þriðjudagur, 26. október 2010

Steininn skal hola

Þeir eru margir sem vilja leggja línurnar fyrir ASÍ í komandi kjarasamningum. Þeir sem hafa sig mest í frammi eru undantekningalítið ekki félagsmenn í stéttarfélögum, en þeir ná undantekningalítið til fréttamanna, jafnvel þó við blasi þversagnir í allar áttir. Fréttir eru samdar, ekki skrifaðar.

Okkur er gert að lesa tillögur Svavars Gestss. sem nýja frétt, að launamenn eigi að beita sér fyrir félagslegu húsnæði. Þessa grein hefur hann greinilega samið frá orði til orðs upp úr ályktunum síðasta ársfundi ASÍ. Þar var ítarlega fjallað um nauðsyn þess að byggja aftur upp félagslega íbúðarkerfið sem var búið að byggja upp, en misvitrir stjórnmálamenn lögðu í rúst á eftirminnilegan hátt með rangri ákvarðanatöku.

Þetta ættu fréttamenn að vita, og reyndar fyrrverandi burðarmenn í íslenskri pólitík. Þeir ættu einnig að vita að félagsmenn muna síðast allra spyrja stjórnmálamenn, fréttamenn eða utanfélagsmenn um hvaða stefnu þeir taka í komandi kjarasamningum.

Í hinu virta fréttablaði DV lesum við aftur á móti að helstu forystumenn séu andsnúnir því að laun hækki og standi á móti láglaunamönnum. Sá sem það skrifar vill greinilega ekki horfast í augu við þá staðreynd að verkalýðshreyfinginn hafði náð prýðilegum árangri í að draga upp kaupmátt launa það sem af var þessari öld og var búið að ná betri kaupmætti en er á hinum Norðurlandanna, en allt það starf var lagt í rúst með vitlausustu efnahagsstjórn sem beitt hefur verið í víðri veröld og lagði Íslenskt efnahagskerfi í rúst. Þar var ekki við slaka kjarasamninga að sakast eins og tönglast er á, það var Hrun gjaldmiðilsins sem er orsakavaldur kaupmáttarhruns.

Verkalýðshreyfingin hafði ítrekað ásamt öðrum bent á hvert stefndi en stjórnmálamenn hlustuðu ekki á þær aðvaranir. Það er ásstæða þess að það vefstr fyrir mörgum launamönnum til hvers það sé að semja um launahækkanir á meðan stjórnmálamenn haga sér með jafnárbyrgum hætti og gert hefur verið. Og sviku allt sem hægt var að svíkja í Stöðuleikasáttmála um uppbyggingu atvinnulífs og stefnu á stöðugri gjaldmiðil. Um þetta er fjallað ítarlega í gögnum frá Ársfundi en fjölmiðlar sinna í engu.

Nú erum við í þeirri stöðu að varanleg fátækt blasir við mörgum og á ársfund ASÍ mæta 8 tunnuslagarar og krefjast þess að ASÍ samþykki að sparifé fátækra launamanna verði gert upptækt og nýtt til þess að greiða upp skuldir annarra. Þetta verður að aðalfréttaefni fjölmiðla og það er eins og ekkert annað hafi farið fram á ársfundinum. Fjölmiðlar segja að ársfundafulltrúar hafi setið huldir af lífvörðum, á meðan allir vissu sem fundin sátu, að þessir örfáu tunnuslagarar skiptu fundinn engu og hann hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. Það var aftur á móti hóteleigendur sem settu öryggisverði við út og innganga til þess að verja eigur sínar. Þessu var mótmælt af hálfu fundarmanna en án árangurs.

En niðurstaðan blasir í fyrsta lagi þá fer ASÍ ekki með samningsréttinn það eru stéttarfélögin og félagsmenn þeirra. ASÍ hefur ekkert með þá ákvarðanatöku að gera hvort teknir verði fjármunir út úr lífeyrissjóðunum, það eru landslög og það er háð samþykki sjóðsfélaga.

Það hefur komið fram að félagsmenn gera kröfur um að kaupmáttur verði bættur, og félagsmenn hafa einnig hafnað því að sparifé í lífeyrissjóðum verði gert upptækt. ASÍ er vettvangur sem félagsmenn stéttarfélaganna stjórna ekki öfugt. En eitt vitum við öll, það er nákvæmlega sama hvaða niðurstöðu stéttarfélögin ná í komandi kjarasamningum, fréttamenn munu halda áfram sínu skipulagða niðurrifi á íslensku samfélagi og níða niður allt sem úr kjarasamningum kemur og ef það er eitthvað jákvætt þá er það ekki birt, en jafnframt er því haldið fram að verkalýðshreyfingin geri ekkert.

