Öll munum við eftir því þegar boðberar nýfrjálshyggjunnar mættu fyrir nokkrum árum með sigurglott á vör í hvern spjallþáttinn á fætur öðrum með yfirlýsingar um að þau hefðu unnið rökræðuna. Sovétið væri hrunið og hið íslenska efnahagsundur byggt á nýfrjálshyggjunni blasti við.
Ég verð að segja, og hef reyndar bent á það nokkrum sinnum hér á þessari síðu, að ég sé eiginlega engan mun á niðurstöðu Sovétsins og hinu Íslenska efnahagsundri. Gríðarleg eignatilfærsla hefur átt sér stað frá almenning til fárra og þeir sem voru við völd hafa algjörlega brugðist í því að stjórna. Það er ríkið sem á að setja sanngjarnar leikreglur og halda þeim uppi.
Nú stendur þetta sjálfumglaða fólk ásamt okkur hinum yfir rústum íslensks samfélags, þúsundir heimila og fyrirtækja eru gjaldþrota. Hér á landi hefur kaupmáttur hrunið vegna falls krónunnar, skuldir snarhækkað og fjöldi heimila búinn að missa hús sín. Það gerðist ekki í nágrannalöndum okkar.
Þetta sama fólk fer nú mikinn í því að koma í veg fyrir að fram geti farið viðræður við ESB um hvaða kostir standi Íslandi til boða, svo þjóðin geti tekið upplýsta afstöðu til þess hvort hún eigi samleið með öðrum Evrópulöndum eða vilji standa ein og einangruð með sína krónu.
Mótsögnin blasir í því að útgerðarmenn sem fjármagna þessa herferð gegn aðildarviðræðum að ESB, nota ekki krónuna til þess að gera upp sín viðskipti og þeir nota Evru, en vilja nota krónuna til þess að geta blóðsúthellingalaust haldið launum í landinu niðri. Ísland verði láglaunasvæði sem velmenntað vinnuafl flýr.
Ný könnun á vegum samtaka dönsku verkalýðsfélaganna sýnir að tugi þúsunda af hámenntuðu starfsfólki muni skorta á danska vinnumarkaðinn fram til ársins 2019 og þangað leita íslenskir menntamenn. Í niðurstöðum kemur fram að hámenntað starfsfólk skili mun meiru inn í hagkerfið en lítt menntað. Þetta helgast m.a. af því að hámenntað fólk býr við meira starfsöryggi, skilar meiri framleiðni, tekur færri veikindadaga og fer seinna á ellilífeyri en þeir lítt menntuðu.
Ef nota á krónuna verða vextir að vera hærri en í samkeppnislöndunum og verðtrygging er óhjákvæmileg. Skattar þurfa að vera hærri til að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð og velferðarkerfið verður máttvana vegna fjárskorts. Verðtryggða krónan var innleidd sakir þess efnahagslífið gekk ekki með óverðtryggðri krónu. Það munum við vel sem vorum að reyna að koma þaki yfir okkur á árunum 1980 – 1990. En fyrir því voru líka siðferðileg rök, talið var réttlátt að þeir sem áttu aðgang að lánum greiddu þau til baka í sama verðgildi.
Málflutningur þeirra sem eru gegn því að íslendingar fái að taka málefnalega afstöðu til aðildar að ESB og þess að skipta um gjaldmiðil einkennist af einangrunarhyggju og þjóðarrembing. Ísland eigi að fá sérlausnir umfram aðra, þessu er haldið fram þrátt fyrir að erlend lönd vilja helst ekki eiga samskipti lengur við íslendinga. Þeir standa ekki við samninga og það sé nánast ómögulegt að fá niðurstöður í viðræður við samninganefndir sem koma frá Íslandi.
Nú liggur það fyrir að 71% þjóðarinnar vill fara þessa leið ef það liggi fyrir að við náum hagstæðri niðurstöðu í fiskveiðistjórnun. Báðir stjórnaflokkarnir vilja fá niðurstöður í aðildarviðræður, þó svo það liggi fyrir að VG sé á móti inngöngu. Sama má segja um stóran hóp innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.
