mánudagur, 13. febrúar 2012

Förum norsku leiðina

Álfheiður Ingadóttir hefur sett fram þá hugmynd að við sameinuðum alla lífeyrissjóðina í einn og mótuðum stefnu í samræmi við Norska olíusjóðinn. Þetta er auðvitað hið besta mál.

Olíusjóðurinn er byggður upp á auðlindagjaldi. Við höfum nákvæmlega sömu möguleika og norðmenn hafa meðolíuna sína, við höfum sjávarútveg og orku sem við eigum ónotaða í fallvötnum og jarðhita.

Nýi sjóðurinn lífeyrissjóðurinn okkar mætti vitanlega eins og sá norski einungis fjárfesta erlendis og væri utan áhrifasvæðis íslenskra stjórnmálamanna. Hann mætti ekki kaupa íslenska ríkis- og sveitarfélagapappíra og ekki fjárfesta beint í íslensku atvinnulífi, hvað þá jarðgöngum og spítölum og öðrum kosningaloforðum. Það verður að afnema gjaldeyrishöftin fyrir sjóðinn og hann hefur þá mun minni áhættu.

Þetta væri fínt því með mun betri áhættudreifingu og öll vísitala afnumin af íbúðarlánum þá gætum við notað það iðgjald sem við greiðum dag og fært það beint í launaumslagið. Enginn hafnar 12% - 15% launahækkun.

Vel á minnst þá færi öll fjármögnum á íbúðarlánum yfir á ríkissjóð og til bankanna og eins öll fjármögnun á fyrirtækjaverðbréfum og hlutabréfamarkaði.

Hvernig skyldu ríkissjóður og bankarnir fjármagna það? Það gerum við með því að hækka skatta um 12 - 15% eða ríkissjóður taki erlend lán og endurláni þau. Vitanlega engin verðtrygging bara breytilegir vextir sem ráðast af gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum.

Já eigum við ekki að taka þetta lið á orðinu og fara Norsku leiðina? Þetta gengur nefnilega allt upp með þeirri hagfræði sem er frekar byggð á óskhyggju en rökum þeirra sem eru svo oft í Silfri Egils og spjallþáttunum eins og það er orðað á í þeim kaffistofum sem ég kem á.

Við erum reyndar allmörg sem höfum bent á margskonar göt í óskhyggju-hagfræðinni, en höfum einungis fengið til baka að við séum valdasjúkt og gjörspillt fólk. Aldrei hafa komið önnur rök frá óskhyggju-hagfræðingunum.

Ég er vitanlega svo illa innrættur en ég kemst ekki hjá því að hafa stjórnmála- og embættismenn grunaða um að þeir séu að átta sig á að það lífeyriskerfi, sem þeir hafa búið sér gengur ekki upp. Það vantar ekki 47 milljarða í kassann eins og þeir hafa haldið að fréttamönnum undanfarna daga. Það vantar reyndar einungis eitt núll inn töluna, skuldin er 470 milljarðar og sú tala vex hratt.

Við sem sjáum hlutina ekki með þeirri óskhyggju-hagfræði sem hefur verið haldið á lofti í Silfrinu og spjallþáttunum, erum þeirrar skoðunar að þetta stjórnmálamennirnir séu að horfa til eigna almennu sjóðanna og ætlar sér að jafna þeim yfir á ríkisstarfsmenn til þess að koma ríkinu og sveitarfélögunum undan því að bera ábyrgð á þessu kerfi og tryggja með sinn eigin lífeyri og komast hjá samskonar skerðingum og fram hafa komið í almenna kerfinu.

Engin ummæli: