Fer oft í laugar og hef gert mjög lengi. Syndi kannski ekki alltaf en tek þó stundum skorpur ef ég er latur við fjallgöngur eða skokkið. Heitu pottarnir eru fínir og helst vill maður hafa það rólegt þar.
En stundum koma spekingar sem vilja nota tækifærið til þess að koma á framfæri skoðunum sínum. Áberandi er hversu mikla áherslu þeir leggja á að það hafi ekki verið hægri mönnum að kenna hvernig efnahagsmál hafa þróast, það sé Samfylkingin sem sé sökudólgurinn. Síðan koma allskonar endursagnir á raunveruleikanum sem allar enda á fyrirframgefinni niðurstöðu.
Ef maður spyr; En voru það ekki Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn sem voru í stjórn þegar bankarnir voru seldir og settu sína menn til að stjórna Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu og afnámu bindiskylduna. Voru það ekki þeir ásamt Hannesi Hólmstein sem fóru um heiminn og hrósuðu sjálfum sér fyrir hið mikla íslenska efnahagsundur sem nú er komi í ljós að það var ekkert undur einungis Mattadorleikur og skuldapíramídar og byggt á ofsafenginni þenslu í skjóli eftirlits- og andvaraleysi þáverandi stjórnvalda og það hafi ekki getað endað öðruvísi. Það var undir þeirra stjórn sem bankarnir fengu að leiða hvern einstaklinginn af öðrum til efnahagslegrar aftöku.
„Þarna talar greinilega Samfylkingarmaður“ er þá eina svar þeirra og ef maður spyr tilbaka hvort þeir hafi nú ekki einhver önnur rök, þá verða þeir undrandi, pirraðir og svarafátt. Hjá þessum mönnum er nægilegt að afgreiða fólk svona, og þeir hafa komist upp með það í umræðu- og spjallþáttum.
Viðtalið við Hannes Hólmstein í morgun var venjubundinn farsi. Það eru til svo mörg viðtöl, svo mörg erindi og greinar eftir Hannes Hólmstein frá undanförnum árum, þar sem hann hrósar sjálfum sér og vinum sínum, og svo mætir hann í útvarpið með þessar fullyrðingar.
Sjónvarpið á að sína þessi viðtöl á laugardagskvöldum bæði ný og gömul. Þau geta vel komið í stað Spaugstofunnar. Ekki bara við Hólmsteininn það má sína eldri viðtöl við Davíð, Geir og fleiri af fyrrverandi ráðherrum og þingmönnum þáverandi stjórnarflokka.
8 ummæli:
Prófessor Gæsafótur hefur líka áhuga á umhverfismálum.
Mér skilst að hann hafi ekki miklar áhyggjur af meintri hlýnun sjávar og hafi jafnvel sagt einhvers staðar að gott væri ef hlýnaði svolítið svo hægt yrði að stunda sjóböð við Ísland.
Þá þyrftum við Íslendingar a.m.k. ekki að fara til Pattaya eða Ríó þess vegna !!
Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur
Frábær hugmynd. Sá þáttur myndi rústa Fyndnum fjölskyldmyndböndum á Skjá einum
Það mætti þá líka spila Borgarnesræðu ISG við sama tækifæri og allar ræðurnar gegna fjölmiðlafrumvarpinu sem fluttar voru á Alþingi og annars staðar
Já hárrétr hjá þér Tómas endilega rifja upp umræðurnar um fjölmiðlafrumvarpið og allt bullið sem Sjálfstæðismenn sögðu og þorðu svo ekki að standa við í þjóðaratkvæðagreiðslu
Maður þarf að fá blóðþróðþrýstings lækkandi lyf til að geta hlustað á viðtalið við Prófessorinn ..Alveg kýrskýrt hverjir eiga að biðjast afsökunar hjá Hannesi það eru Svavar og Steingrímur.Var næstum búin að keyra útaf.Ég má helst ekki láta fólk hafa þessi áhrif á mig .Stilli frekar á Lindina eða Klassík FM til að halda sönsum . Hörður Halldórsson
Mikið af þessu er hér:
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/
Og listinn er hér:
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/video/8846/
Svolítið mikið og kannski yfirþyrmandi - en þarna er þetta.
Já og ekki má gleyma hennni Ingibjörgu Sólrúnu og honum Björgvin G.
Þau eru eins og rúsínan í pulsuendanum á endursýndum viðtölum frá góðærishruni Samfylkingarinnar. Samfylkingarinnar sem sat á þeim málaflokki sem bankarnir heyra undir. Ha ha!
Og svo situr Björgvin enn á þingi og hvorki segir nokkurn skapaðann hlut eða gerir nokkurn skapaðann hlut.
Hann yrði trúður vetrarins í þessarri spaugstofuhugmynd Guðmundar.
Það þarf endilega að sýna þessi viðtöl og fá einhvern til þess að skreyta þau með talblöðrum eins og gert er á youtupe innlaginu af þingræðu Sigmundar Ernis nú um daga.
En þau munu aldrei komast í hálfkvist við hástemmd viðtöl við ráðherra og forsvarsmenn Sjallana og eins þau gríðarlegu skemmdarverk sem þeir unnu á íslensku samfélagi
HG
Skrifa ummæli