og svo óendanlega tilgangsgangslausa gagnrýni Bubba.

Settist við tölvuna og sló inn nokkrar línur um að ég skildi ekki hvað Bubbi eigi með það að skipta sér af því hvort Björk haldi tónleika og bjóði landsmönnum á þá. Hún er ekki alþýðunnar dæmir Egill í framhaldspistli.

Talandi um alþýðutónlistamenn þá er það nú skoðun mín að það sé allnokkuð í að Bubbi geti gert kröfur um að standa þar fremstur í flokki. Þar stendur Megas langt upp úr, mjög langt upp. Meistari texta, glöggur á þjóðfélagslega stöðu og ef eftir því hlustað kemur fram að tónlist Megasar á eftir að lifa. Mikið lengur en tónlist sumra annarra, enda er hver tónlistamaðurinn á fætur öðrum um taka upp lög Megasar. En þetta er mín skoðun. Öll veljum við okkar tónlist og hvaða diskar lenda á spilaranum.

Björk hefur aldrei fengið styrki og hefur byggt upp allt sitt á vinnu, mjög mikilli vinnu. Sló reyndar pabba sinn nokkrum sinnum til að byrja með. En sumir eru á ríkisstyrkjum og sponseraðir af stórfyrirtækjum.

Á meðan aðrir gera það ekki, en styrkja aðra listamenn og hjálpa þeim að koma verkum sínum á framfæri. Þrátt fyrir uppskera þeir öfundar og neikvæða umræðu og eru flokkaðir sem millistéttarfólk á meðan aðrir eru vinir alþýðunnar og Egils.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Má hann ekki hafa skoðun, eins og þú... og allir...

Skil ekki hvað fólk getur verið hörundsárt, finnst það miður... sama hvað það heitir (bubbi, björk, Egill eða Guðmundur)...

kv

Gunnar Eyþórs.

Guðmundur sagði...

Jú hann má það vitanlega, en má ég ekki gagnrýna skoðun hans og benda á önnur viðhorf? spyr maður á móti, reyndar nokkuð undrandi

Nafnlaus sagði...

Hvaða ofboðslega viðkvæmni er þetta Guðmundur? Leyfðu manninum að hafa sína skoðun.

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þetta eru fried comment hjá Gunnari og hr. nafnlausum (nema sá nafnlausi sé að reyna vera kaldhæðinn)... Ég færi nú ekki á tónleika með Bubba þó mér væri borgað fyrir það. Hans eina almennilega framlag til íslenskrar tónlistar átti sér stað á fyrstu tveimur árum 9. áratugarins. Síðan þá hefur þetta verið eins og hver annar iðnvarningur. Það er kannski þess vegna Bubbi relatar svona vel með álbræðslunum...
IG

Nafnlaus sagði...

Þessar smáborgaralegu greiningar Egils Helgasona á íslensku samfélagi, þar sem hann er að dunda sér við að setja menn og málefni inni einhverja samevrópska kaffihúsheimspeki eru hlægilegar. Það sem verra er, þær gefa fólki ranghugmyndir um ísl. samfélag, þar sem frasar og stimplar stjórna umræðunni. Núna lenti Björk í flokkuninni!
Niðurstaðan: Björk er ákaflega millistéttarleg! Bruce Springsteen "þykir" (eins og það sé sannleikur) h.v. mjög plebbalegur. Niðrandi tal! Þau eru bæði frábærir tónlistarmenn í heimsklassa sem tíminn mun gera sígild. Að vera að stimpla þau finnst mér ótrúlega ósmekklegt af manni eins og Agli, sem sennilega er mikið lesinn.

Náttúrutónleikar Bjarkar og Sigurósar voru frábærir og er einn af hápunktum sumarsins í menningunni hér á landi. Takk fyrir þá.

Umræðan um virkjanir verður að fara að losna undan áhrifum Vg og Samfylkingarinnar. Samfylkingin er eins og krabbamein á ísl. samfélagsumræðu, hvort sem það er frasin um Fagra Ísland, innflytjendur, ESB, Baugsmálið, ísl. krónuna. Sjálfumglöð og upphafin skotgrafaumræða.

