Hún er stundum ótrúlega ómerkileg sú fréttamennska sem er ástunduð hér á landi. Ég lenti því fyrir nokkru þegar því var haldið fram að ég tæki mér einhendis 1.5 millj. kr. í laun hjá Rafiðnaðarsambandinu. Sem var hreinræktuð lygi og uppspuni. Ég er með laun samkvæmt kjarasamning RSÍ og það er miðstjórn sambandsins sem ákvarðar laun starfsmanna. Ég reyndi að koma á framfæri leiðréttingum en þær voru birtar með þeirri afbökun að ég væri eiginlega með ódrengilegar aðdróttanir að sendiboðanum, sem væri saklaus.
Í gær birtir ritstjóri Eyjunnar frétt þar sem hann gerir forseta ASÍ upp skoðanir. Það er búið að biðja ritstjórann að leiðrétta þetta en hann hafnar því. Í yfirskrift fréttarinnar fullyrt að Gylfi hafi hafnað almennri niðurfærslu skulda, sem er alger tilbúningur fréttamannsins. Gylfi fór og hitti ráðherra síðdegis í gær. Hann dreifði til þeirra mati hagdeildar ASÍ á umfangi skulda heimilanna, þar sem m.a. er dregið fram að Seðlabankinn vanmeti skuldir heimilanna því hann færi útlán bankanna niður sem nemur varúðarfærslunni þó bankarnir haldi því til streitu að heimilin skuldi þetta.
ASÍ hefði ávallt lagt áherslu á að aðstoða þá sem væru í mestum vanda en ef stjórnvöld finni leið til að fjármagna almenna lækkun myndum við ekki setja okkur á móti því. Hins vegar væri ekki ljóst ekki hvernig stjórnvöld ætluðu að framkvæma niðurskurðinn. Sú tillaga sem hefði verið dregin upp á borðið gerði ráð fyrir því að lífeyrissparnaður landamanna, einkum þeirra á almennum vinnumarkaði, verði notaður til þess að gera þetta kleyft.
Það er ljóst þessi leið er einfaldlega ekki fær, engir hefðu umboð til þess að semja um slíka aðgerð. Það einfaldlega má ekki nota þennan sparnað til annarra hluta en að greiða lífeyri. Þetta sambærilegt eins og ég hef oft bent á að bankaráð bankanna myndu ákveða að nota innistæður á bankareikningum til að greiða niður skuldir annarra viðskiptavina bankans. Ef þessi leið yrði farinn myndi því vera hnekkt fyrir héraðsdómi og hæstarétti. Það er ótrúlegt að fimm ráðherrar og fjórar þingnefndir sitji á rökstólum við að finna leið til þess að senda almennu launafólki reikninginn fyrir þessari aðgerð. Hún mun valda 10% lækkun örorkubóta og lífeyris hjá fólki í almennu sjóðunum á meðan ákveðin hópur opinberra starfsmanna er með allt sítt á þurru og almennir launamenn varða að auki að greiða þann kostnað með hærri sköttum.
Það er ljóst að þetta styður enn frekar mikilvægi þess að ekki verði staðið upp frá samningaborðinu í vetur án þess að jafna lífeyrisréttindin og þann mikla aðstöðumun sem væri milli kerfanna. Svona aðgerð myndi ekki hafa nein áhrif á lífeyrisréttindi þeirra og annarra opinberra starfsmanna en rýra verulega réttindi okkar fólks.
8 ummæli:
Sæll Guðmundur!
Oftast er hún ótrúlega súr gagnrýnin sem dynur á fjölmiðlum; heimskuleg, samsæriskenningarleg og afvegaleiðandi. Með þessu er síður en svo verið að segja að fjölmiðlar séu yfir gagnrýni hafnir. Og í þessu niðurfellingar-skulda-máli hafa fjölmiðlar ítrekað kúkað í buxurnar. Þetta er eitt dæmi þess.
Og það sem sorglegast er; þeir hafa ítrekað nauðgað verkfæri sínu sem er tungumálið og merking þess. Sem er óafsakanlegur glæpur. Þeir tala um "skuldaleiðréttingu" eins og það sé sjálfsagt.
Hugsanlega má færa rök fyrir því að niðurfelling skulda sé að einhverju leyti leiðrétting á forsendubresti, ég veit það ekki. Það breytir ekki því að leiðrétting og niðurfelling er ekki sama orðið né er það sömu merkingar.
Þeir tala ítrekað um skuldara, með fullri virðingu fyrir þeim, sem almenning. Því er ekki svo farið. Skuldarar eru vissulega hluti almennings en það gerir þá ekki að öllum almenningi. Rafvirkjar eru hluti almennings, það þýðir ekki að allur almenningur séu rafvirkjar. Þetta er svona barnaskólarökfræði. Þeir eru sniðmengi almennings.
Enginn innan fjölmiðlastéttar hefur sett spurningarmerki við nafngiftina á þeim hópi sem er kallar sig Hagsmunasamtök heimilanna. Þetta er afskaplega villandi nafngift svo ekki sé meira sagt. Þetta eru Hagsmunasamtök skuldara og þessi samtök fara fram á að allur almenningur taki þátt í að greiða lán þeirra.
