mánudagur, 6. september 2010

Hverjum er krónan að hjálpa?

Með lágri skráningu krónunnar er verið að búa til risavaxna skuldakreppu og viðhalda henni. Jafnframt því er komið í veg fyrir hagvöxt og Íslandi haldið niðri við botninn. Íslenska krónan er rúinn trausti erlendis. Erlendir fjárfestar forðast landið og okkur standa ekki til boða erlend lán. Sama viðhorf ríkir hér heima útgerðarfyrirtæki hafa verið að skipta yfir í Evru, allmörg tæknifyrirtæki hafa þegar skipt yfir í Evru og greiða út laun í evrum.

Stærstur hluti lána fyrirtækja er í erl. gjaldmiðli og eykur því skuldavandann gífurlega. Þetta kemur fram m.a. í ummælum forsvarsmanna OR og Landsvirkjunar, sama á við um sveitarfélög og einstaklinga. Allt of lágt gengi skapar meiri verðbólgu en ætti að vera, sem veldur miklu hærri vöxtum en þyrftu að vera, sem aftur hamlar því að gerlegt sé að taka lán til framkvæmda og gerir svo verðtryggingu nauðsynlega eða platar fólk yfir í gengistryggð lán.

Króna heldur vöxtum um 5% hærri en þeir þyrftu að vera. Vöruverð er hátt, lyfjaverð er of hátt og öllum er gert erfitt fyrir. Ef þú kaupir þak yfir fjölskylduna ertu að greiða vegna krónunnar tvöfalt verðið til baka, ef þú kaupir t.d. 30 millj.kr. íbúð ertu að greiða um 100 þús. kr. aukalega á mánuði. Semsagt kjarasamningar eru jafnharðan ógiltir í gegnum gengistýringu krónunnar og kaupmáttur feldur.

Hverjum er krónan að hjálpa? Ég get bara ekki komið auga á neinn. Utan nokkurra útgerðamanna, sem eru þessa daga að fá ofsafengin gróða vegna þessarar stöðu. Leikurinn með krónuna er helst fólgin í því að fela staðreyndir og taka ekki á hinum raunverulega vanda sem þessi þjóð glímir við.

Atvinnuleysi hér er mun meira en í nágrannalöndum okkar og orðið útflutningsgrein, þá einna helst til Noregs. Íslendingar eru í vaxandi mæli að greiða atkvæði með fótunum, þeim fer fjölgandi sem eru að flytja héðan og þeim mun fjölga enn frekar ef það verður niðurstaðan verður að hafna viðræðum við ESB og ríghalda í krónuna með hækkandi sköttum og of háum vöxtum.

20 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Titillinn á þessarri færslu er góður.

Staðreyndin er að krónan er bara að hjálpa örfáum útgerðarmönnum, og ekki einu sinni starfsmönnum þeirra!

Sömuleiðis eru nokkrir túristamógúlar að græða á stöðunni, en aftur eru starfsmenn þeirra ekki að njóta góðs af stöðunni.

Það verður gaman að sjá ef þið haldið til streitu að gera komandi kjarasamninga í Evrum, stjórnvöld og SA munu ekki taka því útspili fagnandi.

kv,
Gunnar

Nafnlaus sagði...

Kjarni málsins,

Til að leysa vandamál, þarf fyrst að upplýsa aðila um að um vanda sé að ræða. Þú átt heiður skilinn Guðmundur fyrir að upplýsa fólk um það.

Næsta skref er að ná fram breytingum á þann hátt að stefnt sé að hámarksárangri í endurreisn þjóðarinnar en um leið með hámarksöryggi, s.s. sterkara gengi og traust til langs tíma.

Það verður ekki gert nema með nýjum gjaldmiðli, innan ESB, eins og þú hefur bent á. Þetta er hin örugga lausn út úr vandanum.

Það er ekkert svigrúm fyrir mistök og leiðir sem eru stórhættulegar fyrir þjóðina, eins og að ætla að ná þjóðinni út úr vandanum á grunni ónýts gjaldmiðils og án aðidar að ESB. Það er ávísum á nýtt hrun.

Því má ekki gleyma að þetta var einnig staðan fyrir hrun, en ekki mátti ræða öruggar leiðir út úr vandanum s.s. með aðild að ESB og traustum gjaldmiðli evrunni. Þá var tekinn sjens með heila þjóð og um leið gríðarleg áhætta, þar sem ekki mátti ræða öruggar leiðir í gjaldmiðlamálum. Því fór sem fór og gjaldmiðillinn hrundi um 100%, og um leið heimili og fyrirtæki.
Ekkert slíkt gerðist innan evrunnar.

