fimmtudagur, 16. febrúar 2012

Loksins vakna þingmenn

Mikið ofboðslega er ég ánægður með það að nokkrir þingmenn á Alþingi skuli loksins nú leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að nýlegri skýrslu rannsóknarnefndar um lífeyrissjóðina verði fylgt eftir með annarri rannsóknarnefnd sem starfi í umboði Alþingis.

Við vorum nefnilega allmargir sjóðsfélagar sem kröfðumst þess að þessi rannsókn yrði gerð í kjölfar rannsóknarskýrslu Alþingis, en stjórnmálamenn sinntu því í engu og þá var kröfum okkar snúið að Landsambandi lífeyrissjóða.

Í stjórn LL kom strax fram efi um hvort þetta gæti gengið, það yrði nákvæmlega sama hver niðurstaðan yrði, jákvæð eða neikvæð, skýrslan yrði gagnrýnd á grunni þess að LL hefði sjálft gert hana.

En við sjóðsfélagar sættum okkur ekki við að þetta yrði ekki gert, sama á við um þá stjórnarmenn sem ég þekki, engin vildi búa við þær ásakanir sem voru þá í umræðunni. Niðurstaðan varð sú að fá einhvern sem væri eins hlutlaus og hægt væri til þess að skipa í nefndina og hún hefði í engu tengsl við lífeyrissjóðina og leitað til ríkissáttasemjara.

Margir hafa auk þess bent á að það þyrfti að skoða stjórn Seðlabankans í aðdragandi Hrunsins, sama á við um Fjármálaeftirlitið og einkavæðingu bankanna.

Einhverja hluta vegna virðist sífellt að ganga lengi eftir stjórnmálamönnum til þess að fá fram rannsóknir og sama á við um þær rannsóknir sem liggur fyrir að Landsdómur sé að framkvæma, þær virðist eiga að stöðva.

Hvað hafa stjórnmálamenn gert við niðurstöður rannsóknanefnda eins og t.d. hina umfangsmiklu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis?

Stjórnmálamenn hafa einhvernvegin alltaf lokast inn í umræðu um verðtrygginguna þegar þeir ræða um lífeyrissjóðina. Það er mjög verðugt verkefni að losa okkur við verðtrygginguna og við erum mörg sem höfum tekið undir það sjónarmið, öll viljum við losna við okurvexti og síðna þá greiðsludreifingu á þeim sem kölluð hefur verið verðtrygging.

En við höfum aldrei fengið svar við spurningunni um hvernig menn ætli sér að fara að því, málið snýst nefnilega um það. Það sé komið nóg af stjórnarskrárbrotum og lögum sem stangist á við gildandi lög.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er ótrúlekt hvað Jóhanna og Steingrímur hafa dregið lappirnar. Lítil almanna tengsl.
Aldrei frumkvæði að rannsóknum.
Ólafur Sveinsson