Það var árið 2002 sem þáverandi félagsmálaráðherra
Páll Pétursson Framsóknarflokki lagði fram frumvarp um að einkavæða félagslega
íbúðarkerfið og lagði það þar með í rúst þáverandi leigukerfi með 2.100 íbúðum.
Fólkinu sem þá bjó í íbúðunum fengu þær
keyptar með lánum, en afborganir voru svo háar að þær þau reyndust þessum hóp ókleif.
Í dag er mikið rætt um að það vanti félagslegar leiguíbúðir. Það er tekjulægsta
fólkið sem hvorki hefur getu til þess að kaupa eða leigja sem á í mestum
vandræðum á Íslandi í dag.
Svo einkennilegt sem það nú er lítið minnst á
þennan vanda í yfirstandandi kosningabaráttu. Tekjulægsta fólkið er ekki í
skuldavanda, það er í greiðsluvanda. Flatur niðurskurður kemur hinna efnameiri,
það er að segja þeim ekki eru í greiðsluvanda best. Þetta kemur fram í öllum
könnunum sem gerða hafa verið um þessi mál.
Danir hafa alla tíð staðið vörð um félagslega
húsnæðiskerfið og forðast mistök sem margar aðrar þjóðir hafa gert. Í danska
kerfinu eru kaup eða bygging félagslegs húsnæðis fjármögnuð með eftirfarandi
hætti:
• Framlag íbúanna er 2%
• Framlagið er endurgreitt þegar viðkomandi flytur út
• Stofnfé frá sveitarfélaginu er 14%
• Framlag sveitarfélaganna er vaxtalaust og endurgreitt
þegar fjárhagslegar aðstæður húsnæðisfélagsins leyfa, en þó eigi síðar en eftir
50 ár.
• Almenn lán frá sérhæfðum húsnæðislánastofnunum1 84%
• Lánið er á hefðbundnum forsendum húsnæðislána en
ríkið styrkir húsnæðisfélagið með vaxtaniðurgreiðslu eftir ákveðnum reglum.
• Lánstími þessara lána er 35 ár sem er 5 árum lengri
en hefðbundin húsnæðislán
• Sveitarfélögin hafa veitt húsnæðisfélögunum ábyrgð
fyrir þeim hluta lánsins sem er umfram 65% af verðmati húsnæðisins, þannig að ef
miðað er við 84% veðhlutfall ábyrgist sveitarfélagið í reynd 22,6% af
eftirstöðvum lánsins. Ríkið tryggir húsnæðisfélögunum styrk til niðurgreiðslu vaxtakostaðar.
Meðalverð 100 fm. 3ja herbergja íbúðar á
höfuðborgarsvæðinu er 24,8 mill.kr. Ef þessi íbúð yrði fjármögnuð samkvæmt
reglum danska félagslega húsnæðiskerfisins verður dæmið eftirfarandi:
Stofnframlög 14% 3.472.000
Eigið framlag 2% 496.000
Húsnæðislánastofnun 84% 20.832.000
Greiðsla á mánuði - íbúagreiðsla, 3,4% 70.267
Leiga (m.v. 80/20% fjármagn og annar rekstur) á mán.
87.833
Afborgun og vextir láns á mán. 130.216
Styrkur frá ríkinu (mismunur) á mán. 59.949
Samkvæmt þessu dæmi yrði hámark fjármagnskostnaðar við
útreikning húsaleigu á fyrsta ári eftir byggingu eða kaup íbúðarinnar 3,4% eða
ríflega 70 þús. kr. á mánuði. Raunverulegur kostnaður vegna vaxta og afborgana
af láninu er hins vegar ríflega 130 þús. kr. á mánuði og því verður
rekstrarstyrkur ríkisins í þessu dæmi um 60 þús.kr. á mánuði. Ef miðað er við að
fjármagnskostnaður sé 80% af leiguverði yrði mánaðarleiga þessarar íbúðar um 88
þús.kr. á mánuði.
Ætla má að sambærileg íbúð á landsbyggðinni kosti um
17 millj.kr. og skv. sömu forsendum yrði mánaðarleigan 72 þús.kr. á mánuði.
Meðalleiga á markaði hér á landi fyrir 100 fm. 3ja
herbergja íbúð er um 154 þús. kr. í höfuðborginni, 143 þús.kr. í SV kjördæmi og
101 þús. kr. á landsbyggðinni.
Samkvæmt þessu má ætla að leigan í félagslega húsnæðiskerfinu
yrði um 29-43% lægri ef við sköpuðum okkur samskonar umhverfi og er á hinum Norðurlandanna.
1 ummæli:
Eitthvað verður þú að lesa þig betur til í minnisbókunum þínum. Fólk sem bjó í félagslegum eignaríbúðum var gefinn kostur á að SELJA þær á frjálsum markaði. Ekki kaupa þær. Þeir sem héldu áfram að búa í félagslegu eignaríbúðunum sínum héldu bara áfram að greiða af lánunum sem á þeim hvíldu á nákvæmlega sama hátt og á tíma Jóhönnu. Greisluvandi þeirra hefur EKKERT með ákvörðun Páls á Höllustöðum að gera - heldur hækkunar á greiðslubyrði félagslegu lánanna sem eru enn á þeim félagslegu eignaríbúðum sem fólk valdi að búa áram í en ekki selja.
Skrifa ummæli