Verði tekinn annar slíkur sjens, verður annað hrun, en bara mun verra, þar sem staða þjóðarinnar er svo slæm.

Nafnlaus sagði...

Hér er brot úr ræðu sem Davíð Oddsson forsætisráðherra 1991-2004, utanríkisráðherra 2004-2005 og seðlabankastjóri 2005-2009, hélt í desember árið 2001, já árið 2001:

"Á undanförnum mánuðum hefur verið nokkuð flökt á íslensku krónunni á gjaldeyrismarkaði og gengi hennar hefur lækkað. Þetta hefur leitt til tals um að nauðsynlegt sé fyrir Íslendinga að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Virðast sumir jafnvel halda að slík aðgerð sé álitleg lausn á skammtíma vandamáli. Krónan, segja þeir, er bersýnilega of smá mynt til þess að hún geti þjónað tilgangi sínum sem trúverðugur gjaldmiðill. Óvissa um gengisþróun komi í veg fyrir erlendar fjárfestingar og skaði íslenskt atvinnulíf.

Vitanlega er óvissa í gengismálum óheppileg fyrir atvinnulífið og þjóðfélagið allt. Lækkun á gengi krónunnar nú á rætur sínar fyrst og fremst að rekja til viðbragða hagkerfisins við þenslu á undanförnum misserum. Í sjö ár áður en gengisóróa fór að gæta var íslenska krónan ein stöðugasta myntin í Evrópu og stóð vel af sér mikla lækkun evrunnar. Krónan var þó hvorki stærri né smærri mynt á þeim árum en hún er nú.

Allt bendir til að núverandi vandi sé tímabundinn og leysist um leið og hagkerfið hefur aðlagast nýjum aðstæðum. Gengi krónunnar fór lengra niður en efnahagslegar ástæður voru fyrir og virðist nú vera að rétta sig við."


http://www.forsaetisraduneyti.is/radherra/raedur-og-greinar/nr/355

... og áfram halda menn að berja höfðinu við steininn.


Þræll #83

Nafnlaus sagði...

takk fyrir gott innlegg og takk sömuleiðis fyrir framlag þitt í þættinum Í vikulokin á Rás 1.s.l. laugardag. Ég get tekið undir hvert orð og veit að margir aðrir eru sömu skoðunar. Getur þú svarað því hvers vegna það heyrist nánast ekkert í ESB sinnum meðan að andstæðingarnir eru æpandi um allar koppa grundir? Hvar er baráttan? Ætla menn að gefast upp áður en leikurinn hefst?
Kv. Fríða

Nafnlaus sagði...

Hún er sennilega ekki að hjálpa Mogganum við að borga "ESB-hataranum" ritstjóralaunin. Kaldhæðnislegt að honum skuli óbeint vera haldið í vinnu með evruviðskiptum!

Nafnlaus sagði...

ESB aðild verður samþykkt þegar á hólminn er komið. ESB sinnar nenna margir hverjir ekki að eiga orðastað við "antí-ESB trúarofstækið."

Nafnlaus sagði...

Flottur pistill eins og ávallt,

Þeir sem vilja hættulegasta gjaldmiðil veraldar áfram, og halda þrældómi krónunnar áfram, tína til ýmis þrælarök til að halda þrældómnum áfram,,,

Ein rökin hljóma svo,, gengið verður að vera svo lágt, til að geta borgað erl skuldir. Þetta minnir á manninn sem mokaði sandi í botnlausa fötu og sagði - að það þyrfit að moka meiru af því að það hækkaði ekkert í fötunni,,,

Hið rétta er að með lækkanid gengi, hækka erl. skuldir, og þar með afborganri og vextir í ISK. Með því að halda genginu 30% og lágu, er verið að búa til 30% of miklar erl. skuldir í isk. sem nemur um 1000 milljörðum!!!

Með þessu lága gengi er því verið að búa til nýjar og algerlega óþarfa skuldir að upphæð 1000 milljarða, sem ekki þyrfti að borga af, ef gengið væri 30% sterkara og rétt skráð miðað við jafnvægisgengi. Hverjar eru auka vextir og afborganir af 1000 milljörðum á ári fyrir þjóðarbúið - líklega ekki minna en um 200 milljarðar. Aukakostnaður sem hent er út um glugga þjóðarinnar af allt of lágu gengi er því um 200 milljarðar ár ári!!! Hvað væri hægt að gera við þann pening!!!

