miðvikudagur, 6. október 2010

Fallnir á prófinu

Í kjölfar mótmæla og þess afhroðs sem stjórnmálamenn hafa fengið í umræðunni, kallaði forsætisráðherra forsvarsmenn allra stjórnmálaflokkana saman í gær og þar var farið yfir hvort menn væru tilbúnir til stefnubreytinga í vinnubrögðum og samstarfs.

Svörin endurspeglast í viðbrögðum Sjálfstæðisflokks, þeir lögðu fram á fundinum frumvarp sem þeir lögðu fram fyrri hluta árs 2009 og ætla að leggja fram nú á haustþingi. Stjórnarandstaðan mætti svo í viðtöl í fréttunum í gærkvöldi og sögðu að þetta hefði verið sýndarfundur hjá forsætisráðherra, hann hefði ekki fallist á að samþykkja frumvörp stjórnarandstöðunnar. Forsætisráðherra sagði þetta ekki rétt, en allir yrðu að vinna.

Þá höfum við það, þingmenn eru fallnir á prófinu og er um megna að breyta starfsháttum. Stjórnarandstaðan hefur ekki burði til þess vera þátttakandi í erfiðum ákvörðunum og axla ábyrgð á stöðunni. Þeir ætla að halda áfram að beita sínum brellibrögðum, og viðhalda þeim vinnubrögðum sem snúast alfarið um að koma í veg fyrir að pólitískur andstæðingur nái sínu fram. Sem sagt áframhaldandi kyrrstöðu á Alþingi.

Þá er ekki nema tvennt í stöðunni. Ríkisstjórnin fái samstöðu meðal sinna þingmanna og keyri í gegn sín mál af hörku og láti stjórnarandstöðuna sigla sína leið, eða boðað veði til kosninga.

5 ummæli:

Sigurður Sigurðsson sagði...

Ég hef lesið pistlana þína um nokkra hríð og stundum er ég sammála þér og stundum ósammála.

Ég er með tvær spurningar til þín Guðmundur.

Hvaða skoðun hefur þú á almennri skuldaleiðréttingu.

Hvaða skoðun hefur þú á tillögum Hagsmunasamtaka heimilana varðandi breytingar á íbúðalánakerfinu.

Með fyrirfram þökk um greinagóð svör.

Nafnlaus sagði...

Frábærir pistlar sem þú skrifar Guðmundur....mér finnst inntakið í þessum síðasta kristallast í setningunni "Það eru fyrirtækin sem stjórna ríkisstjórnunum ......."....þannig hefur að verið hér, þannig er það enn.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur,

Ég hef líka áhuga á að heyra þínar hugmyndir varðandi hvað eigi að gera í þágu heimilanna. Ég er ekki að tala um bara það að koma hjólum atvinnulífsins af stað til að skapa atvinnu heldur hvernig eigi að taka á skuldavanda heimilanna sem eru sum hver komin fram á ystu nöf og í raun skuldafangelsi og sum komin fram af brúninni.

Heldur sérstaklega, hver er þín afstaða til almennrar lækkunar skulda miðað við forsendubrest.

Hvað með 20% niðurfellingu? Frá sjónarmiði kröfuhafa sem standa frammi fyrir því að fólk er að missa greiðsluviljann þá ætti slík aðgerð að kosta minna heldur en að halda innheimtukröfum 100% til streitu og þar með steypa fjölda fólks í gjaldþrot og ýta ennþá fleiri í átt að ystu nöf. Smá breyting á verðbólgu eða aukið atvinnuleysi sópar svo enn meira fólki fram af brúninni. Mikið af þessum kröfum eru semsagt þegar tapaðar hvort sem er ef þessu heldur áfram. Almenn niðurfelling ætti því að vera í þágu kröfuhafanna og ýta undir að fleiri skuldarar geti amk greitt af lánunum sínum og hjálpa til við að gefa fólki von og breyta andrúmsloftinu.

Þetta mætti t.d. gera með því að setja lög sem draga úr áhrifum verðbólgu á verðtryggð lán, afturvirkt.

Verðtrygging er vitaskuld eitthvað sem á að afnema. Alveg fráleitt reyndar að það skuli vera vextir á verðtryggðum lánum umfram 0,5% eða svo. Hver er þín skoðun á afnámi verðtryggingar og hvaða áhrif hefur það að þínu mati á lífeyrissjóði og verkalýðsfélög.

Nafnlaus sagði...

aðeins meira sem ég vil bæta við...

Hvað með lyklafrumvarpið sem losar fólk úr skuldafangelsi? Auðvitað eiga allir nýir lánasamningar að vera með svona ákvæði og lánveitandinn tekur það inn í lánshæfismat. Það væri með öðrum orðum verið að færa áhættuna að miklum hluta frá einstaklingum yfir á lánastofnanir og mundi ýta undir ábyrgðarmeiri útlánastarfsemi. Retroactive er þetta aðeins erfiðara varðandi lánasamninga sem þegar eru til staðar, en hugsanlega hægt að framkvæma engu að síður.

Af hverju er verkalýðsforystan á móti því að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur við innborgun. Fyrir lífeyrissjóðseigendur þá kemur það á sama stað niður og skattlagning þegar lífeyrir er tekinn út.

Það væri mjög áhugavert að fá þína skoðun á þessum álitaefnum.

Guðmundur sagði...

Svörin við þeim spurningum sem beint er til mín er að finna á pistlum þessarar síðu
m.b.kv. GG