Forsvarsmenn bændasamtakanna eru hræddir við að bera ESB aðild undir þjóðina, þeir óttast að þjóðin muni samþykkja. Það væri harla einkennilegt ef þjóðin gerði það ekki, alla vega sjáum við það vel sem erum í tæknihlutanum að öll fjölgun starfa fer fram utan sjávarútvegs og landbúnaðargeirans. Sama á við um launamöguleika bestu launin eru utan þessara geira.
Forstjóri fyritækisins Össur, sem er eitt af glæsilegustu fyrirtækjum landsins, var fyrir skömmu með ágætis lýsingu á þeim skemmdarverkum sem unnin eru á íslensku samfélagi með krónunni. Í ummælum forystumanna bænda um erindi forstjórans, kom fram að það ætti ekki að taka mark á plastik fyrirtækinu Össur!!
Stærsta kjaramál íslenskra launamanna er að finna varanlega lausn á gjaldmiðilsmálum Íslendinga. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að ef við ætlum að búa áfram við krónuna verður að taka upp mun strangari efnahagsstjórn en ef við tækjum upp Evru. Krónan kallar á mjög digra og dýra gjaldeyrisvarasjóði, sem veldur því að vaxtastigið þarf að vera um 3,5% hærra en það er t.d. í Danmörku.
Bændasamtökin hafna því að neytendur njóti hins frjálsa markaðar, þeir segja að tollvernd skapi nauðsynlegar rekstrarforsendur fyrir innlendan landbúnað. Bændur mega síðan flytja út niðurgreitt lambakjöt, heimsmarkaðsverð hafi hækkað og kalli á hækkun á heimamarkaði. Íslenskur rafvirki er t.d. 2 klst að vinna fyrir lærinu hér heima, fari hann hins vegar til Danmerkur er hann eina klst. að vinna fyrir íslenska lærinu úr danskri búð. Vöruverð er hér allt að 30% hærra en er í löndunum innan ESB og kaupmáttur okkar hækkar ekki í samræmi við umsamdar krónutöluhækkanir.
Tæknifyrirtækin eru að flytja störfin út, eftir verða láglaunastörf sem krefjast minni menntunar. Fækkun starfa á íslenskum vinnumarkaði undanfarinn misseri hefur numið um 15% sé litið til eðlilegrar fjölgunar í samfélaginu.
Þetta segir okkur að mánaðarlaunasumman á íslenskum vinnumarkaði er um 6 MIA lægri en hún gæti verið, sem þýðir um 2,5 MIA lægri tekjur fyrir ríkissjóð á mánuði og útgjöld atvinnuleysistryggingasjóðs væru um 2 MIA lægri sem þýðir að Fjármálaráðherra hefði undanfarin 3 ár haft a.m.k. 5,5 MIA meir úr að spila við hver mánaðarmót.
Málflutningur forsvarsmanna bænda einkennist af fullkomnu tillitsleysi gagnvart öðrum starfsstéttum. Samtök þeirra þiggja árlega milljarða styrki úr ríkissjóð og samtök bænda eru í raun að berjast fyrir því að enn fleiri flytji búferlum erlendis.
Ef það á að takast að skapa 20 þús. ný störf á næstu 2 árum og auka verðmætasköpun, verður það ekki gert í landbúnaði eða fiskvinnslu. Byggja þarf upp öflugan vinnumarkað hér á landi svo vel menntað fólk sækist eftir störfum og leiti ekki til annarra landa. Mesta fjölgunin hefur verið í tæknifyrirtækjum, eða plastfyrirtækjum eins og málsvarar bænda kalla tæknifyrirtækin.
Ef þetta tekst ekki blasir við langvarandi kyrrstaða með slökum kaupmætti og miklu atvinnuleysi. Það er vaxandi samkeppni eftir vel menntuðu og hæfu starfsfólki. Það er einfalt að flytja sig milli landa, sérstaklega á því efnahagssvæði sem við búum á. Stjórnmálamenn komast upp með að setja gjaldeyrismúra, en þeim tekst ekki að múra fólk inni, það brýtur af sér fjötrana.
Ísland er á flestum sviðum búið fyrir löngu að uppfylla öll lágmarksskilyrði fyrir inngöngu í ESB og á sumum sviðum stöndum við framar en mörg ESB ríki. ESB markaðurinn er okkar mikilvægasti viðskiptavinur, sama hvort okkur líkar það betur eða verr. Það er búið að vera frjálst flæði vinnuafls innan ESB og EES svæðisins í nokkra áratugi, sama hvort okkur líkar það betur eða verr.
7 ummæli:
Athyglisverð og góð samantekt.
Umræða um lausnir á skuldavanda heimila og atvinnuvega, m.a. bænda - minnir hinsvegar oftast á trúarbrögð.
Umræða um lausn á skuldavanda heimilanna - einkennist af sýndarmennsku.
Aðilar neita að horfast í augu við þá staðreynd - að verðtryggingu, gjaldeyrishöft og háa vexti - má beint rekja til afar hættulegs örgjaldmiðils og kostnaðrmikils gjaldmiðils.
Skuldavanda heimilanna er ekki hægt leysa nema að taka upp alvöru stóran gjaldmiðil. Eini valkosturinn á því sviði er evran.
Þá væri hægt að afnema verðtryggingu og vextir myndu lækka.
Verði ekki skipt um gjaldmiðil - verður ekki hægt að leysa vanda heimilanna - og hann mun vaxa ár frá ári.
Sama á við um vanda bænda.
Fjöldi bænda er tæknilega gjaldþrota eftir hrun krónunnar 2008 og hækkun vísitölunnar síðan um 40%.
Langsamlega mesti skaðvaldur hjá bændum - er krónan - sem gert hefur fjölda bænda gjaldþrota - eða sett þá í skuldfangelsi.
Skaði krónunnar hjá bændum - er eins og bændur hafði orðið fyrir stórtjóni - vegan nýrrar veiru í bústofni - sem fellt hefði stóran hlut bústofnsins. Lausn á slíkum vanda væri að útrým slíkri veiru með öllum tiltækum ráðum - eins og gert er varðanid riðu.
En af því það er krónan gerir bændur eignalausa og sekkur býlum í skuldir - þá er það allt í góðu - og bændur fagna frekari útbreiðslu krónuveirunnar - þó að sú veira hafi skaði bændur meira - en mestu hamfarir fyrr og síðar.
Stærsti skaðvaldur bænda - er krónuveiran - sem engu hlýfir frekar en engisprettufaraldur - ár - eftir ár - eftir ár.
Krónuveira - nærist hinsvegar á fjármunum - en ekki bústofni.
Hvers vegna er svona mikil ást á krónuveirunni - einum stærsta skaðvaldi atvinnuvega og heimila???
Ef hagblinda - aðila er svona mikil - þá er ekki hægt að bjarga Íslandi.
Staða bænda, atvinnuvega og heimila - mun því einungis versna ár frá ári - þar til nýr gjaldmiðill verður tekinn upp.
Eins og margoft hefur komið fram þá eru ekki birtar hér ath.s ef þær fjalla um eitthvað annað en það sem í pistlinum stendur og alls ekki ef aths. eru tvinnaðar saman einhverjar persónulegar svívirðingar um saklaust fólk.
Þetta fer greinilega í taugarnar á sumum, sem vilja getað í skjóli nafnleysis borið út ómerkilegar dylgjur og innistæðulausar fullyrðingar en svona er þetta bara og verður svona áfram.
Hingað skrifa menn sem halda því fram að hér séu einvörðungu birtar aaths. þar sem lof er borið á mig. Ef viðkomandi les þær aths. sem eru hér við pistlana sést það vel að þessi fullyrðing stenst ekki.
Það eru allmargir sem eru fullkomlega rakalausir í umræðunni um gjaldmiðilinn og atvinnulífið og þá er gripið til þessara ráða.
Guðmundur,
Þar komstu upp um þig.
Ef menn eru ekki sammála þér um ágæti Evrunnar, og tala jákvætt um krónuna, þá birtir þú ekki þessar athugasemdir.
Þetta er lítilmannlegt og sýnir að þú þolir ekki mótblástur.
Þannig ertu ekkert betri en þeir sem þú kalla "nafnleysingja" af því að þeir gefa ekki upp;
nafn,
kennitölu,
símanr.
vinnustað,
fjöldi og nöfn barna,
nöfn foreldra,
tengdaforeldra,
systkina, o.fl.
svo þú getir síðar meir haft hendur í hári viðkomandi ef þér líkar ekki athugasemdir viðkomandi.
Hér dæmi um aths. sem byggir á eihverjum persónulegum dylgjum, ekkert málefnalegt um þær skoðanir sem í pistlinum standa. Enda getur viðkomandi gerweinilega ekki fært fram nein rök máli sínu til stuðnings.
Bændur og forsvarsmenn þeirra sjá ekki tækifærin, sem blasa við með fullri aðild að Evrópusambandinu. Það sama má segja um sjávarútveg og þá sem þar starfa, sjómenn, fiskverkendur og útgerðarmenn. Vegna núverandi tollmúra er ekki hægt að flytja þangað annað en hráefni. Frysta, bræða, skipa út sem hraðast. Verðmætasköpun innanlands er því í lágmarki. Þörf fyrir menntun og kunnáttu haldiðí lagmarki. Með aðild er hægt að framleiða matvæli (sem eru ein af fáeinum meginstoðum undir afkomu í þessu landi, hinar eru helst orkulindir og svo síðast en ekki síst fólkið sjálft) - auka verðmæti hráefnisins og flytja út til markaðar sem hefur áhuga á vistvænum matvælum og vistvænni orku: Evrópu. Hvernig er hægt að opna augu þessa fólks fyrir möguleikum og tækifærum sem felast í jafnræði og opnum samskiptum, en hætta að víla allt fyrir sér? Líklegast með meiri og betri upplýsingum og umræðu?
Er GG virkilega að halda því fram að innan ESB sé opinn og frjáls markaður? Grunngildi ESB eru einmitt að vernda aðildarríki fyrir utanaðkomandi samkeppni, niðurgreiðslum og jöfnuði verðlags. Hvernig getur þessi GG talað um að ESB starfi á forsendum opins og frjáls markaðar. Þetta er einhver hlægilegasti málflutningur GG í langan tíma, og hafa þó brandarar þessa náunga verið margir upp á síðkastið þegar hann ræðir af fákunnáttu um ESB og tengd málefni
Ja hérna lágt komast menn í útúrsnúningnum þegar menn eru rakalausir og reyna á örvæntingarfullan hátt að bjarga sér sem því að ráðast á sendiboðann og gera hann ótrúverðugan.
Skrifa ummæli