Ef við ætlum að halda úti krónunni kostar það okkur gríðarlega gjaldeyrisvarasjóði og það leiðir yfir okkur enn meiri vaxtakostnað, er þó ærinn fyrir. Ef við skiptum um mynt mun áhættuálag Íslands á alþjóðagjaldeyrismarkaði lækka töluvert. Það munar gríðarlega um hvert prósentustig í vöxtum eins og komið er fyrir Íslandi með hinar svimandi háu skuldir. Hvert prósentustig lækkar vaxtagreiðslur íslenska hagkerfisins um nokkra milljarða.
Íslenska krónan er við hlið evrunnar eins og korktappi við hlið skips af stærstu gerð. Eins og komið hefur fram spiluðu margir á örgjaldmiðilinn okkar og framkölluðu miklar sveiflur og högnuðust mikið á því, á meðan venjulegar fjölskyldur bjuggu við hækkandi verðbólgu og vexti vegna þessa ástands og skuldirnar fóru upp úr þakinu.
Sveiflur krónunnar hafa leitt til þess að sparnaður og aðgát í fjármálum er íslendingum ekki eðlislægt eins og komið hefur fram í könnunum. Fjármálalæsi íslendinga er ákaflega lágt, borið saman við nágrannaþjóðir okkar. Það mun reynast vonlaust að laga það á meðan við búum við örgjaldmiðil.
Danir greiða að jafnaði um 1 – 1,5% hærri vexti fyrir það að vera með danska krónu í stað evru. Það liggur fyrir að við munum greiða a.m.k. 3,5% aukalega hærri vexti á meðan við höldum krónunni en ella þyrfti.
Ísland getur komist inn í ERM2 (eins og Danmörk og Færeyjar) um leið og landið samþykkir aðild að ESB. Trú á framtíðina væri stórkostlegasta kjarabót sem við gætum náð núna. Það er vitanlega eitt skilyrði sem þarf þá að uppfylla, það er að fyrir liggi samþykkt umsókn um aðild að ESB. Þá mun Seðlabanki ESB verða bakhjarl krónuna eins og þeirrar dönsku og tryggja að frávik á genginu verði innan tiltekinna marka.
53% af viðskiptum Íslands fara fram í Evrum, liðlega helmingur af gengisáhættu íslendinga hverfur við upptöku evru. Norska krónan er með 4% af viðskiptum okkar dollarinn 11% og Kanadadollar 1%. Innganga í ESB og upptaka evru er ekki skyndilausn, en hún er nauðsynleg framtíðarlausn ef við ætlum að losna við óábyrga efnahagsstjórn, þar sem mistök íslenskra stjórnmálamanna hafa endurtekið verið leiðrétt með því að sveifla krónunni. Sem hefur kallað yfir 0kkur verðbólgu, hærri vexti og hærra verðlag.
Aðilar vinnumarkaðarins hafa tækifæri til þess að taka á þessu máli núna, en það er kjarkleysis á hinum ýmsu stöðum á að taka á þessu máli. Þetta er kjarni málsins.
10 ummæli:
Þá er bara keyra fast á ESB aðild eða ekkert samið. Kominn tími til að þeir sem vinna fyrir sér í þessu landi njóti þess. Sá sem á ekki kvóta eða bú þarf engan ríkisstyrk, hann þarf bara halda sínum kaupmætti.
mbk.
Í okkar basli GG, þá var ekki til staða eins og Stökkbreyting eða Forsendubrestur. Þetta eru ný hugtök sem hægt er að senda til skattgreiðenda í boði íslensku krónunnar.
Sigurður
Sammála hverju orði.
En það vekur nokkra athygli hversu dauf verkalýðshreyfingin er í afstöðu til þessara mikilvægu mála þrátt fyrir augljósa hagsmuni, ef þú og Gylfi Arnbjörnss eru undanskildir. Er skýring á því?
