fimmtudagur, 7. október 2010

LÍÚ liðið

Maður verður oft fullkomlega orðlaus yfir málflutningi LÍÚ manna. Þar fer sá hópur sem hefur fengið hæstu styrki úr ríkisjóð, mestu afskriftir í bankakerfinu og nýtur mestu forréttinda íslendinga í gegnum gjafakvótann. Hópur sem er með óráðsíu búinn að skuldsetja útgerðina út í hafsauga. Grenjandi upp um alla veggi með kröfur um sérréttindi og stendur staðfastlega í vegi fyrir því að gengið verði á það sem honum hefur tekist að draga til sín.

Þetta er sá hópur sem krefst þess að hafa krónuna svo hann geti gengisfellt blóðsúthellingalaust of góða kjarasamninga launamanna og afskrifað lán sín. Hann nýtir svo Evruna til eigin nota til þess að bæta afkomuna, en stendur í vegi að aðrir geti gert það. Þau launakjör sem sjávarútvegur býður upp á er svo aum, að íslendingar kjósa frekar að vera á atvinnuleysisbótum og störf í sjávarútvegi eru mönnuð með erlendum farandverkamönnum, sem eru á lægstu kjörum hér á landi.

Ásbjörn Óttarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er ótengdur við samfélagið, t.d. telur hann að það sé óþarfi að hafa dómskerfi fyrir sína líka, það sé bara fyrir auman almúgan og dæmir sjálfan sig í eigin málum og ákvarðar sjálfur hvaða sektir honum beri að greiða.

Það liggur fyrir að listalífið er að veita fleira fólk atvinnu en sjávarútvegur og hefur borið hróður Íslands víðar en sjávarútvegurinn. Í umræðum á Alþingi í gær hæddist Ásbjörn Óttarsson af listafólki, kvaðst ekki þola tónlistarhúsið og spurði hvers vegna þessir listamennn fengju sér ekki vinnu eins og venjulegt fólk.

Þeir eru margir sem eru búnir að fá nóg af þessum mönnum, allavega eru .þeir ekki að ná lágmarksárangri á Alþingi.

13 ummæli:

Unknown sagði...

Er Ásbjörn bara málpípa LÍÚ? Þegar hann tjáir sig um glórulausar áherslur í niðurskurði ríkisins... er það þá LÍÚ sem talar? Þessi tenging þín stenst enga skoðun.

Þessi "hópur" sem þú talar um hefur borið kostnaðinn af hagræðingu útgerðar á íslandi, úreldingu skipa o.s.frv. Það kostar að fækka skipum. Steingrímur og Jóhanna sáu til þess að þeim kostnaði yrði ekki velt yfir á skattborgara á sínum tíma, en nú væla menn og benda á skuldsettar útgerðir? Þetta er sú atvinnugrein sem mesta möguleika hefur til að borga sínar skuldir.

Ásbjörn talaði um menn sem þiggja ríkisstyrki við listsköpun sína, ekki listamenn almennt.
Vilt þú að þínir skjólstæðingar á landsbyggðinni fái sómasamlega heilbrigðisþjónustu? Einhversstaðar verða þeir peningar að koma og meðan heilbrigðisþjónusta er skorin grimmt niður er ekkert vit í því að byggja tónlistarhús elítunnar fyrir tugi milljarða eða halda úti ríkisstyrktum listamönnum fyrir fleirihundruð milljónir.

Hvaða styrki hafa útgerðarmenn fengið frá ríkissjóði? Gott væri ef þú gætir rökstutt það.

Gjafakvótinn var engin gjöf, þetta var kvótaskerðing, það bendir bara til vanþekkingar þegar menn nota þetta orð. Ásbjörn Óttarson hefur keypt sinn kvóta sjálfur og fékk ekkert upp í hendurnar.

Launakjör sjómanna eru beintengd afurðaverði sem er í erlendri mynt.

Nær væri að þú beindir spjótum þínum að þeim sem vega að atvinnusköpun í stað þess að taka þátt í því sjálfur.

