miðvikudagur, 15. september 2010

Svört staða

Ég skynja mikinn meirihluta fyrir því að koma hagkerfinu úr þeirri stöðu sem það er í, sama hvort við ætlum í ESB eða ekki. Það er sama hvort við ætlum í ESB eða ekki gera verður miklar leiðréttingar á efnahagsstjórninni. Það er einnig mikill vilji fyrir því að ljúka Icesave því það er helsta ástæða þess að fyrirtæki landsins eru í miklum fjárhagsvanda. Þar má t.d. benda á OR, Icesave stendur í vegi fyrir endurfjármögnum fyrirtækisins.

Eftir fundi undanfarinna daga má segja að það sé ákaflega fátt sem bendi til þess að samstarf verði innan verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjarasamningum. Stjórnvöld hafa nýtt sér gengi krónunnar til þess að ómerkja kjarasamninga og það virðist ekki vera nokkur áhugi hjá stjórnmálamönnum að breyta því, þeir vilja halda þeim rétti.

Fjármálaráðherra og annar helsti leiðtogi ríkisstjórnarinnar hefur margoft lýst því yfir að krónan sé bjargvættur, með henni sé hægt að halda launum og kaupmætti niðri og tryggja gríðarlegan hagnað útflutningsfyrirtækjanna. Hann hefur einnig lýst því yfir að hann vilji ekki ræða nálgun að ESB.

Ef semja á til langs tíma verður það að liggja fyrir hvaða gjaldmiðil menn ætla að hafa hér til framtíðar. Ef það á vera krónan verða menn að semja með það að leiðarljósi. Krónan kallar á allt aðra efnahagsstjórn og mikla gjaldeyrisvarasjóði, sem mun draga verulega úr kraftinum til þess að takast á við niðurskurð í ríkisfjármálum. En ef stefnan er tekin á ESB og nýjan gjaldmiðil er stefnan allt önnur.

Það er forsenda fyrir langtímasamningum að krónan styrkist verulega og kaupmáttur vaxi. Það kallar á styrkari og faglegri stjórnun hagkerfisins. Þar eru enn til staðar miklar kerfisvillur, sem voru mikilvirkur þáttur í því hvernig fór. Eins og ég margoft bent á í pistlum um krónuna, að hún veldur því að í peningakerfi Íslands er mikill innbyggður ójöfnuður, óhagkvæmni og óstöðugleiki.

Á óbreyttum forsendum munu flest stéttarfélög næsta örugglega frekar semja hvert fyrir sig og þá til skamms tíma og horfið verður frá opnum kjarasamningum til eldri tíma með bundum kauptöxtum og kauphækknunum sem ná upp í gegnum allt launakerfið. Það kemur verst út fyrir þá sem minnst mega sín.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góð grein,

Það er rétt staðan er svört.

Ef stefna aðila er krónan, er næsta víst að líkur á nýju kerfishruni aukast verulega.

Þetta stafar af því að öll verðtryggð lán hækka verulga, og nýir stórir hópar í þjóðfélaginu sem hingað til hafa rétt getað greitt af sínum lánum, munu komat í vandræði. Þessi vandi mun skella á bönkum eins og ný flóðbylgja.

þar við bætast stór fyrirtæki, sem ekki fá aðgang að erl. lánum - þó að Icesafe verði leyst, þar sem traustið á gjaldmiðilinn er ekkert, enda verður hann bundinn í gjaldeyrishöft - eigi krónan ekki að sökkva.

Líkur á nýju kerfiskruni munu því aukast verulega, verði stefnan (í kjaramálum, efnahagsmálum og gengi)ekki sett afdráttarlaust á samninga við ESB og evru.

Síðan eftir næsta kerfisáfall - er hægt að hefja ný réttarhöld yfir þeim aðilum sem máttu vita að hverju stefndi - en gerðu ekkert - þar sem þeir eru haldnir sömu blindu og fyrri aðilar.

Sömu mistökin endurtekin,,, en afleiðingar hinsvegar mun verri en áður,,, þar sem staða þjóðarinnar er svo slæm,,