Kv Jóhann
Í hvert skipti sem þessi mál eru tekinn til umræðu taka til máls menn sem krefjast þess að ekki sé verið að skipta ser af málum sem Alþingi hefur á sinni könnu, þetta er viðhorf sem tekið var upp í lok síðustu aldar og fjölmiðlar hafa verið ákaflega meðvirkir í, og við vitum á hvaða vegum fjölmiðlarnir eru og aldrei eins og nú
Ef ég er að skilja þig rétt eru þú farin að spyrða RSÍ við pólitíska stefnum sem nefnist ESB lausnin, ég greiði mín félagsgjöld til RSÍ til annara hluta en að fjármagna pólitískan áróður í nafni félagsmanna.
Innganga í ESB í dag er álíka mikil draumsýn og ný-frjálshyggjan var þ.e við munum vera með óhæfa stjórnmálamenn hvort sem er utan eða innan ESB, dæmi: Grikkland, Írland, Spánn, Portúgal, Ítalía o.s.f., viljum við ALVÖRU stjórnmálamenn þá verðum VIÐ að ala þá upp.
Ísland verður aldrei með sama vaxtastig og Danmörk enda er gríðarlegur munur á löndunum sem mun ekki breytast með inngöngu í ESB þ.e Ísland er afland og jaðarsvæði í ESB, Danmörk er annes í Þýskalandi og ekki fræðilegur möguleiki á að þeim mistækist þótt þeir hefðu alla Íslensku óhæfu stjórnmálamennina.
Venjulegt fólk sem ætlar að spara í Danmörku fær minna til baka en það lagði inn enda eru neikvæðir vextir "norm" í Danmörku, skiptir kannski ekki öllu máli þar sem eftirlaunakerfið er gegnumstreymiskerfi og er hluti af skattkerfinu þ.e Danir borga bara það sama og við þegar upp er staðið en þeir fatta það bara ekki enda eru margir vasar á sömu flíkinni. Okkar kerfi miðar að því að ríkið sé öryggisnetið fyrir þá sem hafa ekki launatekjur af einhverjum ástæðum en þeir sem hafa launatekjur greiða í lífeyrissjóð sem síðan lánar til þá peninga áfram með lágmarks 3,5% raunávöxtun þ.e þessir raunávöxtun ER raunverulega ígildi skattgreiðslna í gegnum-streymi-kerfunum.
Verði ávöxtunarkrafa læknuð í t.d 1,5 til 2% þá þarf að hækka inngreiðslur í lífeyrissjóði í 18 til 20% af tekjum þ.e rúta peningum milli vasa í sömu flíkinni.
Það sem menn kalla daglega "stöðugleika" og ásælast í Evruni má líka kalla stöðugleika byggðan á atvinnuleysi, flestar þjóðir geta dregið verulega úr atvinnuleysi með því að lækka gengi eða aukið atvinnuleysi með því að halda genginu föstu í kreppum með tólum eins og ERM2 sem er ekkert annað en kork og kútur gjaldmiðilsins.
Við höfum þrjár leiðir:
1.
Gera harða atlögu að stjórnmálamönnum og hundelta þá fyrir arfaslaka efnahagsstjórn sama hvar í flokki þeir eru, þetta mun bæta hagstjórnina til lengri tíma litið, þessi leið er líklega ekki fær þar sem hluti af þessu óhæfu pólitíkusum eru með sterk ítök í samtöku á borð við aðila vinnumarkaðarins en þessi aðilar væru við venjulega aðstæður helsti baráttuaðilar fyrir bættri hagstjórn þ.e lausnin er hluti af vandamálinu.
2.
Taka upp mælitækin Evru(kallar á inngöngu í ESB) eða Dollar og treysta á að stöðugleikinn komi sjálfkrafa með hagsveiflujöfnun í atvinnuleysi.
3.
Halda krónunni sem mælitæki á íslenska hagkerfið og koma í veg fyrir viðvarandi hátt atvinnuleysi með breytingum á verðgildi krónunnar.
Sambland af leið 1 og 3 væri hin eiginlega raunhæfa lausn til frambúðar en þá þyrfti ekki bara að hreinsa til í stjórnmálakerfinu heldur einnig í samtökum aðila vinnumarkaðarins, við alvöru hagstjórn mundi ekki neinum detta í hug að halda að krónan sé eitthvað sérstakt vandamál.