En Heimsýnarhópurinn reynir allt sem unnt er að gera lítið úr afstöðu þeirra sem vilja láta reyna á umsóknarferlið. Viðbrögð á vettvangi stjórnmálanna benda til að lítill lærdómur hafi verið dreginn af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir að hruni krónunnar og bankanna.
Mótsögnin hjá Heimssýnar afstaða þeirra til nauðsynlegra efnhagsráðstafana til framtíðar, þetta blasir í umræðum um dóm Hæstaréttar. Þar ætla menn að bæði að halda og sleppa og stefna með því inn á sömu braut og leiddi til Hrunsins.
15 ummæli:
Íslendingar eru vissulega mjög spes. Þeir vilja ekki einu sinni íhuga inngöngu í ESB. Ekki einu sinni ræða málið og skoða kosti þess og galla. En þeir vildu sæti í Öryggisráði SÞ. Eyddu líklega einum milljarð í vitleysuna. Ingibjörg Sólrún og heilt stóð af handprjónuðum kerlingum flugu landa á milli, heimsóttu einræðisherra og drullusokka til að fylgja þessu eftir. Stórmennskubrjálæði?
Haukur Kristinsson
Íslenskt menntafólk hefur ekki áhuga á að vera í Dannmörku frekar en Danir hafa áhuga á að mennta sig.
Skattarnir eru svo háir og "jafnaðarmennskan" svo mikil að það hefur engan ábata í för með sér að mennta sig eða taka að sér frekari ábyrgð í starfi í DK.
Það er hins vegar algjör fíflagangur þessi áróðursherferð LÍÚ og náhirðarpakksins gegn ESB.
Dude
Tek heils hugar undir allt það sem þú segir, Guðmundur, en eins og þú veist þá fæst aldrei nein rökrétt niðurstaða t.d. þegar rætt er um trúarbrögð.
Andstaðan við ESB ræðst einkum af þrennu:
1. Eigin hagsmunum kvótagreifa - sem má líkja má við yfirlýsta grænmetisætu sem læðir sér á hamborgarabúllu með reglulegu millibili.
"Við megum nota evru en ekki launþeginn."
2. Ótta næstum því heils stjórnmálaflokks við "blómaframleiðandann" og fyrrv. bankastjóra í Seðlabankanum sem ritstýrir og fælir lesendur frá Mogganum.
3. "Trúarbrögðum" sem einkennast af hatri í garð þeirra sem vilja sjá hvað fæst úr aðildarviðræðum við ESB. Heiftin er svo mikil að það er ekki hægt að efna til rökræðna um ESB aðild við þennan hóp.
Boðorð hópsins nr. 1 virðist vera: "Þú skalt hata ESB og Samfylkinguna og upphefja sjálfan þig sem þjóðhollan þegn.
Hún er nú harla einkennilegt þessi fullyrðing Dude. Það eru líklega um 12 - 13 þús. íslendingar í Danmörku. Margir eru við nám og aðrir sem hafa lokið námi og eru ekkert á leiðinni heim, og svo eru margir sem fluttu heim að loknu námi á leið aftur til Danmerkur. Margir una sínum hag þar mjög vel og mun betur en heima.
Einn menntaður í Danmmörku
Íslensk stjórnsýsla er svo veik að hún ræður ekki við þá aðila sem eiga frjármagn. Þessi aðilar hafa tekið sér sjálfdæmi um sín málefni og komast upp með það. Birtingar mynd þess er t.d. hvernig Guðmundur í Brimi kemst upp með að láta rífa sjóvarnargarð sem honum finnst ljótur og Siglingastofnun og Seltjarnarnesbær treysta sér ekki að hjóla í mannin af fullir hörku til að láta lagfæra garðinn á hans kostnað. Það sama á við í Magna málinu, að skúffufyrirtæki fái að spila með íslenska embætismenn eins og þeim lystir. Það vantar kjark og þor til að láta lög ráða fremur en menn.
