föstudagur, 11. júlí 2008

Guðmundur og Kastljósið

Allir stjórnarmenn og framkvæmdastjórar fá senda dagskrá funda, sama gildir um fundargerðir. Af hverju á Guðmundur einn að skila þeim. Hvað með fyrri stjórnarmenn?

Borgarstjórnarmenn, fréttastofa stjónvarps, Kastljóssins hafa orðið sér til skammar undanfarna daga.

Það kom glögglega fram í Kastljósinu í kvöld að Sigmar skilur ekki upp eða niður í þessu máli og er fullkomlega blindaður af því sem pólitíkusar hafa sagt honum og varð sér til minnkunar. Leitt því þetta er fínn gaur.

Ef t.d. Sigmari væri fyrirvaralaust sagt upp hjá RÚV, myndi hann (og fá fulla aðstoð síns stéttarfélags) halda óbreyttum kjörum út uppsagnartíma. Ef það væri t.d. hluti af hans kjörum að fá Möve hjól til eigin afnota ætti hann að halda því út uppsagnartímann.

Engin myndi rukka hann um fundarboð eða fundargerðir sem hann héldi saman um fundi á dagskrárdeild, jafnvel þó hann hefði haldið þeim saman á vinnustað í stórum möppum og tæki möppurnar með sér þegar hann hætti, eða væri sagt upp.

Enn einu sinnu lætur fréttastofa sjónvarps allra landsmanna og Kastljósið pólitíkina blinda sig fullkomlega. Af hverju snýr Kastljósið sér ekki alfarið að tónlistarkynningum, hvar málverkasýningar eru haldnar og hver séu bestu kaffihúsin.

15 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er ekki mergurinn sá að þarna eru mikilvægar viðskiptaupplýsingar og ýmsis tæknileg verðmæti ?
Fundargerðir eru svona yfirleitt ekki annað en minnispúnktar og léttvægar sem verðmæti sem slíkar.
Allavega yfirstjórn Orkuveitunnar okkar leit málið alvarlegum augum.
Það er fullkomlega óeðlilegt að fv starfsmaður hirði með sér verðmæti þegar hann yfirgefur fyrirtækið.

Nafnlaus sagði...

Hvað veist þú um hvaða gögn hann er með? Ég efast um að fólk sem veit að að Guðmundur er að fara að starfa áfram í málaflokknum hafi áhuga á því að hann taki með sér gögn sem hægt er að nota í samkeppni við OR síðar.
Ég veit ekki til þess að fólk fái að taka með sér gögn úr vinnunni þegar það hættir. Bendi á mörg mál þar sem að menn hafa orðið að skila gögnum sem þeir hafa afritað af tölvu og fleiru. Þannig er t.d. yfirleitt lokað samstundis fyrir aðgang þeirra að tölvukerfum.
Og mér finnst þú sem verkalýðsleiðtogi ættir að tala varlega um jeppan hans. Finst þér þá t.d. að Rafvirkjar sem hafa afnot af bíl í vinnunni ættu að fá að hafa hann út uppsagnarfrest ef þeir eru ekki látnir vinna hann. Finnst ekkert eðlilegt við það. Eða að þeir eigi að hafa síma fyrirtækisins áfram út uppsagnarfrest/starfslokasamnings.
Finnst að svona forréttindi forstjóra eigi ekki að vega neitt meira en kjör annarra sem er gert að láta af störfum

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur

Það er mjög áhugavert að heyra álit þitt á þessu máli, þar sem þú ert reyndur maður maður úr verkalýðsmálunum. Það er nefnilega einmitt þetta með vinnubílinn sem hefur vakið athygli mína.

Þú segir að ef Sigmari væri tryggður aðgangur að Möve-hjóli ætti hann að halda þeim aðgangi út uppsagnartímann. - Er það svo augljóst?

Nú er ég einn af trúnaðarmönnum Starfsmannafélags Reykjavíkur hjá Orkuveitunni. Meðal þess sem við fáum inn á borð hjá okkur eru einmitt réttindamál starfsmanna sem eru í veikindaleyfum, fæðingarorlofi eða á uppsagnarfresti.

Það sem hefur verið verið praktíserað hjá Orkuveitunni varðandi bílastyrki er það að starfsmenn - t.d. í orlofi vegna veikinda eða barnsfæðinga - hafa EKKI haldið bílastyrk. Túlkun fyrirtækisins hefur verið sú að bílastyrkur sé EKKI hluti af launakjörum heldur hangi saman við raunverulega notkun bifreiðarinnar í atvinnuskyni. Ergo: Sá sem ekki er við vinnu - hann fær ekki bílastyrk.

