mánudagur, 7. júlí 2008

Viskí og gæsavarp

Það er vart annað en hægt að draga þá niðurstöðu að markviss umfjöllun í bloggheimum um ESB og evruna sé að skila sér, sé litið til greina sem eru birtar í prentmiðlum undanfarna daga. Hópur innan Sjálfstæðisflokksins er greinilega búinn að fá sig fullsaddan á einkennilegum yfirlýsingum þingmanna og ráðherra flokksins á undanförnum mánuðum. Nú eru þær orðnar vandræðalegar, svo ekki sé meira sagt, rakalaus útúrsnúningur. Nýleg ummæli Birgis Ármannssonar um reyksprengjur gera hann nánast afkáralegan.

---------------------

Hef verið latur við pistlagerð undanfarna daga. Sumarið og útiveran draga mann til sín og verður það svo næsta mánuðinn a.m.k. Hálendið er að opnast og dregur marga til sín. Mörgum hefur verið tíðrætt um gæsavarpið og uppistöðulón. Varp gæsanna hér á landi hefur vaxið á ákveðnum svæðum og því haldið fram að það sé vegna þess að hún hafði verið rekin til þess að flytja sig vegna framkvæmda Landsvirkjunar. En við ættum að líta til unnenda single-malt viskí í leit af sökudólgum frekar en á skrifstofum Landsvirkjunar. Ásókn í eðalviskí Skota hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár. Byggakrar Skota hafa af þeim orsökum vaxið umtalsvert og viðkoma gæsa þar af leiðandi mun meiri. Stærri stofn hefur síðan leitað sér að nýjum varpstöðum hér á landi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig er það Guðmundur ? Styður þú þá inngöngu Íslands í ESB ?
Værir þú til í að semja um nafnlaunalækkun þinna umbjóðenda þegar þar að kemur að við verðum ekki lengur samkeppnishæf eða horfa fram á yfir 10% atvinnuleysi ?
Ég held að þú sért fullmikið að blanda saman þinni samfylkingar- og vinsældarpólitík við hagsmuni umbjóðenda þinna.

Nafnlaus sagði...

hvernig er það nafnlaus, geturðu útskýrt þessa staðhæfingu um nafnlaunalækkun eða 10% atvinnuleysi og hvernig það tengist ESB ?

Ég á í erfiðleikum með að sjá tengslin þarna á milli, þar sem ég veit um rafiðnaðarmenn í ESB-löndum með hærri nafnlaun en eru hér.... og atvinnuleysi ekki mikið, sbr. frændur okkar á Norðurlöndum.

Gleymirðu ekki líka að kostnaður við að lifa er 20-30% hærri hér útaf vangefnum verðum íslenskra kaupmanna (sbr. okursíðu dr. Gunna) - og að kannski væri nafnverðslækkun þess virði (ef svo ólíklega vildi til)????

Ég bjó í DK lengi vel, með ca. 40% lægri laun en hér, og hafði það mjög gott, miklu léttara að t.d. reka ísskápinn, þótt rafmagn og kynding væri miklu dýrari en hér. Hugsaðu þér ef við hefðum sama verðlag og evrópa og ódýrt rafmagn/hita, hversu mikið draumaland þetta væri ;-)

Svo má að lokum bæta við að ég sé ekki tengsl þessarrar síðu við Rafiðnaðarsambandið. Kannski gleymdu þeir að setja lógóið á síðuna, eða kannski tengjast þeir EKKERT blogginu hér á eyjunni ?

kveðjur frá nafna þínum.

Guðmundur sagði...

Hann er hreint út sagt kostulegur málflutningur þeirra sem vilja ekki ræða frekari tengsl við Evrópulönd og eru kolfastir í órökstuddum klisjum.

Laun rafiðnaðarmanna á hinum norðurlandanna eru hærri en hér. Við erum reyndar með hærri heildarlaun, en skilum að jafnaði 46 stunda vinnuviku á meðan þeir liggja rétt ofan við 40 stundir.

Atvinnuástand rafiðnaðarmanna á hinum norðurlandanna er ef eitthvað er betra en hér, eða með öðrum orðum það vantar mannskap.

T.d eru um 2.000 rafiðnaðarmenn sem koma annrsstaðar frá en öðrum norðurlöndum þar að störfum að störfum.

Hér tala ég af nokkuð rótfastr iþekking þar sem ég hef verið formaður í Norræna rafiðnaðarsambandinu í 6 ár og setið í stjórn sambandsins síðan 1993.

Ég átta mig ekki á fullyrðingunni um samfylkingarvinsældapólitík mína.

Ég hef á þessari síðu skrifað fjölmarga pistla og nýtt þar gögn frá hagdeildum aðilavinnumarkaðsins auk nokkurra háskólaprófessora sem sýna fram á að hagur launamanna væri betur borgið innan ESB, en að búa við það sveiflukennda efnahagsóstand sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur búið þessari þjóð. Með gegndarlausri eignaupptöku hjá þeim sem minna mega sín og færslu til þeirra sem betur mega sín.

Talandi um þann flokk þá er það eini flokkurinn sem ég hef verið flokksbundinn í og sat reyndar í borgarstjórnarflokki hans eitt kjörtímabil. En svo kom að öfgakennd hægri stefna flokksins varð þannig að ég gat ekki stutt hana lengur og sagði farvel frans.