Steininn skal hola. Markviss neikvæð umræða um samtök launamanna grefur undan stöðu þeirra og þar ganga fréttamenn dyggilega erinda launagreiðenda sinna, fjármagnseigenda og kaupenda auglýsinga, sem vilja vitanlega geta haldið áfram þeirri stórfelldu eignaupptöku sem fram fer og veikja stöðu launamanna. En það sem er sárast er að fréttastofa RÚV bregst endurtekið fullkomlega íslenskum launamönnum.

9 ummæli:

Stefán Benediktsson sagði...

Einu sinni snerist fréttamennska um að "skúbba" segja frá einhverju fyrstur. Það er eins og fréttamenn hafi ekki frétt að skúbbin fara nú fram á netinu. Aðallega sem afurð apalögmálsins þ.e. settu nógu marga apa við ritvél það kemur eitthvað útúr því á endanum. Þegar vefurinn hefur tekið við hlutverki sensasjónismans ættu fjölmiðlar að geta einbeitt sér að fréttasögunni og staðreyndum ekki láta tilfallandi fólk sem er statt á sama stað og fréttamaðurinn ráða túlkun atburðanna. Það ætti að spila viðtal Stephen Sackur við Geir Haarde í BBC frá 12. feb í fyrra reglulega fyrir fréttamenn svo þeir átti sig á hvernig slíkt á að gerast.

Nafnlaus sagði...

Fantagóðar greinar Guðmundur og takk fyrir það. Merkilegt að sjá hvernig sumt fólk snýr "faðirvorinu upp á andskotann", þ.e. les út úr texta allt annað en það sem í honum stendur, sbr. sum af þeim kommentum sem gerð eru við næstu grein þína á undan þessari. Treysti því að þú haldir ótrauður áfram - og haldir haus - hvað sem úrtölufólk og nöldurseggir segja og skrifa. Góðar kveðjur.

Nafnlaus sagði...

Ég sé að þú hefur algerlega misskilið tunnusláttinn Guðmundur.
Tunnuslagararnir sem voru fleiri en átta, fyrir þá sem ekki kunna að telja eins og þú, voru ekki að krefjast peninga.
Þeir voru að krefjast þess að þeir sem eru á launum hjá okkur vinni fyrir okkur, en ekki einhverja aðra.
Þú sjálfur hefur meira að segja verið að mæra Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Þér er hér með formlega boðið, eins og öllum öðrum í bíó á föstudagskvöldið kl. 20:30 á myndina; Memoria del saqueo/Social Genoside sem er heimildarmynd um hrunið í Argentínu og eftirmála þess. Meðal annars er fjallað um aðkomu IMF og World Bank að þeirri skelfingu sem þar fór fram.
Ég hvet þig til að mæta og sjá þessa mynd og skrifa svo pistil um AGS.

Nafnlaus sagði...

Hreyfingin býður þér í bíó: Social Genocide
Time
29 October · 20:30 - 22:30
Location Bíó Paradís (regnboginn)
Hverfisgötu 54
Reykjavík, Iceland
Created by:
Hreyfingin

Guðmundur sagði...

Ég hef hvergi mært AGS það er ómerkilegur spuni, eins og svo margt í umræðunni frá ykkur.

Ég hef bent á að traust Íslands vegna hátternis íslenskra stjórnvalda var kominn í þá stöðu að allir, þar á meðal Norðurlandaþjóðir neituðu Íslandi um lán eða fyrirgreiðslu, nema í gegnum AGS. Staða Íslands var sú að það var um ekkert annað að velja.

Þar er fyrst og síðast að sakast við stjórnmálamenn sem þrátt fyrir aðvaranir úr öllum áttum héldu áfram í helbrautinni og Ísland flaug fram af brúninni á fullri ferð.

Hugsið ykkur hvernig staða fjölmargra heimila væri í dag ef íslensk stjórnvöld hefðu árið 2006 sinnt þeim aðvörunum sem þeir höfðu handa á milli og gert almenning grein fyrir að innan skamms tíma myndi gjaldmiðillinn falla og Íslenska bankakerfið væri á brauðfótum, þetta vissu þeir en gerðu ekkert annað en hvetja fólk til þess að fjárfesta enn meira.