ESB draumar þínir villa þér sýn og kveikja hatur í þínu hjarta. Þú virðist ekki hafa eina einustu staðreynd á hreinu í þessu máli eða ferð vísvitandi með fleipur.

Nafnlaus sagði...

Já skrýtið þegar viö höfum svona fólk (þjóna)í vinnu eins og hann skuli leyfa sér að tala svona niðrandi um þennan hóp að fólki, sem hefur gefið meira af sér í sjálboðavinnu enn nokkur önnur stétt til góðgerðarmála.

Mér var illilega flögurt að hlusta á þennan kvótaverja sem fékk sér feitan bita af þjóðarkökunni þar sem margir fá akkúrat ekkert af.

þessi litli kall á að segja af sér strax.

Nafnlaus sagði...

Algerlega - þetta eru hin einu og sönnu snýkjudýr á þjóðaríkamanum, þ.e. LÍÚ.

Nafnlaus sagði...

Hann er nú eitthvað lesblindur þessi Siggi Gunn. hann hefur allavega ekki lesið þá grein sem hann skirfar aths. við það er alveg víst.
KÞG

Guðmundur sagði...

Ásbjörn er búinn að biðjast afsökunar á orðum sínum og er meiri maður eftir, en er reyndar aðeins að klóra í bakkann

Guðgeir Kristmundsson sagði...

"Where you stand depends upon where you sit."
- John Davidson


Eru það meiri hagsmunir Íslendinga að vernda hagsmuni sárrafáa Íslendinga?

Ásbjörn og félagar í útgerðinni standa sig vel í gæslu sinna hagsmuna. Hvað með þig kæri landi?

Guðmundur sagði...

Já þeir hafa fengið margfalda styrki umfram allar listir í landinum í niðurfellingu skulda og annað sem lendir á skattborgunum þessa lands.

Já þeir eru öflugir í að passa upp á sinna hagsmuna og afskaplega ósvífnir í þeim efnum.

Hvað mig varðar þá bendi ég á þá stöðu sem rafiðnaðarmenn eru í og það stéttarfélag em þeir reka. Þeir hafa verið með hæstu meðallaun iðnaðarmanna í landinu, eiga öflugasta stéttarfélag landsins og stærstu starfsmenntun hér á landi.

En þeir eiga við eitt vandamál að etja eins og aðrir launmenn þessa lands það eru ítrök útvegsmanna í því að stjórna gjaldmiðli þessa lands sme eyðileggur jafnharðan allan árangur kjarabaráttu og gríðarleg eignatilærsla fer fram frá launamönnum og eigendum lífeyrissjóða til fárra.

Það er gegn þessu óréttlæti sem við berjumst og þar er stærsti andstæðingurinn sú valdaklíka sem hefur skapað það kerfi sem við búum við og hefur keyrt almenning í kaf en skapað fáa ríka einstaklinga. Sem sína okkur daglega starfsaðferðir sína r í gegnum valdagæslumenn sína á Alþingi.

Nafnlaus sagði...

Það segir manni allt um hversu aumir þeir eru og hafa slappan málstað þessir sem eru að reyna að réttlæta með því að ausa drullu yfir þig og þín frábæru störf Guðmundur.

Þessi góði pistill segir allt sem segja þarf um þetta lið.

Kíktu á styrkina úr ríkissjóð sem Skinney nældi sér í frá skattgreiðendum þessa lands
Gormur

Nafnlaus sagði...

Alveg dauðöfunda ég þig Guðmundur af því hvernig þér tekst alltaf að gera LÍÚ liðið vitlaust. Þetta er frábært hvernig þú flettir ofan af líkþornunum. Meira af þessu.

Þorvaldur sagði...

Alveg sammála takk fyrir góðar greinar

valdikr sagði...

Góð grein

Nafnlaus sagði...

Fantagóð grein að venju
kv Halli

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir - þetta er beint í mark
Kv Snorri