þriðjudagur, 5. nóvember 2013

Hvert er formaður fjárlaganefndar að fara?


Það er ríkjandi hefð meðal stjórnmálamanna að geta ekki nálgast ákvarðanatöku út heildstæðu mati með góðri yfirsýn. Umræða þeirra snýst alltaf um einstakar ákvarðanir. Dæmi: Tekið er á dagskrá Alþingis málið um hvort selja eigi orku til útlanda. Með eða á móti?
Ef einhver spyr; "Þarf þá ekki að reisa virkjanir og reisa mikið af háspennulínum?"
Svar stjórnmálamannsins; "Þau mál er ekki á dagskrá núna, við erum að tala um hvort selja eigi orku til útlanda. Síðar munum við setja á dagskrá spurningu um hvort reisa eigi virkjanir. Með eða á móti?"
Og svo seinna í vetur verður tekið á dagskrá málið hvort reisa eigi háspennulínur. Með eða á móti?

Ef við lítum yfir nálgun formanns fjárlaganefndar, blasa þessi vinnubrögð við.     

Í sumar ákvað nýkjörin ríkisstjórn að lækka framlög útgerðarfyrirtækja og ferðþjónustufyrirtækja til samfélagsins um eitthvað á annan tug milljarða. Í kjölfar þess komu fram frumvarpsdrög að fjárlögum þar sem útgjöld til velferðarkerfisins eru skorun töluvert niður, til viðbótar við niðurskurðinn bætist einnig sú hækkun sem hefði þurft að koma vegna þegar framkominna og fyrirliggjandi hækkana á rekstri ríkisstofnana.

Þetta varð til þess ríkisstofnanir tilkynntu að þær kæmust ekki hjá því að fækka starfsfólki enn frekar, auk þess að aðbúnaður starfsfólks yrði óásættanlegur, var þó verulega slæmur fyrir.

Mannekla var í heilbrigðiskerfinu og stefnir augljóslega í að hún verður enn meiri af þessu orsökum.

Þá kemur formaður fjárlaganefndar og segir að úr þessu megi bæta með því að fjölga nemum í læknisfræði og stofna að auki nýja námsdeild fyrir lækna á Háskólanum á Akureyri.

Hér skil ég ekki hvert formaður fjárlaganefndar er að fara. Var ekki verið að lækka framlög til háskólanna?

Ég skil heldur ekki hvernig þessi tillaga formanns fjárlaganefndar eigi að leiða til fjölgunar lækna. Spítalarnir eru nefnilega að segja upp fólki sakir þess að það eru ekki til fjármunir til þess að greiða núverandi starfsfólki laun.

Fjöldi lækna og heilbrigðisstarfsmanna er að fara erlendis sakir þess að þeim standi einfaldlega ekki tilboða störf hér á landi, auk þess að aðbúnaður er óviðunandi.

Formaður fjárlaganefndar fór þar að auki fremst allra fyrir því að afþakka nokkra milljarða króna sem fengust frá ESB til rannsókna, auk þess að fjárlaganefnd ákveður að lækka alla íslenska rannsóknarstyrki.

Við það missa að auki tugir íslenskra háskólamenntaðra manna störf sín.

Þá kemur formaður fjárlaganefndar fram með þá tillögu að það eigi að refsa því  háskólamenntuðu fólki sem ekki komi heim að loknu námi, með því að hækka verulega vexti á námslánum þeirra.

Bíddu aðeins; Standa þeim til boða einhver störf hér á landi?

Þá kemur fram tillaga frá ríkisstjórninni að það eigi bara að stytta nám starfsmanna ríkisins.

 Stendur til að keyra laun niður í landinu til þess að leysa vanda fjárlaganefndar, sem hún kom sér sjálf í með því að fella niður framlög útgerðarfyrirtækja til samfélagsins og afþakka milljarða styrki frá ESB?

Það er ekki hægt að skilja formann fjárlaganefndar öðruvísi en svo að hún virðist ætla að krefjast þess að vel menntað fólk komi hingað heim til þess eins að skrá sig á Atvinnuleysistryggingasjóð.

Og ef það gerir það ekki, þá ætli hún að sekta þau með því að hækka afborganir námslána.

Afsakið en ég skil nákvæmlega ekkert hvert hæstvirtur formaður fjárlaganefndar er að fara. Hana virðist skorti alla yfirsýn, geti einungis skoða eitt mál í einu, án tengsla við heildarmyndina.

Hún væri allavega fullkomlega óhæf til allra samningastarfa í Karphúsinu

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hún er því miður ekki á förum!

Nafnlaus sagði...

Til þess að snúa öllum í hringi með bulli. Svo umræðan snúist ekki um réttu málin.

Nafnlaus sagði...

"Höchste Zeit", að innbyggjarar fari að hugsa sinn gang betur, annars fer ílla fyrir þjóðinni.

Þeir senda ignoranta og vandræða gemlinga ekki aðeins á Alþingi, en einnig á Bessastaði.

Haukur Kristinsson

Nafnlaus sagði...

Formaður fjárlaganefndar er ekki fær um að hugsa af viti um eitt mál í einu, hvað þá fleiri. Þú sækir ekki vit til Vigdísar fremur en pening í tóma pyngju.

Nafnlaus sagði...

Blessuð konan er núna að blanda saman ,,olíurafmagni og vatnsaflsrafmagni".
peogyno

Nafnlaus sagði...

Vigdís heldur enn eina vísdómræðuna á Alþingi og segir það forkastanlegt ef það standi til að blanda saman hreinu Íslensku rafmagni við óhreint ESB-rafmagn, svo maður tali nú ekki að menn ætli sér að setja sæstreng í sjó. Og við eigum svo að lifa þá áhættu að sæstrengur sem sé í sjó geti flutt rafmagn í báðar áttir.
https://www.facebook.com/photo.php?v=10151964099373744&set=vb.634573743&type=2&theater