Rifjið upp ummæli Sjálfstæðismanna í kosningabaráttunni 2007, það er það sem ég hef margoft bent á.
En það er svo dæmigert samkvæmt hinni löskuðu umræðulist að það hafi snúist upp í að ég sé að mæra AGS.

Mikið ofboðslega er þessi spuni ómerkilegur og á lágu plani. Lýsir getuleysi til þess að taka þátt í málefnanlegri umræðu, svona dylgjur einkennast af lýðskrumi, rakalausum upphrópunum og neikvæðum aðdróttunum í garð saklaus fólks. Ef við tækjum höndum saman um að taka raunverulega vandanum og hvaða leiðir standa til boða (allar erfiðar) þá myndi okkur eitthvað miða, en í stað þess eru menn í raun virkir þátttakendur í innihaldslausum átakastjónmálum og tryggja í raun kyrrstöðu í dalbotninum.

Hvað varðar önnur mál þá er ég á þingi danskra rafiðnaðarmanna og kem heim um helgina

Guðmundur sagði...

Ég hef hvergi mært AGS það er ómerkilegur spuni, eins og svo margt í umræðunni frá ykkur.

Ég hef bent á að traust Íslands vegna hátternis íslenskra stjórnvalda var kominn í þá stöðu að allir, þar á meðal Norðurlandaþjóðir neituðu Íslandi um lán eða fyrirgreiðslu, nema í gegnum AGS. Staða Íslands var sú að það var um ekkert annað að velja.

Þar er fyrst og síðast að sakast við stjórnmálamenn sem þrátt fyrir aðvaranir úr öllum áttum héldu áfram í helbrautinni og Ísland flaug fram af brúninni á fullri ferð.

Hugsið ykkur hvernig staða fjölmargra heimila væri í dag ef íslensk stjórnvöld hefðu árið 2006 sinnt þeim aðvörunum sem þeir höfðu handa á milli og gert almenning grein fyrir að innan skamms tíma myndi gjaldmiðillinn falla og Íslenska bankakerfið væri á brauðfótum, þetta vissu þeir en gerðu ekkert annað en hvetja fólk til þess að fjárfesta enn meira.

Rifjið upp ummæli Sjálfstæðismanna í kosningabaráttunni 2007, það er það sem ég hef margoft bent á.
En það er svo dæmigert samkvæmt hinni löskuðu umræðulist að það hafi snúist upp í að ég sé að mæra AGS.

Mikið ofboðslega er þessi spuni ómerkilegur og á lágu plani. Lýsir getuleysi til þess að taka þátt í málefnanlegri umræðu, svona dylgjur einkennast af lýðskrumi, rakalausum upphrópunum og neikvæðum aðdróttunum í garð saklaus fólks. Ef við tækjum höndum saman um að taka raunverulega vandanum og hvaða leiðir standa til boða (allar erfiðar) þá myndi okkur eitthvað miða, en í stað þess eru menn í raun virkir þátttakendur í innihaldslausum átakastjónmálum og tryggja í raun kyrrstöðu í dalbotninum.

Hvað varðar önnur mál þá er ég á þingi danskra rafiðnaðarmanna og kem heim um helgina

Nafnlaus sagði...

Guðmundur mikið eru viðbrögð þeirra sem þú tuskar til í frábærum pistlum fyrirsjáanleg. Getuleysi þeirra blasri við, spuni, enn meira lýðskrum og rakalausar dylgjur.

Takk þú ert klárlega langöflugasti forystumaður verkalýðshreyingarinnar sem lýsir sér í stöðu Rafsambandsins, minnsta en um leið öflugasta stéttarsambands landins
Krummi

Nafnlaus sagði...

Það er rétt hjá þér Guðmundur að þetta úrtölufólk er á fullu í upphrópunarumræðunni og virkt í niðurrifinu með stjórnmálamönnunum og spjallþáttastjórnendunum.
Frábærir pistlar, þú ert sá eini sem greinir stöðuna skýrt og greinilega, án lýðskrums, einungis beinskeittar greiningar á stöðunni
Meira Meira takk takk
Góðar kv Guðrún

Nafnlaus sagði...

Pistlar þínir og svör þín endurspegla mjög vel hvers ég er stuðningsmaður þinn í RSÍ og ég veit að þeir eru margir sem eru ánægðir með hver staða sambandsins er og hversu öflugur málsvari okkar formaður er

Ólafur