Það má altaf koma í veg fyrir árásir alþjóðavæddra alþjóða glæpamanna/vogunarsjóða með einföldum reglum.
Fyrri hluti:
Ef ég er að skilja þig rétt eru þú farin að spyrða RSÍ við pólitíska stefnum sem nefnist ESB lausnin, ég greiði mín félagsgjöld til RSÍ til annara hluta en að fjármagna pólitískan áróður í nafni félagsmanna.
Innganga í ESB í dag er álíka mikil draumsýn og ný-frjálshyggjan var þ.e við munum vera með óhæfa stjórnmálamenn hvort sem er utan eða innan ESB, dæmi: Grikkland, Írland, Spánn, Portúgal, Ítalía o.s.f., viljum við ALVÖRU stjórnmálamenn þá verðum VIÐ að ala þá upp.
Ísland verður aldrei með sama vaxtastig og Danmörk enda er gríðarlegur munur á löndunum sem mun ekki breytast með inngöngu í ESB þ.e Ísland er afland og jaðarsvæði í ESB, Danmörk er annes í Þýskalandi og ekki fræðilegur möguleiki á að þeim mistækist þótt þeir hefðu alla Íslensku óhæfu stjórnmálamennina.
Venjulegt fólk sem ætlar að spara í Danmörku fær minna til baka en það lagði inn enda eru neikvæðir vextir "norm" í Danmörku, skiptir kannski ekki öllu máli þar sem eftirlaunakerfið er gegnumstreymiskerfi og er hluti af skattkerfinu þ.e Danir borga bara það sama og við þegar upp er staðið en þeir fatta það bara ekki enda eru margir vasar á sömu flíkinni. Okkar kerfi miðar að því að ríkið sé öryggisnetið fyrir þá sem hafa ekki launatekjur af einhverjum ástæðum en þeir sem hafa launatekjur greiða í lífeyrissjóð sem síðan lánar til þá peninga áfram með lágmarks 3,5% raunávöxtun þ.e þessir raunávöxtun ER raunverulega ígildi skattgreiðslna í gegnum-streymi-kerfunum.
Framhald...
Seinni hluti:
Verði ávöxtunarkrafa læknuð í t.d 1,5 til 2% þá þarf að hækka inngreiðslur í lífeyrissjóði í 18 til 20% af tekjum þ.e rúta peningum milli vasa í sömu flíkinni.
Það sem menn kalla daglega "stöðugleika" og ásælast í Evruni má líka kalla stöðugleika byggðan á atvinnuleysi, flestar þjóðir geta dregið verulega úr atvinnuleysi með því að lækka gengi eða aukið atvinnuleysi með því að halda genginu föstu í kreppum með tólum eins og ERM2 sem er ekkert annað en kork og kútur gjaldmiðilsins.
Við höfum þrjár leiðir:
1.
Gera harða atlögu að stjórnmálamönnum og hundelta þá fyrir arfaslaka efnahagsstjórn sama hvar í flokki þeir eru, þetta mun bæta hagstjórnina til lengri tíma litið, þessi leið er líklega ekki fær þar sem hluti af þessu óhæfu pólitíkusum eru með sterk ítök í samtöku á borð við aðila vinnumarkaðarins en þessi aðilar væru við venjulega aðstæður helsti baráttuaðilar fyrir bættri hagstjórn þ.e lausnin er hluti af vandamálinu.
2.
Taka upp mælitækin Evru(kallar á inngöngu í ESB) eða Dollar og treysta á að stöðugleikinn komi sjálfkrafa með hagsveiflujöfnun í atvinnuleysi.
3.
Halda krónunni sem mælitæki á íslenska hagkerfið og koma í veg fyrir viðvarandi hátt atvinnuleysi með breytingum á verðgildi krónunnar.
