mánudagur, 18. október 2010

Framboð til stjórnlagaþings

Ný stjórnarskrá
Við höfum tamið okkur slæma stjórnarhætti. Samfélag okkar er ekki byggt upp af skynsemi. Við verðum að tileinka okkar gjörbreytta stjórnarhætti og hefta möguleika ríkisvaldsins til þess að hygla sérhagsmunum og ganga gegn mannréttindum. Við þurfum að byrja með hreint borð eftir Hrunið og eigum að hefja þá ferð með nýrri stjórnarskrá. Hún nauðsynleg til að skýra stjórnkerfi landsins. Stjórnarskráin er ekki ástæða þess hvernig við Íslendingar höfum haldið á málum okkar, en hún hefur reynst stjórnmálamönnum hentug til að tryggja sér völd.

Við eigum einkalíf með fjölskyldu, vinum og starfsfélögum, en verðum að gera margt saman í samfélaginu. Á nokkrum áratugum höfum við byggt upp samfélagskerfi af svo miklum hraða og krafti að ekki stendur steinn yfir steini. Siðferðið hefur setið á hakanum á meðan yfirborðsmennskan hefur orðið hið ráðandi afl. Ef við viljum ná betri þroska verðum við að taka umræðusiði okkar til rækilegrar endurskoðunar og setja okkur reglur sem miða að því að yfirvega lífshætti okkar og breyta þeim svo að börnum okkar finnist eftirsóknarvert að lifa í þessu landi. Leggja grunn að mannsæmandi lífi og koma í veg fyrir hinar endalausu deilur.

Fyrsti áfanginn gæti verið að yfirvega í alvöru, og ekki einungis lögfræðilega, hina dönsku stjórnarskrá frá 1944. Markmiðið á að vera að ný stjórnarskrá endurspegli þær reglur sem við viljum hafa við að leiða sameiginleg mál farsællega til lykta. Valdið sé hjá fólkinu og það geti leitt mál sín til lykta eftir reglum og leiðum sem það sjálft virðir. Tryggja þarf rétt fólksins til þess að grípa inn þróun mála og geti vísað málum til þjóðaratkvæðis. Skerða þarf veldi stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka og setja ýtarleg ákvæði um eignarrétt þjóðarinnar yfir auðlindum.

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til Stjórnlagaþings.

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott mál.

Nafnlaus sagði...

Þú færð mitt atkvæði.

Þræll #83

Nafnlaus sagði...

Gleður mig að heyra þetta! Það er að komast mynd á mannskapinn.

Haukur Kristinsson sagði...

Go for it, Guðmundur!

Unknown sagði...

Endilega að mæta á frambjóðendafund Stjórnarskrárfélagsins á morgun: http://www.facebook.com/home.php?#!/event.php?eid=163756370318420&index=1

Nafnlaus sagði...

Endilega sem fæsta lögfræðinga á þingið, helst enga.
Svipan vill kynna frambjóðendur:
http://www.svipan.is/?p=13594

Nafnlaus sagði...

Gott má Guðmundur. Þú færð mitt athvæði. Árni Pálsson.

Nafnlaus sagði...

Þess fagna ég af heilum hug og kýs þig ásamt fleiru valinkunnu fólki

Hallgerður Pétursdóttir..

Nafnlaus sagði...

Til hamingju Gudmundur og thakka ther innilega fyrir. Madur hefur nú mismikid álit á theim sem segjast berjast fyrir betra samfélagi, en ég hef mikid álit á thér.

kv. Gunnlaugur

Nafnlaus sagði...

Svipan ætlar að kynna frambjóðendur til stjórnlagaþings og helstu baráttumál þeirra.
Við bjóðum frambjóðendum að senda okkur upplýsingar til birtingar á fréttamiðlinum á ritstjorn@svipan.is

Jóhannes Þór sagði...

Frábært að fá þig í þessa baráttu Guðmundur, þú hefur oft lagt mikilvæg lóð á vogarskálarnar í þjóðfélagsumræðunni.

Jóhannes Þór Skúlason
í framboði til stjórnlagaþings
johannesthor.com
facebook.com/johannesthorskulason