sunnudagur, 29. janúar 2012

Náttúrvernd?

Er þessa dagana að þvælast á skíðum í ítölsku ölpunum, eða reyndar Suður Tíról sem var hluti af Austurríki fram til 1918, en nokkrir embættismenn tóku sig til í lok seinni heimstyrjaldarinnar og gáfu Ítölsku ríkisstjórninni þennan hluta Austurríkis vegna þess að þeir stóðu með bandamönnum í fyrri heimstyrjöldinni. Hér tala margir heimamenn ekki síður þýsku en ítölsku.

Hef nokkrum sinnum í fyrri ferðum farið upp á jökul með þyrlu og skíðað niður, en nú hafa náttúruverndarmenn fengið samþykki fyrir því að banna þyrluflug á jökulinn í amk einhvern tíma þar sem þeir ætla að setja upp búðir á jöklinum til þess að mótmæla að verið sé að lenda þar á þyrlum og trufla með því og eyðileggi friðinn sem þar er. Svo sem eitthvað til í því, en það er hægt að missa marks í hvernig staðið er að mótmælum.

Þyrlumennirnir vitanlega ekki hressir með þetta, þeir hafa á undanförnum árum byggt upp öflug fyrirtæki í þessum bransa.

En þegar til kom þá fannst náttúruverndarmönnum svo mikið átak að ganga á jökulinn með búnaðinn svo hægt væri að setja upp almennilegar búðir með góðum tjöldum og gashiturum, að þeir fengu þyrluflugmennina til þess að flytja sig ásamt búnaðinum á jökulinn, og ferja þá síðan reglulega til byggða og byrgðir til þeirra. Það gengur vitanlega ekki að gæslumenn komist ekki í sturtu á og á vatnssalerni.

Tel mig vera mikinn náttúrunnanda, geng á fjöll um allt, fer á skíðum og fjallahjólum víða, en finnst stundum, að þeir sem standa fremst í náttúruverndinni ekki vera í sambandi og ekki vera að vinna málstaðnum fylgi. Staðfesta eins og sumir halda fram að þeir séu týpískt miðbæjarkaffihúsafólk, sem oftast er vönu útvistarfólki tilefni til margskonar stólpagríns.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rangt Guðmundur. Hef búið í Alpalandi í 40 ár. Var í áraraðir um hverja helgi í Ölpunum vegna sonar míns, sem var í skíða keppnisflokki. Það er þvílik traffik í Ölpunum, að það má ekki leyfa óhindrað þyrluflug hvar sem er. Þá hefur þetta ekkert með miðbæjarkaffihúsafólk að gera. 101 er í Reykjavík, ekki í Ölpunum.

Haukur Kristinsson

Nafnlaus sagði...

Hvaða jökull er þetta sem verið er að mótmæla á?

Guðmundur sagði...

Á ég að svara að það séu til fleiri miðbæir en í 101!!?

Miðbæjarkaffihúsafólk er notað um fólk sem er með allskonar fullyrðingar um náttúru og umgengni um hana, án þess að hafa þekkingu á því sem það talar um.

Nenni ekki að rekja dæmi um þetta en þau eru allmörg.

Bendi á að í texta pistilsins kemur fram; Að það sé nokkuð til í því.

En pointið er svo ég stafi það, miðbæjarfólkið sem ekki nennti að berta búnað sinn á jökulinn og vildi einnig njóta miðbæjarþjónustu með aðstoð þyrlumannanna skaut framhjá markinu.

Með fullri virðingu, ást og hlýju

Nafnlaus sagði...

Góður punktur með þetta kaffihúsanáttúruverndarfólk.

Nær allt þetta fólk hefur aldrei komið austur fyrir Elliðaárnar, en telur sig samt sem áður hafa mikið vit á og þekkingu á Íslenskri náttúru.

Það heldur t.d. að það að vera á móti ákveðinni tegund af iðnaði, þ.e. stóriðju, sé náttúruvernd.

Þetta er fjarri lagi.

Að vera á móti t.d. stóriðju, er pólitísk afstað byggð á þeirri hugmyndafræði að allt það sem er útlenskt, sérstaklega af það kemur frá Ameríku, sé skaðlegt og því beri að koma í veg fyrir að það komi til Íslands.

Að misnota svo náttúruvernd í þessari pólitísku hugsjónabaráttu er náttúrulega ekkert annað en umhverfisklám.

Njóttu vel á skiðum í Austurríki, Guðmundur.