miðvikudagur, 30. júní 2010

Efnahagslegt fullveldi

Íslendingar náðu fullveldi sínu 1. des. 1918 og hafa stoltir haldið því síðan, þar til ríkisstjórnir sjálfstæðismanna snéru sér lengra til hægri og slepptu fjárglæframönnum lausum á þjóðina með því að taka eftirlitskerfið nánast úr sambandi. Efnahags- og peningastefna sem þeir mótuðu hefur leiddi til þess að íslendingar nær glötuðu efnahagslegu fullveldi.

53% af viðskiptum Íslands fara fram í Evrum, þannig að liðlega helmingur gengisáhættu íslendinga hverfur við upptöku evru. Norska krónan er með 4% af viðskiptum okkar dollarinn 11% og Kanadadollar 1%. Ég minni á þetta því þetta voru tillögur óábyrgra manna sem stungu upp á þessum myntum til þess eins að drepa vitrænni umræðu á dreif. Manna sem voru þá stjórnarþingmenn, sem með þessum tillögum upplýstu okkur um hversu óábyrgir og spilltir þeir voru.

Innganga í ESB og upptaka evru er ekki skyndilausn eins og sjálfstæðismenn hafa haldið fram, engir aðrir hafa rætt um að evran sé skyndilausn. Hún er nauðsynleg framtíðarlausn ef við ætlum að losna við óábyrga efnahagsstjórn, þar sem mistök íslenskra stjórnmálamanna hafa endurtekið verið leiðrétt með því að sveifla krónunni. Sem hefur kallað yfir 0kkur verðbólgu, hærri vexti og hærra verðlag.

Árið 1951 stofnuðu Belgía, Frakkland, Ítalía, Lúxemborg og Þýskaland til samvinnu í þungaiðnaði sem gekk mun lengra en gengur og gerist í milliríkjasamningum. Það var undanfari ESB. Þá var verið að undirbyggja framtíð og komast úr vítahring styrjalda og tryggja frið. Þetta samstarf þróast og þann 1. jan. 2002 var Evran tekin í notkun. Hvatinn henni var að tryggja efnahagslegt mótvægi við BNA og tryggja samkeppnistöðu og auka með því atvinnu.

Þetta hefur heppnast mun betur en nokkur gerði ráð fyrir og er Evran orðin ein af megingjaldmiðlum heimsins. Ítalir eru ekki í ESB til þess að fá evru, þeir gerðu það til þess að tryggja frið, bæta atvinnuástand og ekki síður til þess að losna undan fáránleika, lýðskrum og spillingu sinna stjórnmálamanna. Hjá okkur gildir hvort tveggja ástæðan, en þó fyrst og síðast að ná efnahagslegu fullveldi.

Ef við skiptum um mynt mun áhættuálag Íslands lækka töluvert. Það munar gríðarlega um hvert prósentustig í vöxtum eins og komið er fyrir Íslandi með hinar svimandi háu skuldir. Hvert prósentustig lækkar vaxtagreiðslur íslenska hagkerfisins um nokkra milljarða.

Íslenska krónan er við hlið evrunnar eins og korktappi við hlið skips af stærstu gerð. Eins og komið hefur fram spiluðu margir á örgjaldmiðilinn okkar og framkölluðu miklar sveiflur og högnuðust mikið á því á meðan venjulegar fjölskyldur bjuggu við hækkandi verðbólgu og vexti vegna þessa ástands.

Sveiflur krónunnar hafa leitt til þess að sparnaður og aðgát í fjármálum er íslendingum ekki eðlislægt eins og komið hefur fram í könnunum. Fjármálalæsi íslendinga er ákaflega lágt, borið saman við nágrannaþjóðir okkar. Það mun reynast vonlaust að laga það á meðan við búum við örgjaldmiðil.

Danmörk er að greiða 1 – 1,5% hærri vexti fyrir það að vera með danska krónu í stað evru. Það liggur fyrir að við munum greiða a.m.k. 3,5% aukalega hærri vexti á meðan við höldum krónunni en ella þyrfti. Vextir í Grikklandi féllu úr 30% í 4% á nokkrum árum eftir að þeir gengu í ESB.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kjarni málsins,

Venjuleg fjölskylda í venjulegri íbúð, tæplega 100 þúsund krónunr á mánuði í að halda uppi ónýtum gjaldmiðli!!!! vegn miklu hærri vaxta, og verðbólgu.

