mánudagur, 14. júlí 2008

Gatan er stundum grýtt


Hún getur stundum verið grýtt leiðin upp, en það næst ef við erum samtaka og ákveðin. Við sonur minn hjóluðum Síldargötur úr Hvalfirði yfir Skorradal.

Ég skil útspil Björns í gær þannig að hann sé að reyna að trufla þá umræðu sem er í gangi, það er svo sem ekki langt síðan hann hefur gert það. Björn er ásamt forystu Sjálfstæðisflokksins að víkja sér undan því að ræða þau mál sem eru á dagskrá.

Í því sambandi má minna í innlegg Illuga á síðustu viku. Reyksprengjur Birgis. Óheppilegt innlegg Sigurður Kára. Horngrýtis kjaftæði Árna Johsen. Offramboð af evrópuskoðunum Einars. Dónalegar spurningar forsætisráðherra. Þannig má rifja upp hreint út sagt ótrúlegan ruglingsmálflutning sjálfstæðismanna síðustu ár. Það er bara ekki heil brú í honum.

Máið er einfalt og búið vera það mjög lengi. Alltaf lengi, en við völd sitja menn sem geta ekki viðurkennt þau skelfilegu mistök sem þeim hafa orðið á í efnahagsstjórninni og axla ábyrgð á gjörðum sínum.

Lausnir dagsins í dag :
· Efnhagsstefna undanfarinna ára. Þau mistök sem hafa verið gerð og hvað þarf að leiðrétta.
· Efnhagsleg staða fyrirtækja og heimila í dag. Hvað er til úræða?
· Hvers vegna gerir ríkisstjórnin ekkert? Hún er að vinna feykileg skemmdarverk með því að gera ekkert. Sparar reyndar ríkisjóð fjármuni, en með því er ríkisstjórnin að leggja miklar og óþarfa byrðar á heimilin og fyrirtækin.

Lausnir til langframa :
· Hvað þarf að gera til þess að við þurfum ekki reglulega að upplifa rússibanaferðir krónunnar?
· Hvernig getum við tryggt svipað dagvörverð og er í nágrannalöndum okkar. Svipaða verðbólgu og svipaða vexti.

Engin ummæli: