miðvikudagur, 22. febrúar 2012

Íslensk umræða

Ég hef nokkrum sinnum rætt um ábyrgð spjallaþáttastjórnenda á því í hvaða fari umræðan er í landinu. Það virðist vera nær undantekningalaust þegar einhver mál eru tekinn til umræðu þá er kallað á tiltekna álitsgjafa.

Þeir hafa það allir sammerkt að vera með mjög hástemmdar yfirlýsingar um viðkomandi málefni, undantekningalaust neikvæðar, oft hefur komið fram að þeir hafi takmarkaða þekkingu á því sem þeir fjalla um. Þetta er áberandi í Bylgjunni umfram aðra fjölmiðla, en ber einnig á því annarsstaðar.

Í þessu sambandi má nefna umræðuna um verðtrygginguna, lífeyrissjóðina og svo núna undanfarna daga frumvarp til nýrrar stjórnarskrár. Vigdís Hauksdóttir var í gær síðdegis á Bylgjunni. Hún hefur marglýst því yfir að hún hafi ekki lesið frumvarpið í heild sinnimeð skýringum, en hún sé á móti því sakir þess að það sé svo vitlaust. Aðspurð hvers vegna, svarið var að hún væri nýútskrifaður lögmaður og hún bara vissi það og frumvarpið væri eingöngu í gangi vegna þráhyggju forsætisráðherra.

Í þessu sambandi þá beið maður eftir spurningu þáttarstjórnanda hvers vegna Vigdís og reyndar allur Framsóknarflokkurinn var með það sem eitt af aðalmálum sínum í síðustu kosningum um tafarlausa endurskoðun stjórnarskrárinnar og gerði það að forgangsskilyrði gagnvart afstöðu sinni gagnvart fyrstu stjórn Jóhönnu.

Hún var einnig einkennileg ræða Sigmundar Davíðs formanns Framsóknar á Alþingi þar sem hann líkti þess sem líkti þeim sem vilja standa að gerð nýrrar stjórnarskrár sem fasistum og kommúnistum. Stjórnarskrár málið ætti sér hliðstæðu í því gerðist fyrir austan járntjaldið í kalda stríðinu.

Einvern veginn kemur maður þessu nú ekki heim og saman. Það var farið eftir vilja þjóðarinnar og stórra þjóðfunda og svo á að enda ferlið með því að spyrja þjóðina, þá verður allt vitlaust hjá sumum. Hverjum? Jú þeim sem lengi hafa verið við völd hér á landi með þekktum afleiðingum, en þeir óttast greinilega að missa sín völd yfir til þjóðarinnar.

Stuðningur við frumvarp um nýja Stjórnarskrá er svo kallað fasismi og kommúnismi og einhver vinstri della og hvað þetta er nú allt kallað í umræðum þessa fólks. Það voru að því ég best veit allmargir sjálfstæðis- og framsóknarmenn í Stjórnlagaráði

Ástæða að geta þess að um ekkert mál var fjallað út frá flokkspólitískum línum. Þar ávalt litið til tillagna Stjórnlaganefndar, hvernig tekið hefði verið á viðkomandi málum við nýlega endurskoðun stjórnarskráa aððalega í nálægum ríkjum, og svo síðast en ekki síst til umræðu sem fram hefði farið í landinu um tiltekna liði gildandi stjórnarskrár og ábendingum frá fólk sem heimsótti Stjórnlagaráð eða hafði samband í gegnum opnar línur um netið.

Eða með öðrum orðum fólkið í landinu hafði frumkvæði um þann grunn sem unnið var eftir, hafði aðkomu að meðhöndlun mála og svo á nú að bera vinnuna undir þjóðina. Þá rísa málsvarar tiltekinna afla í landinu upp og segja fullum fetum að fólkinu í landinu sé ekki treystandi til þess að koma að afgreiðslu málsins.

Er nema von að margir séu búnir að gefast upp á því að fylgjast með umræðunni?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta stjórnarskrárfrumvarp tengist ekkert vilja þjóðarinnar. Ég skil ekki hvernig er hægt að halda því fram. Þessi hópur fólks var skipaður eftir kosningu þar sem þátttakan var með því lélegasta sem sést hefur í kosningaþátttöku á Íslandi, í þokkabót var kosningin sjálf dæmd ólögleg.

Lýsingarorð frá Sigmundi Davíð og Vigdísi Hauksdóttir er ekki hafandi eftir. Þau eru bæði dæmi um öfgafólk sem á helst ekki að hlusta á.

Með fullri virðingu fyrir íslensku þjóðinni þá hefur hún enga þá hugarró sem þarf til að taka góða og upplýsta ákvörðun um nýja stjórnarskrá. Þess vegna er hræðileg hugmynd að kjósa um stjórnarskrá núna.

Dude

Nafnlaus sagði...

Það er skammarlegt að sérhagsmunagæsla Sjálfstæðsiflokksins og þriggja þingmanna Framsóknar skuli rista svo djúpt að ný stjórnarkrá fyrir landið skiptir þá ekki einu sinni máli. Sérhagsmunina ofar öllu og til fjandans með þjóðina eru skilaboðin sem þetta fólk sendi út í dag

Nafnlaus sagði...

Það sem stjórnvöldum tókst ekki að gera öll þessi ár, tókst ykkur að gera með sæmd á nokkrum mánuðum. En nú virðast fyrri stjórnvöld ætla að koma í veg fyrir að við fáum þessa stjórnarskrá. Fyrir hverja á þá stjórnarskrá að vera? Við skulum vona að við fáum að kjósa um þessa stjórnarskrá sem allra fyrst.

Nafnlaus sagði...

Þessi umræða endurspelar skort á félagsþroska. Enginn getur fengið stjórnarskrá eins og hanns í einu og öllu

Þessir upphróparar hafa ekki fært nein rök fyrir ummælum sínum, tala einungis um eitthvað ýmislegt. Þannig er staðan sjö mánuðum eftir að frumvarpsdrögin stjórnarskráin lágu fyrir