Nýjan gjaldmiðil í næstu kjarasamningum... þetta er stóra kjaramálið...

Nafnlaus sagði...

Hefði verið hér evra, hefði sennilega ekki nema einn banki fallið....

og engin hækkun hefði orðið á húsnæðislánum, engin stökkbreyting lána,,, og þúsundir fjölskyldna ekki sviptar aleigunni... allt þetta sá krónan um...koma fjölskyldum og fyrirtækjum á hausinn og í þrot,,,,dásamlegur gjaldmiðill,,,,

Besta sönnun þess er að bera saman ástandið hjá húsnæðiseigendum í Finnnlandi og Írlandi.. þar sem engis stökkbreyting varð á gengi og engin eignaupptaka...

Smæð krónunnar er eins og gata í stórborg,,, eða Alaborg í Danmörku,,, Af hverju tekur ekki Alaborg upp Alkrónu,,, og setur hana á flot hjá spákaupmönnum,,, frábært,,, þannig að Alkrónan geti tekið kollnísa eins og krónan,,

Ef einhver legði það til væri hann talinn snarruglaður,,,, en þetta er það sem er í gangi á Íslandi,, ónýtur gjaldmiðill, á jafn sóru efnahagssvæði og Alaborg í Danmörku,,,

Launamenn verða að stoppa þessa geggjun,,,, stjórnálamenn eru ófærir um það,,, og hugsa ekkert um almenning,,,,

Nafnlaus sagði...

Jón Steinsson hagfræðingur hefur reiknað að við greiðum 5% hærri vexti til lengri tíma fyrir að vera með krónuna.

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur.

Ég er að mörgu leiti samála þér með ESB, enn með Evruna kanski ekki eins. Held að við ættum fyrst að taka okkur á í efnahagsstjórnun og síðan sjá hvort við ættum að taka upp Evruna. Því einsog þú veist þú þurfum við að standast með vexti, verðbólgu og skuldir, ef við gerum það þá höfum tekið á vandanum. Kanski er það ekki mikið að borga 1-1,5% hærri vexti við að halda krónuni,þó að vextir í Grikklandi hafi lækkað um 86,6 pósent er nú margt sem er undarlegt við upptöku þeirra á Evruni ( þettað með allar skuldinar sem allir vissu um enn enginn máttil tala um . Við erum nú sammála um ekki vildum við vera í stöðu Grikkja með atvinnleysi og það tvöfalda hagkerfi sem þar er. Kv Simmi

Nafnlaus sagði...

Hvernig má það vera að upptaka evrunnar og innganga í ESB losi okkur við óábyrga efnahagsstjórn? Ég get ekki séð að það hafi tekist vel til í Grikklandi fyrst þú nefndir þá ágætu en gjörspilltu þjóð.

Staða þeirra í dag er sú að þeir hafa í raun tapað sjálfstæði sínu vegna aðildarinnar að ESB, einmitt vegna óábyrgrar efnahagsstjórnunnar. Þeim er í raun stjórnað af ráðandi öflum ESB og munu hafa ákaflega lítið um sín eigin mál að segja næstu áratugi jafnvel.

Þess vegna má segja að efnahagslegt fullveldi Grikkja sé ekki til staðar.

kv
Gunnar Jóhannsson

Guðmundur sagði...

Það virðist vera svo að andstæðingar ESB hafi ekki handbært eitt einasta vitrænt atriði þegar rætt er um ESB. Sífellt er klifað á heimatilbúnu rugli þar sem hlutunum er snúið á haus.

Eitt af þessum atriðum er Grikkland, sem á samkvæmt ESB andstæðingum í vandræðum vegna þess að þeir eru innan ESB.

Staðan er sú að Grikkland býr við það að hafa komið sér upp gjörspilltum stjórnmálamönnum, eins og íslendingar.

