miðvikudagur, 5. ágúst 2009

Hetjur Villta vestursins

Ég hef nokkrum sinnum bent á að það sé með hreinum ólíkindum að hlusta á málflutning þingmanna og fyrrv. ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Þeir hamast þessa dagana við að koma fram þeirri söguskýringu að það séu núverandi stjórnvöld og svo nágrannar okkar á Norðurlöndum sem séu að koma okkur í vandræði. Þar sé að finna hina raunverulega óvini íslendinga.

Það er hreint út sagt ömurlegt að hlusta ábyrgðarlausan málflutning Ólöfu Norðdal þingmanns, konu sem stóð í miðju þenslunnar. Eða þá Bjarni Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Manns sem var í forsvari umsvifamikils fyrirtækis, sem eitthvað tengist þessari umræddi lánabók. Málflutning Björns Bjarnasonar eins af ráðherrunum sem sat við stýrið í gegnum allan aðdraganda hrunsins og stýrði fram af bjargbrúninni á fullri ferð og þrástagaðist á einhverjum einkennilegum ummælum sem gengu þvert á atburðarráðsina og hafnaði alfarið að horfast í augu við afleiðingarnar gjörða sinna.

Við munum svo vel málflutning hans og félaga það er Davíðs þáverandi seðlabankastjóra, þegar þeir lugu að þjóðinni um stöðuna og fóru í ferðir erlendis til þess að fara með rangindi um efnahagslega stöðu landsins, svo Icesave fengi eins mikið af sparifé erlends almennings og hægt væri. Almenningur þurfti að leggja í umfangsmikil mótmæli á götum úti til þess að koma þessu fólki frá völdum. Og þetta fólk taldi að með því værið verið beita því pólitískum afsóknum og mótmælin væri skrílslæti!!

Þetta fólk getur aldrei vikið sér undan því að það skapaði grundvöll Icesave og það getur ekki með sögufölsunum sniðgengið eigin ábyrgð. Það ásamt og embættismönnum sínum stefndu að því að gera Ísland alþjóðlegri viðskiptamiðstöð. Helsti hugsjónasmiður þeirra, Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnarmaður þessa hóps í Seðlabanka, rithöfundur og prófessor fékk stuðning þessa fólks til að rita endurgerða sögu síðustu aldar, sem sett var inn í alla grunnskóla landsins og gaf síðan út dæmalausa bók um hvernig Ísland gæti orðið ríkasta land í heimi. Þetta fólk setti lög í samræmi við þessa ætlan sína um alþjóðleg viðskiptafélög, sem áttu að greiða 5% skatt og vera undanþegin eignaskatti og stimpilgjaldi.

Þetta fólk skapaði hér „villta vesturs“ umhverfi og það var í sérstöku boði þess að íslenska fjármálakerfið hrundi. Þegar þetta fólk var við völd var ekkert gert til þess að grafast fyrir um hvað hefði orðið til þess að þetta ástand skapaðist. Það setti 3 gamla vini í að rannsaka hlutina og setti litlar 50 millj.kr til þess að standa straum af þeim kostnaði. Augljóst að ekki átti að finna orsakir.

Það var þetta fólk sem samtök launamanna þurfti að taka alvarlegan slag til við Kárahnjúka þess að koma í veg fyrir að það gæti innleitt „villta vesturs“ umhverfi á íslenskum vinnumarkaði. Það voru þingmenn úr þessum hóp sem fóru til Brussel og kröfðust þess að tekin væri hraðlest til lægstu kjara á íslenskum vinnumarkaði með því að hér ættu að gilda viðmiða lökustu kjarasamning Evrópu.

Það er þetta fólk sem hefur gert allt sem það getur til þess að leiða umræðu um úrbætur í efnhags- og peningamálum inn á villigötur og er ú raun með því að viðhalda gömlum atvinnuháttum með því að verja sérréttindi fárra í landbúnaði, fiskiðnaði og álverum, en kasta tæknifyrirtækjum fyrir borð.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fín og hnitmiðuð grein. Það liggur við að maður þurfi að láta víra neðrikjálkann við þann efri, til þess hreinlega að missa hann ekki í götuna þegar hinir vammlausu sjálfstæðismenn opna munninn.
Björn Ólafs -

Nafnlaus sagði...

Mikið rétt.
Mig langar þó að benda á annað sem mér finnst vera að drukkna í umræðunni (soldið óskylt):

Hvað finnst þér um Félaxmálaráðherra voran og yfirlýsingar hans?

Tvö nýleg (og heimskuleg) dæmi:

1) "það er bara besta mál að ungt vel menntað fólk flýr land - það kemur aftur reynslunni ríkara"... Afsakið, en sem vel menntaður ungur maður leyfi ég mér að fullyrða að ef maður drullar sér héðan með skömm - kemur maður ekki aftur (spyrjið bara t.d. læknanema erlendis).

2) "það verða engar niðurfellingar til heimilanna"... Þetta finnst mér vera skilaboð til mín og minnar kynslóðar: "Drullisti úr landi á meðan þið getið !!"

með kveðjum frá Heywood Jablome

Nafnlaus sagði...

Maður gæti grátið yfir því að fólk sem kýs þennan flokk skuli ekki opna augun og gera sér grein fyrir nákvæmlega þessu sem þú ert að segja í þessari grein. Ég hef verið að skrifa á eyjuna og reyna með því að leggja samviskupróf fyrir þá sem styðja Sjálfstæðisflokkinn. Þetta var próf í 15 atriði þar sem tekið var fram svik Sjálfstæðisflokksins við þjóð sína. Ég spurði svo hvernig venjulegt fólk gæti lagt lag sitt við slíkan óheiðarleika. Ég er núna bannaður á athugasemdarkerfi eyjunnar.

Kveðja
Valur B (áður Valsól)