Ólafur Bjarni
Þetta þykir mér mikil örvænting hjá tapsárum bloggara að halda því fram að þeir hafi unnið rökræðuna. Rök ykkar hafa ekki enn sigrast á íslenskri skynsemi.
En endilega flytjið bara burt til einhvers aðildarríkis ESB þegar við erum búin að hafna samningnum eða draga umsóknina til baka.
Skelfing er alltaf stutt í að röklausir menn snúi hlutunum á haus. Guðmundur segir hvergi að hann hafi unnið orðræðuna, hann er að rifja upp algeng ummæli tiltekins hóps úr Sjálfstæðisflokknum fyrir 3 - 4 árum.
Það er hárrétt hjá Guðmundi það er óviðundandi ef lítill hópur á launum hjá útvegsmafíunni ætlar að koma því í gegn að Ísland dragist aftur úr nágrannalöndum okkar og verði Agentína Norðurlandanna.
Úlfur
Auðvitað er málið að ganga í ESB. Þetta sést best á því að lönd eins og Noregur og Sviss, sem standa utan sambandsins, lepja bara dauðann úr skel.
Merkilegur þessi Úlfur sem kommentar aldrei nema þegar vegið er að Guðmundi. Hver skyldi þessi maður vera ;)
Sumir virðast ekki geta rætt mál án þess að vaða í manninn ekki boltann.
Úlfur bendir réttilega á að Sá nafnlausi kl. 14.59 snýr hlutunum á haus, og fer með innistæðulaust fleipur og hefur ekkert til málanna að leggja. Nákvæmlega ekkert.
Nafnlaus getur ekki mótmælt því sem fram kemur í pistlinum, þá er að gera Úlf tortryggilegan.
Þetta er svo þekkt aðferð manna sem ekki hafa neitt fyrir sér annað en viljan til þess splundra allri vitrænni umræðu sem flettir ofan af rakalausunum fullyrðingunum og dylgjunum.
Menn sem þora ekki að koma fram undir nafni og hafa ekkert til málanna að leggja.
Guðmundur, góður pistill eins og venjulega. Komið skilmerkilega að málefninu
Ástríður
Heimsýn það ætti það að vera. Það eru einu S-i ofaukið í nafni þessa félagsskapar.
Kv.Magnús B.
Les oft bloggið þitt. Er svo vanur að mótmæla einhverri vitleysu sem er í gangi að nú skortir mig orð því ég finn hana ekki hjá þér. Gott að launamenn eigi liðsmann einsog þig. Aðeins aðildarviðræður geta leitt til niðurstöðu sem hægt er að kjósa um. Þetta vita útgerðarmenn og nótar þeirra en þeir treysta ekki þjóðinni til að taka af skarið. Það er ólýðræðislegt. Málið er í raun þverpólitískt og beinlínis kjánalegt þegar hver flokkurinn um annan þveran reynir að toppa hinn í oftæki annarsvegar og þöggun hinsvegar.
red herring :)
Auðvitað á að athuga hvað ESB getur boðið okkur og við boðið þeim. Enn þessi ofurtrú á EVRuna skil ég ekki, og fæ ekki hvað hún gerir fyrir okkur. Svo er það nú þettað með þessa blessaða krónu okkar, lífeyrissjóðinir skertu hjá okkur sjóðsfélögum og þá varð það vegna þess að hlutabréf féllu enn ekki einsmikið og kanski hefði þurft af því að erlendubréfinn héldu gildi sínu og krónan féll. Nú hefur króna styrkst og þá er talað um það að aftur þurfi að skerða. Hvernig haldið þið að staða sjóðana hefð orðið ef við hefðum haft Evru þegar hrunið var? Ekki fara segja að Þjóverjar hefðu farið að styrkja okkur, það er hæpið. Drambið var búið að eyðileggja orðspor okkar. Hef nú sagt það áður enn það væri fróðlegt fyir okkur ef ASÍ myndi koma með úttekt hvaða áviningar og töp ef við færum í ESB og eins ef við tækjum upp Evruna. Það eru að sjálfsögðu plúsar og mínusar við þettað allt saman . Kveðja Simmi
Skrifa ummæli