Ef ekki þyrfti að borga af þessum auka erl. lánum upp á 1000 milljarða - væri viðskiptahallinn þeim mun betri, þar sem ekki þyrfti að fórna þeim isk. til erl. aðila - þar sem verið er að borga af auka lánum vegna þess að gengið er allt of lágt.

Dæmi OR er gott í þessu samhenig, þar sem skuldir eru 60 milljörðum of háar, vegna 30% og lágs gengis. Síðan á að senda réikninginn til almennigs, sem síðan hækkar verðlag og allar innlendar skuldir,,, sem verður fóður fyrir nýtt áfall,,,

Er ekki komin tími til að hætta að búa til heimatilbúin vandamál,,,,

Nafnlaus sagði...

Það er löngu orðið ljóst að við verðum að leggja okkar kæru krónu. Við búum við allt annað umhverfi nú en áður og ég get ekki með neinu móti skilið hvernig stendur á því að fólk skilur þetta ekki. Ég er líka orðin það gömul að ég man víxlhækkunina forðum, fyrir þjóðarsáttarsamningana sællar minningar. Það voru gerðir samningar um hellings launahækkanir en það var búið að fella gengið löngu áður en maður fékk útborgað, verðbólgan var snældubrjáluð meira en 100% að mig minnir. Ég man að með sumarvinnunni minni fékk ég lögum samkvæmt 15% launa útborguð í sparimerkjum sem límd voru samviskusamlega inn á til þess gerða bók til að safna til fullorðinsáranna. Þegar að því kom að taka þennan sparnað út var upphæðin nánast í mínus. Ég man líka þegar fóstri minn var að greiða restina af LÍN afborgununum sínum og árlegar afborganirnar námu verðgildi sígarettupakka. Við megum ekki lenda í þessari vitleysu aftur. Ef við höngum á krónunni einsog hundar á roði mun þetta verða þannig aftur. Nú heimta fleiri og fleiri afnám verðtryggingar og gera sér ekki grein fyrir að það kallar bara á bilaða, breytilega vexti ef við höldum þessari óstöðugu krónu og allt fer í keng. Forsendan fyrir að við náum einhverju vitrænu út úr þessu er að við tökum upp gjaldmiðil sem er stöðugur gagnvart viðskiptamönnum okkar. Þetta eru engin geimvísindi. Bara kommon sens

Nafnlaus sagði...

Góð kommnet,

Já er það ekki furðuleg hagfræði - fáránleikans - að betra sé að hafa gengið lágt til að borga erl. skuldir, þegar erlendar skuldir i isk. hækka í takt við lækkun gengis.
´
Því lægra gengi því hærri erl. skuldir í isk,,,

Með of lágu gengi - er verið að magna - einn helsta vanda Íslands - skuldakreppuna - sem ekkert er rædd - en hún stafar af gjaldmiðlakreppunni sem Ísland er í vegna ónýts gjaldmiðlis,,,,

Afleiðingar of lágs gengis hafa komið fjölda heimila og ft. í þrot,, á að halda áfram á þeirri braut,,, það er þessi staða sem nú ógnar öllu nú,, og þess vegna er samdráttur og fjöldagjaldþrot,,,

Það sem þarf er:

Styrkja gengið að jafnvægisgengi.
Klára ESB samninga sem fyrst. Ganga í ERM2 um leið og ESB samningar eru samþykktir. Aflétta gjaldeyrishömlum (sem ekki er hægt ella). Auka traust og trúverðugleika og fá aðgegni að erl. fjármálamörkuðum og koma þannig stórum verkefnum í gang á Íslandi.

Með þessu lækkuðu vextir og verðlag og kaupmáttur stórlega, og fyrirtæki kæmust í gang á ný,,

Nafnlaus sagði...

Þetta er ekki alveg rétt. Íslenska krónan hjálpar útgerðarmönnum ekki neitt. Allur kostnaður útgerðarinnar er bundinn erlendum gjaldmiðlum. Laun eru meira að segja háð erlendum myntum þar sem laun sjómanna eru beintengd aflaverðmæti. Enda eru sjómenn í góðum plássum með tekjuhæstu einstaklingum landsins núna í dag og þeir einu sem hafa fengið verulega kjarabót, ca 50-70% "launahækkun", í krónum talið í kjölfar hrunsins.