Þessi túlkun er í samræmi við túlkun skattayfirvalda, enda er bílastyrkur ekki skattlagður á sama hátt og vinnulaun.

Við í Starfsmannafélagi Rvíkur höfum ekki gert athugasemd við þessa túlkun. Það væri því mjög áhugavert að heyra þína afstöðu til málsins. Eigum við kannski að líta á bílastyrk sem hluta af launakjörum og krefjast þess að hann haldi sér í orlofi eða á uppsagnartíma?

Ef hins vegar litið er á frjáls einkaafnot af bíl í eigu fyrirtækisins sem hluta af launakjörum, þá er jafnljóst að líta ber á þau fríðindi sem hluta af launum og telja fram á þann hátt. Hafi min gamli yfirmaður talið afnotin af jeppabifreið Orkuveitunnar með þeim hætti, er hans staða líklega talsvert önnur en ef hann hefur bara litið á þetta eins og hvern annan bílastyrk.

Með ósk um greið svör.

Kv,
Stefán Pálsson

Nafnlaus sagði...

ÉG efast um að það hefði verið tekið á Guðmundi á lagernum hjá OR með einhverjum silkihönskum og bréfaskriftum ef hann hefði á brott með sér gögn frá OR í óleyfi.

Hann hefði einfaldlega verið kærður.

Nafnlaus sagði...

Sælir,

Ég tek undir með Guðmundi. Nú veit ég ekki hvernig samningur GÞ hljómar en EF hann inniheldur það að hluti af samningsbundnum kjörum hans sé bíll þá hlýtur það að hafa sama uppsagnarfrest og aðrir hlutar samningsins nema að annað sé sérstaklega tekið fram. Það sama á t.d. við um síma að ef hann er TILGREINDUR Í RÁÐNINGARSAMNINGI þá hlýtur hann að hafa sama uppsagnarfrest og restin af samningnum nema að annað sé sérstaklega tekið fram.

Í ráðningarsamningum almennra starfsmanna eins og mín og Stefáns er ekki kveðið á um farsíma, bíla o.þ.h. Þetta eru einungis búnaður sem við fáum eins og skrifborð, stóll og tölva sé talin þörf á því til að við getum unnið okkar starf. Þar gildir því ekki ofangreindur uppsagnarfrestur þar sem þetta er ekki tilgreint í ráðningarsamningnum.


AKSTUR VS. BÍLL
Almennar akstursgreiðslur og bílar sem menn hafa til eigin afnota er ekki það sama.

Þegar starfsmaður hefur bíl til umráða frá fyrirtækinu þá greiðir hann skatt af þeim hlunnindum eins og öðrum tekjum í samræmi við reglur Ríkisskattstjóra. Ríkisskattstjóri virðist því meðhöndla það að einhver hafi bíl til umráða í sínum frítíma sem hreinar tekjur, svokölluð hlunnindi.

Akstursgreiðslur eru hins vegar endurgreiðsla á kostnaði við það að starfsmaður notar EIGIN BÍL Í ÞÁGU FYRIRTÆKISINS. Í skattaskýrslu skráir maður síðan kostnaðinn af bílnum og er hann dreginn frá þegar þetta er gefið upp til skatts. Það er því grundvallarmunur á þessu tvennu.

GÖGNIN
Almenna reglan er sú að starfsfólk sem hættir störfum hjá fyrirtækjum tekur ekki með sér gögn úr húsi.

Sé það rétt að um sé að ræða þau gögn sem dreift hefur verið til fundarmanna fyrir stjórnarfundi þá vakna spurningar.

Þegar kjörnir stjórnarmenn hafa hætt störfum þá hafa þeir ekki verið beðnir að skila þessum gögnum. Þau hafa ekki verið talin slíkt leyndarmál að þörf sé á því. Ásta Þorleifsdóttir sagði að það væri grundvallarmunur milli kjörinna stjórnarmannanna og starfsmanna að þessu leyti. Ég get ekki séð þann mun. Ef þetta eru viðkvæmar viðskiptaupplýsingar hví skyldu þær þá mega geymast uppi í skáp hjá tugum pólitíkusa út um allan bæ sem löngu eru hættir að starfa fyrir OR en ekki hjá Guðmundi Þóroddssyni.


Þetta er allt hið einkennilegasta mál og þá sérstaklega að því skyldi vera lekið í fjölmiðla um leið og GÞ fékk afhent bréfið. Eykur ekki trúverðugleika stjórnarinnar, hvorki innan fyrirtækisins né utan, sem þó þurfti verulega á því að halda.

Nafnlaus sagði...

