mánudagur, 27. september 2010

Sýnið manndóm og horfist í augu við afleiðingar gjörða ykkar.

Það voru 147 einstaklingar kallaðir fyrir hjá Rannsóknarnefnd Alþingis, engin þeirra vildi axla ábyrgð á aðkomu sinni að Hruninu. Síðan þá hafa spunameistarar stjórnarflokkanna gert allt sem hægt er til þess að dreifa málinu um víðan völl, Davíð Oddsson fyrrv. forsætisráðherra, bankastjóri og formaður bankastjórnar Seðlabankans sem varð gjaldþrota undir hans stjórn, fer nú fyrir dagblaði þar sem harla einkennilegur málflutningur um Hrunið og aðdragandi þess er ástundaður.

Ábyrgð efnahagshrunsins liggur fyrst og fremst hjá hugmyndasmiðum frjálshyggjunnar og þeim stjórnmálamönnum sem stóðu að því að hrinda þessari stefnu í framkvæmd. Þar var fjárglæframönnum skapað svigrúm til þess að athafna sig og grafa undan stoðum íslensks samfélags. Þar var farið inn í fyrirtæki, sparisjóði og tryggingarfélag og þau skilin eftir í rústum.

Það liggur fyrir að þegar árið 2006 var komið í óefni. Samt var blásið á varnaðarorð og gefnar út yfirlýsingar um að stefna ætti enn hærra með Íslenska efnahagsundrið. Það hafa komið fram gögn að þáverandi ráðherrum og stjórnarþingmönnum var ljóst hvert stefndi fyrri hluta árs 2008. Samt var gert grín að varnaðarorðum og ekkert gert til þess að spyrna gegn Icesave. Farið var í kynningarferð þar sem efnahagslíf Íslands var dásamað.

Samfélagið flaug var fram af brúninni á fullri ferð undir stjórn þessa fólks, án þess að nokkuð hefði verið gert til þess að draga úr hraðanum. Það leiddi fjölmargra einstaklinga, heimili og ekki síst gamalt fólk, í þá stöðu að tapa aleigunni. Erinda hverra gekk þetta fólk, sem nú hafnar að axla ábyrgð gjörða sinna? Ekki almennings.

24 þús. heimili liggja í valnum, fjölmargir hafa glatað öllu sína sparifé, þar á meðal fjöldi fullorðinna, sem einnig verða að horfast í augu við niðurskurð lífeyris frá lífeyrisjóðum. Stjórnmálamenn ásamt embættismönnum hafa komið sínum málum þannig fyrir að þeir þurfa ekki að óttast að þeirra lífeyrir verði skertur, hann er auk þess töluvert hærri en hinum almenna launamanni stendur til boða.

Ábyrgðarmenn þessa fara nú þessa dagana mikinn á Alþingi og hafna því að axla ábyrgð. Engan þarf að undra þó helmingur kjósenda hafni því að greiða þessu fólki atkvæði sitt. Fólk vill aðra stjórnmálamenn og fá kosningar strax.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vel mælt Guðmundur.

Of fyrir munn margra.

Kosningar strax.

Þannig er hægt að hreinsa út.

Og fela nýju fólki að endurreisa hið ónýta alþingi.

Nafnlaus sagði...

Flottur, Guðmundur.

Aðalsteinn Agnarsson sagði...

Flottur, Guðmundur.

Nafnlaus sagði...

Góð grein,

Ábyrgð sumra á hruninu er slík, að þeir geta aldrei bætt það tjón fortðiðar til baka.

Þeir hafa þó sjaldgæft tækifæri. Þeir geta bætt fyrir mistök fortíðar, með því að forða landinu frá þeim atriðum sem orsökuðu stórfellt skuldatjón almennigs og fyrirtækja og forðað landinu frá nýju hruni.

Hættulegur og of lítill gjaldmiðill er ein megin orsök skelfilegs tjóns almennings og fyrirtækja, vegna hruns krónunnar, sem sést best á því að ekkert slíkt gengisshrun og skuldatjón varð innan evrunnar. Almenningur innan evrunnar er því ekki að drukkan í slíkum vanda.

Þeir sem ábyrgð bera, hafa því tækifæri á að bæta ráð sitt. Vinna að öllum árum svo tekinn verði upp alvöru gjaldmiðill, evra eins fljótt og kostur er.

Það er afar sjaldan sem tækifæri gefast í stóráföllum til að vinna til baka að einhverju leiti stórfellt tjón og koma í veg fyrir önnur eins.

Þetta er hið stóra próf, sem aðilar munu fara í gegnum, hvort sem þeim líkar betur eða verr, beint eða óbeint, þar sem það kemur fram í þeirra tali og gerðum frammi fyrir alþjóð.

Mistök á þessu prófi, munu ekki aðeins kosta minnkandi traust viðkomandi, heldur stefna þjóðinni í nýtt kerfishrun.

Góð frammistaða á prófinu, gæti hinsvegar aukið traust viðkomandi, og myndað grunna að endurreisn Íslands.

Hvorn kostinn ætli aðilar velji, fyrir nútíðina og um leið framtíð Íslands.

Hvers konar leiðtoga eigum við á Íslandi?

Nafnlaus sagði...

Hver var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar? Var það kannski Geir H. Harde?
Ef svo er, er sá maður bullandi sekur um vanrækslu í starfi.
E.t.v. er þetta rangt hjá mér.
Gætir þú kannski svarað þessari spurningu minni Guðmundur?

Nafnlaus sagði...

Já Guðmundur. Orðin eru góð.
En ég er hræddur um að þín kynslóð sé svo vel á sig komin að hún nenni ekki að taka þátt í betra íslandi fyrir börnin sín.
MBK

Guðmundur sagði...

Sæll MBK
Það eru nú allmargir af minni kynslóð sem hafa tapað öllu sínu og sjá fram umtalsverða skerðingu lífeyrisgreiðslna. Þannig að ég skil ekki ummæli þín

Nafnlaus sagði...

Ráðamenn þjóðarinnar skilja ekki hugsanagang þeirra er hafa misst vinnu og húsnæði. Og þeir vilja ekki skilja hann. En sá hópur stækkar daglega og einn daginn kemur þeirra tími, og sá dagur nálgast óðfluga.
Þegar og þá þurfa þeir (ráðamennirnir) að horfa í augun á þeim þúsundum sem þeir gerðu eignalausa og atvinnulausa með aðgerðarleysi eða aðgerðum. Já kostningar eða blóðuga byltingu, þeirra er valið, en þeir eiga ekki síðasta orðið! Það eigum við alþýðan, þessi þrælslýður sem traðkað hefur verið á en ekki meir.

Guð blessi Ísland!

Nafnlaus sagði...

Í fyrirsögninni, sem segir í raun og veru allt, ertu að biðja um kraftaverk!

Ekkert minna.

ÞÚB

Nafnlaus sagði...

Sælir.
Þær kynslóðir sem eru búnar að þræla fyrir sínu og hafa það sæmilegt í dag eru ekkert að fara berjast, snýst ekki um tap, heldur afskiptaleysi.
Börnin vita ekki hvað verkalýðsfélag er, jú styrkir og sumarbústaðir.
Fólkið í landinu barðist fyrir sínu hér á árum áður, núna er bara talað. Það er sorglegt að þeirra strit í okkar þágu endar sem blaður um hitt og þetta en engar aðgerðir.
MBK