Þeir sem "hagnast" á veikingu krónunnar eru fyrst og fremst þeir sem borga laun í íslenskum krónum en hafa tekjur í erlendri mynt. Þar hagnast fiskvinnslan eitthvað en þar sem laun eru ekki hátt hlutfall af heildarkostnaði þá er það mjög orðum aukinn sá "gróði" sem útgerðarmenn og þeir sem reka fiskvinnslur hafa af veikningu krónunnar.

Að sama skapi á að sjálfsögðu ekki að hlusta á þá útgerðarmenn sem hafa verið að væla yfir því að erlendar skuldir hafi hækkað gríðarlega í krónum talið. Ef þeir eru að væla yfir skuldsetningunni þá hafa þeir fengið of mikið að láni. Svo einfalt er það.

Dude

Nafnlaus sagði...

Sæll Dude
Dáldið einkennilegt að heyra svona þegar íslenskur almenningur er með sín lán tengd við erlenda mynt, með beinum og óbeinum hætti. Sitt dagvöruverð og svo orkuverð.

En launin eru aftur á móti föst við krónu sem er háð öðru tilverustigi sem er tengt afleiðingum gjörða slappra íslenskra stjórnmálamanna
Gunnar

Nafnlaus sagði...

Krónan hjálpar útgerðinni.

Krónan hjálpar öllum útflutningsgreinum, en ekki innflutningi.

Krónan hjálpar íslenskri matvælaframleiðslu.

Krónan vinnur gegn auknu atvinnuleysi.

Eða réttara sagt, það hjálpar gangverkinu öllu að hafa eigin gjaldmiðil.

Hitt er svo annað mál að verðtryggingin er til óþurftar fyri þá sem skulda, en það er bara allt önnur Ella.

Guðmundur sagði...

Ég hef ekki leið aðra eins endaleysu og hjá nafnlausum #12.55.

Þar skrifar klárlega maður sem ekki er launamaður. Króna er mesti óvinur launamanna

Nafnlaus sagði...

Jú, ég Nafnlaus # 12:55 er launamaður og hef verið alla tíð.

Gjaldmiðill getur ekki verið óvinur launamanna. Ef kjörin rýrna er það vegna þess að efnahagsstjórnin er slök, að einhverjir pólitíkusar fara illa með krónuna. T.d. með handstýringu gengis, óhóflegri notkun gengisfellinga eins og áður tíðkuðust, eða með hrossalækningum eins og Ólafslögum sem áttu aðeins að vera tímabundin redding 1979. Við sitjum enn uppi með verðtrygginguna.

Íslenska krónan tók ekki þessar ákvarðanir, hún á ekki sæti á þingi.

Ef hinn kosturinn er að vera í sporum t.d. grískra launamanna, kýs ég frekar íslenskan veruleika. Þeir launamenn, sem enn hafa vinnu í Grikklandi, hafa þurft að taka á sig launalækkanir. Kjararýrnunin er engu minni en hér og atvinnuleysið meira. Er það evrunni að kenna? Neei, er það nokkuð?

Guðmundur sagði...

Í Guðs bænum haltu þér við staðreyndir. Þeir sem lesa fréttir vita að ástandið á Grikklandi er vegna spillingar stjórnmálamanna og þeir hafa byggt upp kerfi sem samfélagið getur ekki staðið undir. Þess vegna varð Hrun. Það hefði orðið mun dýpra ef þeir hefðu ekki stuðning ESB.

Nafnlaus sagði...

Grikkland væri gjaldþrota ef ESB væri ekki að bakka það upp. Þar er búið að spóla upp opinbera geirann langt umfram það sem er í lagi, af stjórnmálamönnum á atkvæðaveiðum. Því til viðbótar er gríska innheimtukerfið á sköttum það spilltasta í Evrópu. Þar stela innheimtumenn skatta stela í stórum stíl skatttekjum. Í þokkabót hafa Grikkir falsað hagtölur upp á við með aðstoð fjárfestingabanka á Wall Street.

Þeirra vandi byggir á óöguðum ruglákvörðunum stjórnmálamanna og spillingu. Svolítið eins og við erum að eiga við hér.

Það er æðislegt að hlusta á venjulegt launafólk dásama krónuna verandi nýbúinn að fá í hausinn ca 30-40% raun launalækkun vegna gengishruns, lýsir engri smá veruleikafyrringu.

Það er búið að taka laun fólks hér á landi og lækka þau án þess að launafólkið sjálft hafi nokkuð um það að segja, því allir samningar eru í íslenskum krónum. Það er eitthvað stórvægilegt að rökhugsun fólks sem heldur að íslenska krónan sé framtíðin hér á landi...

