mánudagur, 28. júlí 2008

Maríu nauðgað

Ég fattaði það ekki fyrr en nú í kvöld eftir að hafa hlustað á Kastljósið, að ég hef ekki skilið textann snjalla um ferð Maríu Mörkina rétt.

Troddu þér nú í tjaldið hjá mér
Síðan ætl´ég að sofa hjá þér
María María María María

Þetta sungum við öll á leið í Mörkina hér í á árum áður þegar við skelltum okkur á ball um í Húsadalnum Savannatríónu um Verzlunarmannahelgina með kók í flösku og Sjenever í beltinu.

Ég sem hélt að við hefðum verið á venjulegu kvennafari og stelpurnar að spila með okkur líka og öll sungum við um Maríu. Alla vega var grunnur margra velheppnaðra hjónabanda lagður í Mörkinni.

Barátta gegn óafsakanlegu og einstaklega ógeðfelldu hátterni ungra manna gagnvart bjargarlausum stúlkum á útihátíðum á fullan rétt á sér.

En er Baggalútur ekki bara vindmylla? Er ekki betra að beina spjótunum annað?

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góður. Feministar eru enn eina ferðina að skjóta sjálfa sig í löppina. Virðist sem vísitala greindar innan þessara samtaka sé eitthvað ábótavant.

María J.

Nafnlaus sagði...

ég er feministi fram í fingurgóma og er sannarlega á móti öllu ofbeldi í hvaða klæðum sem það klæðist.En ef það á að drepa alla kímni, setja takmörk á tjáningagleðina, þá segi ég pass.Baggalútur hefur kitlað hláturtaugar mínar og fjölskyldu minnar og megi þeir gera það áfram.
Tóta H.

Nafnlaus sagði...

feministar eru svosem fínasta fólk en þegar einhverjir svokallaðir fulltrúar þeirra koma með svona fíflalegar tengingar sem gæti ekki verið fjærri veruleikanum. mér finnst að menn eigi nú aðeins að hugsa sig um áður en að fara í einhverjar ásakanir.
það er talað um að feministar séu með neikvæða ímynd og þá mætti halda að fólk væri aðeins varkárara áður en það fer að skemma það litla sem eftir er af orðspori feminista hér á landi.

Nafnlaus sagði...

Það er með feminista að þeir fara oft offörum gagnvart mönnum og málefnum.
Og víst er um það að ástin er hreint undursamleg,sem kviknar á útihátíðum og ekkert sem toppar það.
En ég veit að sannir karlmenn fyrirlíta nauðgara og en hafa gaman af ljúfum kynnum við "veikara kynið"og sækjast mjög í félagskap kvenna sem með glettnu brosi og góðri nærveru með angan engri lík gera tilveruna bjartari ,bara toppur á tilverunni.

Nafnlaus sagði...

Það sem er verið að segja í þessum texta Baggalúts er að íslenskir karlmenn séu svo lélegir að það sé sénslaust fyrir þá að ná sér í konu nema bæði séu sauðdrukkin. Hvers eiga íslenskir karlmenn að gjalda að verða fyrir svona árásum frá kynbræðrum sínum?

Nafnlaus sagði...

Það fara alltaf allir af hjöronum ef Feministar opna munninn og gæti verið að þeir hafi eitthvað sjálfir með það að gera. Engu að síður er verið að vekja máls á einhverju jafn ógeðslegasta sem tíðkast í okkar samfélagi og eins og Bragi baggalútur sagði í gær í sjónvarpinu, þá eru þeir "að lýsa ástandinu" þessvegna sé ég ekki betur en verið sé að nálgast sama hlutinn út frá mismunandi sjónarhornum. Enginn ætlar sér aað að nauðga neinum en það bara endar einum of oft í því þegar allir eru pissandi fullir og vitlausir á þessum útihátíðum. Textinn er góður hjá Braga og málstaðurinn hjá Hjálmari og félögum er líka góður. Úgg!

Unknown sagði...

Er þettað ekki bara svipað og með annað, ef fólk talar um útlendinga þá eru menn rasistar, ef þú talar um trúmál þá er viðkomandi trúleysingi. Held að við ættum að fara varlega í að dæma allt sem sagt er og gera mönnum upp skoðanir. Þið sjáið hvað hefur verið hlutskifti þeirra sem hafa tjáð sig um múahemstrú.
Kveðja
Simmi