Sama máli gegnir um þennan svokallaða talsmann neytenda. Að hann skuli voga sér að vera í skýlausri hagsmunabaráttu fyrir skuldara á kostnað neytenda = almenningur, er mjög vafasamt.
Þessi í stað gildir æsifréttamennskan eins og þessi hjá honum Þorfinni sem hefur stigið á bólakaf í allar þessar kúadellur. Sorglegt.
Kveðja,
Jakob
Sæll.
Aftur er haldið á lofti þeim misskilningi að á landinu búi tvær þjóðir, þeir sem skulda og þá væntanlega bara skulda og hinna sem ekki skuld eða lítið. Málið er ekki svona. Það er almennenningur í þessu landi sem býr við skuldavanda, sumir vegna offjárfestingar en aðrir vegna tekjufalls og stökkbreyttrar vísitölu sem orsakaðist af loftbóluhagkerfinu og falli þess. Almenningur hefur ekki efni á að lifa í því umhvefi sem nú ríkir, að berja sér á brjóst í baráttu um betri kjör, er eins og að neita að taka þátt í niðurskurði á fjárlögum, innistæðulaust. Það er ekkert til skiptana. Það er líka óraunhæft að ætla að halda til streitu innistæðulausri ávöxtun lífeyrissjóðanna vegna verðbólguskots. Það er einfaldlega vitlaust gefið. Ef við viðurkennum það ekki er vá fyrir dyrum og almenningur mun líða fyrir það lengur en ástæða er til. Ég er almenningur, ég greiði í lífeyrissjóð og hef gert alla mína starfsævi, ég skulda húsnæðislán sem hækkaði um 2 milljónir á sama tíma og fasteignamatið á húsinu lækkaði um 1,5 millj. Er heil brú í þessu? Komið út af skrifstofunum ykkar og út í raunheima.
Ríkisstjórnin og þingmenn eru opinberir starfsmenn og með lífeyrisréttindi í þeim sjóðum sem ekki þurfa að búa við skerðingu.
Þá finnst mér að ríkisstjórnin ætti að huga að því að nota fé úr sínum sjóðum ef þeim er svona áfram um að nota fé lífeyrissjóða í annað en að greiða lífeyri. Og láta almennu lífeyrissjóðina í friði.
ÞÚB
Ég sendi ritsjóra athugasemd út af þessu og óskaði eftir að hann bæði Gylfa opinberlega afsökunnar en ekki vr orðið við þessu. Mér sýnist upplognar ærumeiðandi fréttir séu saknæmt athæfi. Svo er annað, athugasemdir eru upp fullar af nafnlausum lygum og róg um allt og alla. Uppspretta ómálefnalegrar umræðu og geðvonskukasta.
Takk Guðmundur, fyrir að standa í lappirnar varðandi lífeyrissjóðina.
Ég sem meðlimur í rafiðnaðarsambandinu til margra ára er mjög ánægður með þín störf. Og raunar störf Gylfa forseta ASÍ einnig.
Gunnlaugur Ásgeirsson.
Hvers vegna sýnir þú ekki bara launaseðilinn til þess að eyða allri óvissu?
Nafnlaus #14:36
Laun mín hafa verið birt á þessari síðu, nokkrum sinnum. Þau eru þegar allt er talið, vel tæplega helmingur þessar 1.5 millj. Það sem lyfti sköttum mínum upp þær hæðir sem verða að 1.5 millj.kr. launum í útreikningum er að ég tók út séreignarsparnað til þess að gera greiðslubyrðu fjölskyldunnar þolanlega. Það gerðu reyndar mjög margir auk þess að leysa út ýmsar aðrar eignir þannig að ég leyfi mér að halda því fram að útreikningar tekjublaðanan hafa aldrei verið jafn fjarri öllu sanni. Bæði uppá við og niðru á við, þar voru m.a. fjölmargir umsvifamiklir einstaklingar með nokkra tugi þúsunda í mánaðarlaun
Þakka hinum mörgu þúsundum sem heimsækja þessa síðu daglega innilega fyrir innlitið
Takk og góða helgi
Sæll Guðmundur.
Þakka þer fyrir góð skrif í sambandi við lífeyrissjoðina.
Eg ætlast til þess af þer og þínum kollegum að þú standir VÖRÐ um mín lífeyrisrettindi!
Standir vörð um
Lífeyrisréttindi foreldra minna (sem eru orðin háöldruð).
Standir vörð um lífeyrisrettindi barna minna,skyldmenna og fullt af fólki sem eg þekki!
Eg bý úti á landi þar sem fasteignarverð hefur hrunið!Er það eitthvað nýtt að lán fari upp fyrir fasreignarverð?
Nei það er ekkert nýtt.
Fólk ætti bara að athuga verð á fasteignum á landsbyggðinni,og hvað var fólki þar BOÐIÐ uppá jú erfiðleikalán!!
Á ekki bara að nota sömu lausnir nú!Það voru lausnirnar sem landsbyggðarfólki var boðið upp á!
Stattu þig Guðmundur!!!
Skrifa ummæli