föstudagur, 21. ágúst 2009

Rangt mat á veruleikanum

Þessa daga fara hægri menn mikinn í að koma sökum af íslenskum stjórnvöldum yfir á aðra. Þessir hinir sömu hafa í raun ekki breytt málflutning sínum frá því að hrunið varð. Þrátt fyrir að svo margt hafi komi fram sem sýnir að dýpsti hluti hrunsins er heimatilbúin spilling í boði þeirra flokka sem stjórnuðu landinu síðustu tvo áratugi og mótuðu stefnuna fram að hruni.

Þingmaður sjálfstæðismanna einn helsti hugsuður hægri sveiflunnar, Pétur Blöndal, hélt því blákalt í útvarpinu morgun að það væri ESB að kenna að hér hefði orðið hrun!!?? Auk þess halda þingmenn sjálfstæðismanna því fram að það sé af völdum erlendrar niðursveiflu að hér hafi orðið hrun!!?? Pétur hafnaði því einnig blákalt að það hefðu verið forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins sem lögðu grunnin að Icesave samningnum í nóvember, þó svo að það hafi margoft komið fram.

Þessu er haldið að okkur þrátt fyrir að við blasi að það voru skuldapíramídar bankanna sem urðu til vegna þeirrar stefnu sem þáverandi stjórnvöld höfði og því eftirlitsleysi sem þáverandi stjórnvöld höfðu. Því er einnig haldið fram af Benedikt Jóhannessyni að það gangi ekki til lengdar að halda Sjálfstæðisflokknum utan við stjórn landsins, það hafi aldrei gefist vel!! Hvar í veruleikanum eru menn staddir?

Allur þessi málflutningur er jafn veruleikafyrtur og málflutningur eins af græðgisgæðingunum forstjóra Straums – Burðaráss þegar hann segir í Mogganum í dag = „Lögðum rangt mat á veruleikann.“ !!??

Undir afsökunarbeiðni hans er svo beiðni frá Tryggva Þór þingmanni um að hleypa sjálfstæðismönnum að stjórninni. Það er ljóst að það getur ekki orðið fyrr en sjálfstæðismenn átta sig á veruleikanum og horfast í augu og viðurkenna mistök sín. Annars er næsta víst að þeir muni einfaldlega halda áfram eins og ekkert hafi í skorist.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyr heyr!

Nafnlaus sagði...

frábær greining - að venju

Nafnlaus sagði...

Siðblinda er eitthvað sem þarf sérfræðinga til að greina, en ákall Tryggva Þórs um samstöðu landsmanna hlýtur þó að vera á bið að minnsta kosti þar til að hann hefur samið um uppgjör á kúluláninu sínu, er það ekki?
Kv. Baldvin borgari

Nafnlaus sagði...

Nákvæmlega!

Nafnlaus sagði...

Áfram hjakkast þú flokkshjólförunum, nærð ekki innleggi greinar Tryggva vegna "haturs" á Sjálfstæðisflokknum.

Tryggvi á að axla ábyrgð á sínum málum og lánum það er ekki spurning.

En við hljótum flest að vera sámmála um:

1. Það þarf að klára IceSave með hagsmuni Íslands að leiðarljósi.

2. Það sé sem breiðust samstaða um óumflýjanlegan og sársaukafullan niðurskurð í ríkisfjármálunum

3. Það verði gert eitthvað rótækt í skuldamálum einstaklinga og fyrirtækja til þess að fólk sjái sér hæft að búa hérna áfram.

4. Það á að ransaka aðdraganda hrunsins í þaula og ákæra alla þá sem talið er að hafi brotið lög, jafnt fjármálamenn sem stjórnmálamenn - Tryggvi kemur ekki inn á þetta í grein sinni, afhverju skyldi það vera? :)

Kv,
Jón Ottesen

Nafnlaus sagði...

Er það nú orðið blint hatur á Sjálfstæðisflokknum að benda á hvert stefna hans leiddi okkur. Langt er um seilt til þess að komast undan.
KÞG