Dude

Nafnlaus sagði...

Ég aftur, Nafnlaus #12:55.

Þú hefur e.t.v. misskilið (eða ég verið óskýr) en það var einmitt það sem ég átti við, að hrakfarir Grikkja eru EKKI evrunni að kenna. Það eru mannanna verk.

Á sama hátt er léleg hagstjórn á Íslandi ekki krónunni að kenna, það eru mannanna verk.

Maður bætir ekki hagstjórn með því að skipta um mynt (eins og Grikkir geta borið vitni um) heldur með aukinni fagmennsku og bættum vinnubrögðum.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur, ég er með nokkrar þrautir fyrir þig.

Fyrsta þrautin kemur hérna:

Meðallaun í Þýskalandi eru 3.500 EUR á mánuði.

Meðallaun á Íslandi eru um 330.000 ISK á mánuði.

Árið 2007 þegar gengi EUR var 85 ISK, samsvöruðu 330.000 kr. um 3.880 EUR.

Í dag þegar gengi EUR er 152 ISK samsvara 330.000 kr. mánaðarlaun um 2.175 EUR

M.ö.o. ef við tækjum upp Evra fljótlega eins og Guðmundur Gunnarsson og fleiri vilja, og þá á genginu 152 ISK/EUR, yrðum með með miklu lægri meðallaun en meðal Þjóðverjinn, og er munurinn 1.125 EUR á mánuði.

Munurinn hér er sláandi.

Viltu, Guðmundur Gunnarsson, að laun okkar verði að meðaltali um 2.175 EUR á mánuði vegna upptöku Evru?

Hvernig ætlar þú sem verklýsleiðteogi að selja umbjóðendum sínum þessa hugmynd?

Og hvernig ætlar þú að leiðrétta þennan launamun í Evrum á milli Íslendinga og Þjóðverja ef það gerist nú að við álpumst í ESB og tökum upp Evru?

Svar óskast.

Og....

Fullyrðing þín og annarra ESB-sinna um að.....

"ESB-aðild þýði lægra matvælaverð, engin verðtrygging,
lægri vextir,
betri lífskjör.

...hljómar mjög vel og er falleg, en ESB-sinnar hafa aldrei með haldbærum rökum getað sýnt fram á, að þessi fullyrðing þeirra standist.

Þeir geta ekki sýnt fram á:

- hvernig að matvælaverð eigið að lækka við ESB-aðild.
- hvort að vextir lækki eingöngu við ESB-aðild.
- og út af hverju lífskjör batni við ESB-aðild.

Reyndar hafa lífskjör verið mun betri hér á landi í mörg ár heldur en í flestum ESB-ríkjum.

Guðmundur, getur þú röksutt þetta varðandi þessa "fögru framtíðarsýn" þína og annarra ESB-sinna?

Og meira.....

Með því að taka upp Evru strax eða eins fljótt og mögulegt og það á núverandi gegni sem er 153 ISK/EUR, þá lækka allar peningalegar stærðir og það varanlega, þar með talið lífeyrissjóðirnir okkar.

Eignir lífeyrissjóðanna eru um 1.800 mia.kr.

Á Evru-genginu árið 2007 sem var 85 ISK/EUR, samsvöruðu þessar 1.800 mia.kr. um 21,2 mia. Evra.

Á núverandi gengi Evru gagnvart krónu sem er um 153 ISK/EUR myndu eignir lífeyrissjóðanna einungis vera um 11,7 mia. Evra.

Það munar um minna ef virðisrýrnun lífeyrissjóðanna verður svona mikil við það að skipta yfir í Evrur og þar með verðum víð fátækir lífeyrisþegar í ESB.

Getur þú réttlætt þetta, Guðmundur og ertu með tillögur til að leiðrétta þetta fyrir þína umbjóðendur?

Og að lokum, Guðmundur;

Efnahagslegt sveiflujöfnunartæki á Íslandi í dag er krónan.
Í Evru-löndum er VINNUMARKAÐURINN hinsvegar efnhagselgt sveiflujöfnunartæki.
M.ö.o. að þegar illa árar í Evru-löndum er hagrætt hjá fyrirtækjum sem kemur m.a. fram í því, að fólki er sagt upp og atvinnuleysi eykst.
Þetta er ástæðan fyrir því að atvinnuleysi er krónískt vandamál í ESB-ríkjunum.

