Nú er Icesave aftur komið á dagskrá og enn virðist stjórnarandastaðan, bæði innan og utan ríkisstjórnar ætlar að víkja sér undan því að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna. Það hefur komið fram staðfesting hjá mörgum forsvarsmönnum að ófrágengið Icesave hefur valdið fyrirtækjunum gríðarlegum skaða og er í raun ein stærsta ástæða þess að okkur hefur ekki tekist betur við að koma atvinnulífinu í gang.
Leikurinn í kringum Icesave varð að stóru skrímsli í ofsafenginni og stjórnlausri umræðu, sem hefur einkennst af dramatískum stóryrtum fullyrðingum og gekk svo langt að margir einstaklingar trúðu því að lausn vanda Íslands væri falinn í því að kjósa sig frá Icesave og senda AGS heim. Þar með hyrfi fjárlagagatið stóra og við þyrftum ekki að skera niður í velferðakerfinu. Það væri annarra en íslendinga að greiða þær skuldir, og sjá um að við getum búið hér eins ekkert hafi í skorist, til viðbótar 7 földu umfangi íslenska hagkerfisins sem erlendir aðilar hefðu þegar tapað á íslenska efnahagsundrinu.
Sérstaða Íslands sem umheimurinn skyldi ekki nú frekar en fyrri daginn Sérstaða Íslands væri að mati stjórnmálamannanna ekki lengur fólgin stórfenglegu Efnahagsundri, heldur í stóru NEI sem myndi valda straumhvörfum um gjörvalla heimsbyggðina. Nú væri Ísland ekki bara komið fram úr öðrum með efnahagsundri, heldur væri stórt íslenskt NEI það sem erlendar ríkisstjórnir ættu eftir að uppgötva og óttuðust.
Málið lenti í sjálfheldu, engin hinna fjölmörgu erlendra manna sem ég hef rætt við hefur skilið hvert væri stefnt og grínuðust með að íslenskir stjórnmálamenn sem teldu sig vera handhafar hins algilda sannleika. Lifðu að hætti meistara Altungu í sögu Voltaires, "í blekkingu og loka augunum fyrir því hversu hörmulegur heimurinn í rauninni er. Núið sé besti mögulegi veruleikinn." Atvinnulífið fær enga fyrirgreiðslu og getur ekki endurfjármagnað sig, nema á afarkjörum, sakir þess að skuldaálag Íslands er komið í ruslakörfuna og hér ríkir fullkominn glundroði.
Afleiðing þessa er nú vilja NEI menn að málið fari fyrir dóm til þess að skera sig niður úr snörunni. Bretar og Hollendingar hafa alltaf sagt að það væri hagstæði leið fyrir þá en óhagstæð fyrir íslendinga. Það komi ekki til greina að láta skattgreiðendur annarra ríkja greiða upp skuldir íslendinga, nóg sé komið af því nú þegar.
Margir sem hafa tekið undir að það séu allmörg atriði sem bendi til þess að málið muni tapast. Íslendingar muni þurfa að greiða vexti frá fyrsta degi, sé litið til stöðu Íslands í ruslflokkinum er næsta víst að þeir munu verða mun hærri en samið var um. Einnig er bent á jafnræðið Íslendingum voru bættar allar innistæður og það ætti að gilda um alla, ekki bara fyrstu 20 þúsund evrurnar.
Stóra feita NEIið hefur snúist upp í andhverfu sína og hinir litlu kallar á Alþingi hafa ekki burði til þess að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna. Tapið nemur hundruðum milljarða króna, langvinnara atvinnuleysi og háum skuldum heimilanna.
1 ummæli:
Sérstaða Íslands felst í tvennu. Legu landsins og tungumálinu og hvorutveggja er „handicap“.
ÞÚB
Skrifa ummæli