mánudagur, 21. júlí 2008

Lágkúra Egils

Björk hélt ásamt Sigurrós tónleika þar sem lögð var áhersla á að það nýta mætti íslenska orku til annarra hluta en stóriðju og álvera. Hún margtók fram í viðtölum að hún væri ekki að berjast gegn virkjunum hún vissi að það væri nauðsynlegt að virkja til þess að byggja upp atvinnulíf, en þar mætti fara varlegar fram og henni fyndist álver skemma ímynd landsins. Hún lagði á það áherslu að bæta mætti og lagfæra aðgang að náttúruperlum.

Björk hefur alltaf lagt sérstaklega áherslu á að kynna Ísland sérstæða náttúru landsins. Forsvarsmenn í landkynningarmálum hafa ítrekað fullyrt innlegg Bjarkar í þeim málum samsvara margra milljarðra auglýsingaherferð. Hún hefur gefið mörgum tónlistamönnum tækifæri bæði með því að taka þá með sér í tónleikaferðir, eins og t.d. hinar 10 brassstelpur og svo strengjasveitnina um árið. Auk þess þá hefur hún styrkt marga íslenska listamenn.

Árni Johnsen ásamt nokkurm öðrum hægri stjórnmálamönnum fannst þetta tilefni til þess að hnýta í Björk og þeir halda áfram að stíga fram á sjónarsviðið nú Bubbi og Silfur-Egill. Björk svaraði Árna ágætlega, ummæli Bubba voru venjubundinn. Hann einn íslenskra tónlistamanna telur sig vera á þeim stall að geta talað niður til annarra. Bubbi hefur haldið marga tónleika sem hann hefur helga ýmsum málefnuma og engin hefur gert athugasemdir við það. Bubbi hefur hæðst af textum í lögum Bjarkar, en Björk hefur aldrei sagt neitt til lasta um hann eða hans tónlist.

Hvað er það sem heimilar Bubba og tala niður til annarra tónlistarmanna með þeim hætti sem hann gerir? Hvað er það sem heimilar Bubba að fara og húðskamma dagskrárgerðarmenn vilji þeir ekki spila lögin hans?

En það lægsta og óvæntasta sem ég hef séð í þessu er innlegg Silfur-Egils. Pistill hans er ómerkileg klisjufroða og hann færir sig svo neðar í ummælum með pistlinum og bætir svo um með útúrsnúningapistil. Þetta er svo langt fyrir neðan það sem maður átti von frá Agli. Björk náði saman 40 þús. manns , en Egill segir að engin vilji hlusta á Björk bara Bubba!! Hvað hafa verið margir á tónleikum Bubba. Hvað hafa verið margir á tónleikum Sigurrósar?

Við eru allnokkur sem fílum ekki Bubba, en það gefur okkur ekki neinn rétt til þess að fara fram og tala niður til hans og gera lítið úr tónlist hans. Bubbi gerir vitanleg sína texta og tónlist eins hans telur best hverju sinni. Það gera aðrir tónlistamenn líka.

Hvað er það sem gefur manni heimild að segja að ein tónlist sé góð og önnur vond. Er sú tónlist sem Buggi og félagi hans Egill fíla sú eina rétta og sú sem við hin eigum bara að hlusta á? Eru þeir ásamt nokkrum hægri mönnum handhafar sannleikans?

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er þér svo innilega sammála, þ.e. öllum pistlinum frá upphafi til enda.
Takk fyrir mig

Nafnlaus sagði...

Er ekki stelpan fær um að verja sig sjálf. Af hverju er pabbi alltaf að vernda hana ?

Nafnlaus sagði...

Sko Guðmundur ÉG er EINI handhafi sannleikans.

Svo virðist vera, að allir sem bölsótast út í hvaðeina, séu EINU handhafar SANNLEIKANS.

Mér þótti gaman að SigurRós fyrst en nú er þetta orðið mærðarlegt væl hjá þeim AÐ MÍNU MATI.

Skoðanir eru akkurat það,--skoðanir.

Ég verð ekkert kvekktur, þó menn kalli mig öllum ónefnum vegna skoðana minna.

