Hún var einkennileg fréttin í kvöld með Illuga, svo ekki sé nú meira sagt. Hann sagði m.a. að menn ættu að hætta að hugsa um þá skyndilausn að ganga í ESB og snéru sér að því að leysa efnahagsvandann. Með þessu væru menn að koma sér undan því að horfast í augu við vandann. Síðan bætti hann við að Sjálfstæðismenn hefðu alltaf viljað tala um ESB og innan flokksins hefði farið fram mikil umræða um ESB. Ja hérna.
Síðan um áramót hefur þjóðin beðið eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn tækist á við efnahagsvandann. Ekkert hefur gerst, utan þess að í vor var samþykkt að afla heimildar til þess að taka 500 milljarða lán. Þrátt fyrir það hefur ekkert gerst. Ráðherrar hafa hrósað sér og sagst hafa unnið sigra með því að gera ekki neitt og hafi sparað ríkissjóð mikil útgjöld. En við blasir algjört úræðaleysi.
Á sama tíma hafa fyrirtækin verið að verzlast upp, töluverðum fjölda launamanna hefur verið sagt upp og það stefnir í enn meira óáran á vinnumarkaði. Þetta háttalag þeirra sem fara með efnahagsstjórnina hefur verið gagnrýnt af sérfræðingum og þeir hafa bent á að þar hafi ríkisstjórninni orðið á alvarleg mistök.
Það liggur fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur farið með efnahagstjórnina í allmörg ár hafi orðið á umtalsverð og alvarleg mistök. Hann hafi einnig virt að vettugi aðvaranir hagdeilda atvinnulifsins. Þetta hefur komið fram hjá allmörgum sérfræðingum um efnahagsmál.
Það liggur fyrir að innganga í ESB er ekki möguleg fyrr en búið er að taka umtalsvert til í efnahagsmálum. Ég hef ekki heyrt nokkurn af þeim sem hafa fjallað um ESB tala um að okkur standi það til boða.
Það liggur fyrir að fyrirtækin í landinu ásamt umtalsverðum fjölda launamanna vilja hefja þennan undirbúning, þar sem ekki sé hægt að búa við þá efnahagsóstjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn viðheldur.
Innlegg Illuga í kvöld er því gjörsamlega úr takt við allt sem fram hefur farið í umræðu um þennan vanda, rakalaust bull. Illugi er með þessu að reyna að draga athyglina frá því fullkomna ráðaleysi sem ríkir á stjórnarheimilinu í efnahagsmálum.
6 ummæli:
Magnað að mæra snillinginn Einar Odd heitinn, og svo í næsta bloggi þá drullaru yfir tengdason hans.
Smart.
Skil nú ekki hvað fyrri athugasemdin á þýða. Tók einmitt eftir þessu í fréttunum áðan. Hvað var Illugi að fara? Af hverju talar hann í aðra röndina um að ekki eigi að tala um ESB á meðan ástandið í efnahagsmálum er eins og það er, en síðan talar hann um nauðsyn á djúpri skoðun á kostum og göllum við hugsanlega inngöngu í ESB. Skil ekki af hverju að undirbúningur/skoðun á hugsanlegri inngöngu í ESB ætti að trufla menn í að takast á við efnahagsástandið.
Held að Illugi sé eins og fleiri Sjálfstæðismenn að reyna að slá umræðu um aðild á ESB á frest.
Ef við byrjum ekki fljótlega að skoða þetta fyrir alvöru þá dregst þetta bara á langinn. Við getum ekki verið svo takmörkuð að við getum ekki gert hvoru tveggja á sama tíma
uss uss, förum í einhverja lægð í peningalægðum og missum okkur í evrudæmi.held við getum alveg séð um okkur sjálf án þess að drullast í esb.því ekki bara að sameinast kananum, eða bara vera við sjálf og láta þetta vandamál ganga yfir og verða hamingjusöm aftur og elska okkar krónu
Ég vorkenni Sjálfstæðisflokknum svolítið og almennt öllum sem treystu því að einstaklingar myndu ekki nýta sér tækifærið til sjálfsauðgunar þegar það gæfist.
Ég skil líka hvers vegna stjórn Íslands vill ekki vaða af stað með ákvarðanir, USA og EU eru í sömu stöðu. Brölt á Íslandi myndi bara tímabundið breyta innanlands einhverju, en ekki gagnvart erlendum fjárfestingum.
Bankarnir sem voru einu sinni Ríkisbankar gætu hugsanlega tekið þá ákvörðun að þeir myndu ekki láta viðskiptavini sína taka á sig vandamálið... en það er sennilega of hugrökk ákvörðun til að neinn sem er á prósentum af hagnaði taki á sig.
Í ljósi þess hvað krónan kostar meðalíslendinginn er augljóst að við verðum að losna við hana. Það er hægt að kalla ESB margt en varla skyndilausn, það tekur mörg ár að komast þarna inn. Hins vegar er alveg rétt að það verður að gera eitthvað strax til að takast á við efnahagsvandann. Í því samhengi hefur verið bent á að það eitt að lýsa því yfir að Ísland ætli að sækja um aðild að ESB myndi auga stöðugleika og traust á íslenskum fjármálamarkaði. Það er s.s. ekki eitt orð af viti í því sem Illugi sagði. Ekki eitt!
Ég rek millistórt fyrirtæki og við eigum í viðskiptum við útlönd og erum með lán á Íslandi.
Við erum með tekjur í ISK og Evrum og útgjöld í sömu gjaldmiðum. Reksturinn búinn að vera að skila svona 5% af veltu, en nú eru sveiflur innan dagsins og kostnaðurinn við krónuna (ef einhverja peninga er að hafa) að þurka upp allt.
Illugi á að skammast sín. Hann getur ef til vill bara beðið þar til honum henntar, ekki víst að fyrirtækin og starsmenn þeirra hafi þol á sömu bið eða búið við hans atvinnuöryggi. Þetta er ekki einu sinni líðskrum, þetta virðist snúast um halda haus fyrir að hafa stutt ranga stefnu.
Í gengismálum í dag fara algerlega saman hagsmnir fyrirtækja, launþega og neytenda. Einangrun þessara pólitísku skoðana þeirra sem ferðinni ráða - gera bara ekkert og sjá hvort þetta lagast ekki að sjálfu sér, er alger.
Þetta er nákvæmlega tíminn til aðgerða og opna leiðir og taka síðan afstöðu til þerra kosta sem bjóðast.
Hvaða hagsmuni er Illugi að verja??
Skrifa ummæli