Nafnlaus sagði...

Takk Dúddi dind.
Þarna hittir þú naglann á höfuðið.
Yfirborðskenndar samfélagsgreiningar kaffispekinga, sem tryggja hræódýrt sjónvarpsefni, eru að verða verulegt vandamál á Íslandi rétt eins og þvættingurinn í Samfylkingunni um þau mál sem þú nefnir.
Beint í mark!

Nafnlaus sagði...

Voðalega ertu viðkvæmur Guðmundur, nennir að semja pistil með illa dulbúnu skítkasti bara vegna þess að Bubbi er ósammála Björk dóttur þinni.
Ég held reyndar að Bubbi hafi nokkuð til síns máls varðandi það að á meðan fólk er að tapa öllu sínu þá er skrítið að sjá menningarelítuyfirstéttina drekka bjór úr áldósum skiljandi rusl eftir út á túni allt í nafni náttúruverndar, en það var víst alþýðan sem hreinsaði túnið eftir gleðina, eins og svo oft áður.
Og hvað svo sem mér kann að finnast um þá "tónlist" sem Björk gerir þá dáist ég að henni fyrir að hafa fundið markað fyrir hana og efnast á því, jafnvel enn meira ef hún hefur ekki gert það á kostnað samneyslunar eins og svo margir gera......

EP

Nafnlaus sagði...

Gummi minn, take a chill pill...

Nafnlaus sagði...

Mér finnst skrýtið af þér og öðrum í umræðunni að stilla Bubba og Björk upp sem andstæðum pólum.

Bubbi var einfaldlega spurður af blaðamanni út í þessa tónleika og sagði sína skoðun. Bubbi er andvígur stóriðjustefnunni og ég efast um að það séu til íslenskir tónlistarmenn sem hafa skrifað fleiri texta um náttúruvernd en Bubbi. Það sem ég las úr þessu viðtali er að honum finnst aðrir hlutir meira knýjandi. Ég er ekki alveg sammála honum ég held að það hljóti að vera hægt berjast fyrir fleiri en einum hlut í einu. Það er alltaf nauðsynlegt að huga að náttúruvernd, sérstaklega á svokölluðum krepputímum þegar auðveldara er að knýja svona framkvæmdir í gegn og mér fannst flott hjá Björk og Sigurrós að halda þessa tónleika. Alveg eins og mér fannst flott hjá Bubba að styðja dyggilega við baráttu Ómars Ragnarssonar gegn Kárahnjúkavirkjun. Mér finnst Bubbi þarna í smá mótsögn við sjálfan sig og svo sem ekki í fyrsta skiptið. En hinsvegar held ég að hann hafi hitt einn nagla á höfuðið þegar hann talar um landsbyggðina, fólkið þar verður að hafa atvinnu. Er það ekki umhverfisslys í sjálfu sér að flottustu húsin í hverju plássinu á fætur öðru séu keypt upp á slikk af ríku fólki fyrir sunnan og bæjirnir breytast smátt og smátt í draugaþorp? En það er ekki þar með sagt að álver sé lausnin enda telur Bubbi svo ekki vera en hann var að benda þar aðstæður sem margt fólk út á landi býr við.

En það er algjör óþarfi að vera svona hörundsár og halda að Bubbi sé að hnýta sérstaklega í Björk eða Sigurrós. Ég hef verið aðdáandi Bubba í mörg ár og fylgst all vel með kallinum og aldrei hef ég séð eða heyrt hann hæðast að textum Bjarkar. Þvert á móti hefur hann nokkrum sinnum tekið fram hvað honum fannst flott hjá bæði Sykurmolunum og svo Björk að íslenska textana fyrir Íslendinga. Hinsvegar man ég eftir að hann hafi sagt að honum finndust textar Bjarkar ekkert sérstakir. Það er ekki að hæðast að heldur að segja sína skoðun og varla er það goðgá?

Mér finnst ótrúlegt skítkastið sem Bubbi fær á sig úr þessari átt. Kannski er það af því að menn skynja að hann hefur eitthvað sem aðrir hafa ekki?

Kv. Orri