ÉG hef fengið allmargar yfirhalningarnar frá fólki sem litið hefur á skoðanir mínar, sem skelfingu og óhugnað, AÐ ÞIERRA MATI.

Mat manna liggur mér í afar léttu rúmi, enda veit ég það fyrir víst, að þó svo ég belgi mig upp í vandlætingu breyti ég í hverfandi tilfellum SKOÐUN einhvers, ætla mér aðeins að koma inn nýjum vinklum á viðfangsefnið en ekki breyta nokkrum sköpuðum hlut.

Sjáðu bara liðið, sem hefur krafist að hvaðeina sé sett á ,,Háskólastig" nú ber þetta lið sér á brjóst og horfir niður eftir nefi sínu, á Iðnaðarmenn, jafnvel listamenn á sínu sviði en þeir eru ekki á ,,Háskólastiginu".

´*Eg ehf hlustað á fólk tala svo niður til hóps sem var að skoða Alþingishúsið og töldu, ða þar innanum leyndust nú ekki ,,Háskólamenntaðar konur" (þetta var Kvenfélagsferð)

Viðkomandi þingmaður var að lóðsa konurnar um nefndir og hittu þar fyrir konu, sem sagði á þá leið, að það væri nú ekki nema von að konurnar sskildu ekki hvað þingmenn væru að segja og hvað gerðist í nefndum, enda ekki nema von, ,,jafnvel hámenntaða fólk eins og ég" skiljum stundum ekki til hlýtar, hvað menn eru að fara"

Nei minn kæri Guðmundr hrokinn kemur sjaldnar úr hægri áttinni, hú á óðul á vinstri kantinum þar sem allir eru jafnir, nema sumir eru JAFNARI en aðrir".

Takk fyrir list dóttur þinnar, mér finnst hún á köflum góð. brautryðjandi EN er ekki sammála þ´vi að ekki skuli framleitt til framfærslu okkar þjóðar.

Með virðingu

Bjarni Kjartansson
Miðbæjaríhald

Nafnlaus sagði...

Palli, hvað finnst þér að því að Guðmundur beri skjöld fyrir Björk? Hvað er óeðlilegt við það að þú bregðist við þegar fjölskylda þín er áreytt? Mér finnst einmitt svo mannlegt og fallegt þegar ég les þessa pistla Guðmundar - það getur verið að Björk sé meiri stjarna en við flest gerum okkur grein fyrir - en fyrir honum er hún samt fyrst og fremst dóttir hans og óskaplega fallegt að sjá þessa mjúku hlið á verkalýðsjaxlinum sjálfum.

thorsteinni sagði...

Það væri ekki hægt að vera meira sammála en þessum pistli hjá þér Guðmundur

Nafnlaus sagði...

Mjög ómálefnalegt hjá þeim báðum, en maður er löngu orðinn vanur því frá Bubba og Agli.

Dúddi dind sagði...

Guðmundur,
Mikið er ég sammála því sem þú skrifar hér að ofan. Eins og mælt úr mínum munni bara betra. Loksins einhver sem talar gegn froðusnakkinu sem er að tröllríða öllu. Endalausar innihaldslausar klisjur í umræðunni. Púff!!!

Haltu áfram! Það er skortur á pennum eins og þér. :)

Nafnlaus sagði...

Þvílíkt eru menn hörundssárir á þessu skeri... sama hvað þeir heita, Bubbi, björk eða gummi...


En gefur manni gleði...

NL

Jón Grétar sagði...

Mér fannst einhvern vegin sem Egill væri meira að mæra Björk en skamma. Hann segir að Björk sé ekki working class og seinna tengir hann hægriöfgamenn við alþýðufólk (sem er að sumu leiti rétt hjá honum). Hann virðist því vera að segja að Björk sé ekki hægriöfgakona. Kannski var þetta bara óvart hjá honum...

Unknown sagði...

Helga mín. Ef einhver annar væri að svara fyrir mig, ef á mig væri ráðist, mundi ég móðgast. Ég veit heldur ekki betur en Björk sé með menn á launum til að vera hennar málsvarar.
Æji, kannski er ég bara pirraður á þessum stjörnustælum öllum. Og ekki kann ég að meta vælið í stelpunni.