Hvernig ætlar þú að réttlæta það, Guðmundur, að við upptöku Evru hér á landi, verða umbjóðendur þínir skiptimynt, þannig að í framtíðinni, verða þeir efnahagslegt sveiflujöfnunartæki?

Svör óskast.

Ég vil benda fólki á, sérstaklega hard-core ESB-sinnu, að aðild að ESB og upptaka Evru, eru engin "Endlösung" á efnahagserfiðleikum og kreppum. Dæmin sanna þetta.

Með kveðju og von um svör:

Ólafur B. Birgis.

Guðmundur sagði...

Sæll ólafur Einkennilegir útreiknignar hjá þér.

Kaupmáttur reglulegra launa hér á landi hefur minnkað um 17-18% og kaupmáttur ráðstöfunartekna um 25-26%.

Hrapið og atvinnuleysið er mest á almenna markaðnum og það segir okkur að þar hefur farið fram mesta kaupmáttarhrapið, í sumum atvinnugreinum eins og t.d í byggingariðnaði er það líklega allt að 50% að jafnaði.

Norrænir launamenn eru ekki í sömu stöðu og við. Íslenskum launamönnum er í kjarabaráttu sinni gert að hlaupa á hlaupbretti þar sem stjórnmálamenn stýra hraðanum. Við hlaupum sem best við getum, en erum nánast alltaf á sama stað. Við höfum samið um tæplega 4.000% launahækkanir síðan 1970 á meðan danskir rafiðnaðarmenn hafa samið um 330% og ganga fram örugglega, án þess að vera gert að standa á hlaupabrettinu.

Þeir búa við vaxandi kaupmátt og stöðuleika með lágum vöxtum og eignir sínar varðar, á meðan 24 þús. íslensk heimili liggja í valnum og skuldastaða margra einstaklinga og fyrirtækja er óviðráðanleg.

Áramótin 2007 og 2008 gerðum við launakönnun innan norræna rafiðnaðarsambandsins. Þá lágu íslenskir rafiðnaðarmenn næsteftir í heildarlaunum rétt á eftir Noregi, lítið fyrir ofan Dani, nokkuð fyrir ofan Svía en töluvert fyrir ofan Finna, reyndar með 45 klst. vinnuviku á móti 40 klst. vinnuviku hjá hinum. Kaupmáttur okkar var hærri en hjá hinum.

Þá þurfti 10 Ikr. til þess að kaupa eina Dkr. og 90 Ikr. til þess að kaupa eina Evru. Í dag þarftu 21 Ikr til þess að kaupa eina Dkr og 150 Ikr til þess að kaupa eina Evru.

Takk fyrir innlitið
M.b. kv.GG

Guðmundur sagði...

Úr því menn eru farnir að tala um kr. hér, en ekki undir pistlum þar um hana er fjallað.

Almennt séð þá ræðst verð á gjaldmiðlum af framboði og eftirspurn. Núna er lítil eftirspurn eftir krónum og mikil eftir að kaupa gjaldeyri fyrir krónur. Því veikist krónan. Trúverðugleiki krónunnar er lítill og við þurfum að fjármagna afborganir og vexti af erlendum lánum í náinni framtíð. Krónan er því mjög veik og er haldið frá því að veikjast enn frekar með gjaldeyrishöftum. Hér væri hægt að enda söguna og segja að við þurfum á veikri krónu að halda til að skapa viðskiptaafgang við útlönd svo að við getum greitt miklar erlendar skuldir.

En málið er ekki alveg svona einfalt. Raungengi krónunnar er sögulega mjög lágt en eftir því sem raungengið er lægra því betri er samkeppnisstaða útflutningsgreinanna. Þegar krónan er svona veik þá verður til mikill hagnaður í útflutningsgreinanna. Við það verður mikið ójafnvægi milli atvinnugreina. Við getum reiknað með að launafólk í útflutningsgreinunum vilji hluta af þeim mikla gróða sem verður til í útflutningsgreinunum. Í kjölfarið má búast við að verslun og þjónusta hækki laun hjá sínu fólki og velti þeim kostnaði út í verðlagið. Þegar upp er staðið þá verðum við búin að hækka raungengið í gegnum verðbólgu í stað þess að hækka það í gegnum nafngengið. Þá hafa allir tapað.

Því er heppilegasta leiðin til að koma á jafnvægi milli atvinnugreina og launþegahópa að nafngengið styrkist. Við getum þó ekki búist við að gengið nái aftur fyrri styrk í bráð.