Þessir stjórnmálamenn hafa komið upp gjörspilltu ríkisbákni og lífeyriskerfi fyrir opinbera starfsmen, sem þjóðin mun aldrei geta staðið undir og landið stefnir í gjaldþrot vegna þessa, eins og Ísland.

Heilbrigt hugsandi menn í Grikklandi leituðu til ESB vegna þess að þeir sáu að það væri borinn von að þeim tækist að komast út úr þessum vanda einir, eins og Ísland.

Nú er ESB að hjálpa Grikklandi út úr þessum vanda, ánþeirrar aðstoðar væru vandræði Grikkja óleysanleg, því það blasir við að stjórnmálamenn þeirra ætluðu að víkja sér undan því að taka á vandanum og framvísa honum á börn og barnabörn sín, eins og til umræðu er hér hjá þeim íslensku stjórnmálamönnum

Þeir íslenskir stjórnmálamenn sem eru andstæðir ESB og vilja ekki taka á vanda Íslands í alvöru, ræða það í alvöru að víkja sér undan því að taka á hinu ofvaxna íslenska stjórnkefi og of dýra lífeyriskerfi (hluta) opinbera starfsmanna og framvísa þeim vanda til banra og barnabarna okkar með því að fyrirfram skattleggja lífeyrissjóði starfsmanna á almennum markaði. Sem getur ekki leitt til annars að börn og barnabörn okkar verða að greiða þann skatt.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur þú vilt semsagt meina að Grikkirnir sem sóttu um aðild að ESB hafi verið heilbrigt hugsandi menn? Það hefur komið fram að þessir heilbrigt hugsandi menn fölsuðu tölur til að fá aðild.

Það hefur enginn haldið því fram að Grikkir séu í vandræðum vegna þess að þeir eru í ESB. En aðild þeirra gerir efnahagslegt sjálfstæði að engu nú þegar við þeim blasir efnahagshrun.

Þú hlýtur að sjá að þetta stangast á við fullyrðingu þína um að ESB muni losa þjóðir við óábyrga efnahagsstjórn.

Þó má benda á að stefna ESB í átt að aukinni miðstýringu mun á endanum leiða til þess efnahagsleg stjórn aðildarríkjanna mun flytjast til Brussel og þá þarf ekki að hafa áhyggjur af óábyrgri efnahagsstjórn, eða hvað?

kv
Gunnar Jóhansson

Guðmundur sagði...

Sæll Gunnar
Þú segir að engin hafi haldið því fram að Grikkir séu í vanda vegna þess að þeir séu innan ESB.

Þú ert með þessu að segja að þú lesir ekki Morgunblaðið og Bændablaðið.

Hvort tveggja blöð þar sem markvisst er haldið fram áróðri gegn ESB. Þar er hlutunum gjarnan snúið á haus og spunnar saman kostulegar samsæriskenningar.

Morgunblaðið kostað er kvótaeigendum sem ætla sér að beita öllum brögðum til þess að halda í sín völd.

Og svo Bændablaðið skrifað af samansúrraðri bændaklíku sem fær milljarða í styrki frá okkur skattborgurum og óttast að missa þá silfurskeið úr aski sínum. Einkennilegt að heyra þá sem fylgja Mogganum og Bændablaðinu tala um Baugspenna og fleira í þeim dúr.

Það er með ólíkindum að minn gamli flokkur sem hefur gefið sig út fyrir að vera vörn frelsi einstaklingsins, sé orðin helsta vígi gjörspilltrar valdastéttar sem vill geta haldið áfram takmarkalausri eignatilfærslu frá almenning til fárra. Þar er krónan þeirra helsta vopn.

Það liggur fyrir að vandræði Grikkja eru vegna þeirra heimatilbúnu spillingar. Mjög svipuð og eftirlaunasjóður hinar spilltu íslensku valdastéttar og þess lífeyriskerfis sem hún hefur búið sér og nokkrum útvöldum opinberum starfsmönnum

Það liggur líka fyrir að þeim væri það óvinnandi vegur að vinna á sínum vanda ef þeir væru ekki innan ESB.