Sambland af leið 1 og 3 væri hin eiginlega raunhæfa lausn til frambúðar en þá þyrfti ekki bara að hreinsa til í stjórnmálakerfinu heldur einnig í samtökum aðila vinnumarkaðarins, við alvöru hagstjórn mundi ekki neinum detta í hug að halda að krónan sé eitthvað sérstakt vandamál.
Það má alltaf koma í veg fyrir árásir alþjóða-væddra alþjóða glæpamanna/vogunarsjóða með einföldum reglum.
Ég er ekki að spyrða RSÍ við eitt eða neitt. Á þessari síðu eru birtar mínar skoðanir. Ég hef nákvæmlega sama rétt og aðrir til þess að hafa skoðun og það er virt innan RSÍ.
Skoðanir RSÍ eru birtar á heimasíðu RSÍ og í gögnum sem sambandi sendir frá sér.
En það hefur hins vegar komið fram í mörgum ályktunum RSÍ að sú efnahags og gjaldmiðilsstefna sem fylgt hefur verið hér á landi er launamönnum ákaflega fjandsamleg, en valdhöfumsem engu vilja breyta ákaflega hagstæð.
Það er afskaplega tilgangslítið að semja á gengi krónunnar.
Hvað varðar þau rök sem þú rekur þá vísa ég til fyrri pistla.
Tek undir með Guðmundi það er ótrúlegt að að menn (meir að segja mennsem segjast vera félagsmenn) vilji banna honum að hafa skoðanir og koma þeim á framfæri. En þetta er viðtekin venja hjá fylgismönnum þeirrar stefnu sem viðhöfð hefur verið hér á landi og hefur komið okkur í þá stöðu sem við erum í og virðumst ekki ætla að komast út úr. Það er verið að koma Íslandi í þá stöðu að vera láglaunasvæði til frambúðar með vaxandi ójöfnuð.
Þau rök sem Guðmundur setur fram eru skotheld, en honum er greglulega svarað með reykssprengjum til þess að drepa umfjöllun og fá hana út um allan völl.
Steini
Frábær grein og svör Guðmundur,
Kjarni málsins er hvort aðilar hafai kjark til að taka á þessu máli.
Ef aðilar vinnumarkaðarins get t.d. ekki sett fram þá kröfu til stjórnvalda að - þess verði krafist í ESB viðræðum að Ísland fái aðild að ERM2 strax við aðild - þá á að sleppa samningum. Ef ekki er hægt að setja fram slíka einfalda og sanngjarna kröfu sem getur bjargað þjóðinni - skiptir engu hvaða rugl er sett á blað.
Hvað væri sagt við björgunarmenn - við að bjarga áhöfn úr skipi í strandi - ef björgunarliðið - neitaði í skoða bestu og í raun einu björgunarleiðina sem hægt væri að fara í land.
Slíkir menn væru taldir snarruglaðir og stórhættulegir og stefnu öllum í hreinan voða.
Þetta er staða Íslands í núvernadi hörmungum - þegar sumir "björgunarmannanna" neita að að skoða hvað felst í samningum við ESB - og þá um leið nær einu björgunarleið Íslands í gjaldmiðlamálum o.fl.
Vilja Íslendingar hafa slíka björgunarmenn í háska.
Hver vill vera um borð með sinni fjölskyldu - í skipi við þannig aðstæður - þar sem öllum er stefnt voða - á sama tíma og það er til árangursrík og örugg björgunarleið - með ERM2 og evru.
Kjarni málsins - beinist m.a. að björgunarmönnum Íslands á öllum stoðum - m.a. í kjarasamningum.
Hafa þeir kjark (fyrir utan þig Guðmundur)- til að segja hingað og ekki lengra - og bjarga áhöfn og fjölskyldum og þjóðinni og krefjast - a.m.k. ERM2 við samþykkt samninga við ESB - ef þeir smaningar verða samþykktir.
Eða er öllum samam - og stefna vísvitandi með áhöfn og þjóðina um leið í stórkostlegan voða - sem fyrirsjáanlegur er verði ekki tekinn upp evra hér á landi. Þá er ekkert nema stórfelldur landflótti framundan.
Skrifa ummæli