Einkennilegt að starfsmaður Orkuveitunnar svarar hér sem fulltrúi hennar Hefur hann umboð ? hverjir eru hans hagsmunir ?

hefur það komið fram að þessi gögn sem fv starfsmaður hefur hirt með sér séu gögn sem dreift hefur verið út um borg og bæ ? Til stjórnarmanna og þ,h. ? Nákvæm tæknileg gögn og útfærð viðskiptamál eru tæplega sett í almenna dreifingu meðal stjórnamanna.

Nafnlaus sagði...

Allir skítugir upp fyrir haus í þessu máli.ÞAÐ VANTAR alvöru skúrk í málið.Nú á helst að afhausa Guðmund. Ég er nokkuð viss um að hann veit um það bil allt sem "var" að gerast í fyrirtækinu. Kannski er stuldur að muna það allt saman.

Annars vona ég að fulltrúar flokkanna í borgarstjórn (+að minnsta kosti 2 varamenn hjá þeim öllum) fái útrýmingu af listum fyrir næstu kosningar, það gildir jafnt um sjallana, samfó og róttæklinagana og hana nú!

Nafnlaus sagði...

Í upptalningu þinni Guðmundur vantaði svo allt tilfinningaklámið, og tárin osfrv. Það þarf að hreinsa til meðal kastljósmanna og kvenna, þar eru of mörg meðalljón og oft á endanum pör :)

Nafnlaus sagði...

Svo að Sigmar er fínn gaur? Hvað hefur það a gera með eitt eða neitt. Sigmar eða þeir sem stjórna honum hafa snúið Kastljósinu upp í pólitískt tæki sem vinnur undiróðurstarfsemi í íslensku þjóðfélagi. Kv. Ingimundur Kjarval

Nafnlaus sagði...

Gleymið því ekki að í þessum skjölum er ÖLL sagan um REY og allt tengt því máli sem og öðrum málum OR. Með því að taka þessi skjöl er maðurinn með sjálfstæðisflokkinn í vasanum. Þarna kemur allt fram - hver sagði hvað og hver fyrirskipaði hvað og hvernig. Hvernig sjálfstæðismenn ætluðu að stela allri þekkingu OR og gefa "sínum" til einkaafnota næstu 20 árin.
Sjálfstæðismenn mega fara að biðja fyrir sér.

Nafnlaus sagði...

Þessar fundargerðir eru ekkert hans persónulega eign og hann hefur ekkert með þessar upplýsingar að gera eða hvað.
Hann hefði kannski átt að taka með sér ljósritunarvélina og kannski slatta af prenthylkjum á leiðinni úr húsi.
Varðandi kastljósið þá er alveg fyllilega skiljanlegt að fjalla um málið enda er það í deiglunni.

Nafnlaus sagði...

Sævar, ég er ekki fulltrúi OR á nokkurn hátt í þessu máli og þarf því ekkert umboð til eins né neins. Hef einungis þær upplýsingar sem komið hafa fram í fjölmiðlum um málið. Var einungis að skýra mína eigin skoðun á þessu máli svo það sé alveg á hreinu.

Nafnlaus sagði...

Hvað sem öðru líður er gott að losna við mann úr ábyrgðarstöðu sem borgarbúar treysta tæplega. Ekki borgarbúar fremur en aðrir eigendur OR.

Kettinum var hvolft úr rjómadallinum.

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Gott og vel það má vel vera að best sé að losna við þennan stjórnanda fyrirtækisins, sem borgarbúar treysta víst ekki lengur. Hvað þá um pólikússana, sem krefjast þess, þar held ég að traustið sé enn minna, jafnvel ekkert. Annars einkennast samskipi allra á pirringi og heift ... enda vita menn og konur að þeir eru sumir hverjir á síðustu metrunum.

Og Tarzan öskur Svandísar Svavars út í jeppann var bara fyndinn. Hef unnið hjá Reykjavík, þar eru allir(margir) sem fá mannaforráð smákóngar, og telja sig eiga vinnustaðinn, ss leikskóla eða frístundaheimili.

Vona að 8 af hverju´m tiu borgarfulltrúum og "mest áberandi" varaborgarfulltrúm" verði hafnað.

HAHAHA Sú sem fór í fýlu síðast og hætti í flokknum með látum (grasrótin í flokknnum) og var helst andstæðingur´Björns Inga, og hafði önverðar skoðanir á flestu sem hann hafði að segja. Jamm Hún ANNA KRISTINSDóttir er komin (og það til að vera, lifir mig!) Ráðin af meirihluta sjalla og borgó. Ohh hvað eg elska hvað Borgin er alltaf heppilega fagleg.

kv.

Nafnlaus sagði...

Rétt. Rökstuðninginn við ráðningu Önnu Kristinsdóttur vantar. Orðagjálfur er látið duga. tómt bla bla.

Borgarstjórn Reykjavíkur er maðksmogin.