fimmtudagur, 10. júlí 2008

Einari Oddi reistur minnisvarði


Það er vel til fundið að reisa Einar Oddi bautastein eins og ASÍ og SA ætla að gera næstk. laugardag á Flateyri. Þar á að minnast sérstaklega aðkomu Einars Odds að Þjóðarsáttinni.

Þjóðarsáttin hefur verið í umræðunni undanfarið. Þar hafa stjórnmálamenn eignað sér öll atriði og segjast hafa platað aðila vinnumarkaðs til þess að vera þátttakendur með því að telja þeim þeim í trú um að Þjóðarsáttin væri þeirra, svo vitnað sé til orða forseta lýðveldisins. Hreint út sagt ótrúlega ósmekklegt innlegg, en svo líkt málflutning Ólafs þegar hann var stjórnmálamaður. Reyndar einn þeirra óvinsælustu á þeim tíma.

Umræða þessara manna um Þjóðarsátt upplýsir reyndar mjög vel hversu lítið þeir vissu um málið og um hvað það snérsit. Þetta var ekki einhver einhföld ákvörðun tekinn á fundi stjórnmálamanna. Þjóðarsátt snérist um að grípa inn í efnahagsstjórnina. Öll fyrirtækin voru kominn að fótum fram 1988 vegna fáránlegrar efnhagsstjórnar.

Þá hófust um ræður meðal aðila atvinnulífs um að þessi leið gengi ekki lengur. Stjórnvöld og sveitarstjórnir gengu fremst í því að hækka þjónustugöld, fyrirtækin verðlag, bankarnir vexti og svo kæmu launamenn með kröfur vegna lækkunar kaupmáttar. Þessum spíral yrði að snúa við, en það gengi ekki upp nema allir væru þátttakendur. Ef einhver klifi sig út úr hópnum springi allt í loft upp.

Það er meir en að segja það að fá öll verkalýðsfélög til þess að fara fram í kjarasamningum og semja um lækkun kaupmáttar. Sama gildir um að fá fyrirtækin til þess að lækka verðlag, banka vexti og svo þjónustugjöld og óbeina skatta sveitarfélaga og hins opinbera. Ásmundur Stefánsson og Einar Oddur fóru fyrir þessari vinnu og hún hófst 1988. Þjóðarsáttin er svo gerð 1990.

Þá hófst mikil og erfið vinna við að halda aftur af stjórnmálamönnum. Þær voru ófáar ferðirnar sem forsvarsmenn atvinnulífsins þurftu að fara og minna stjórnmálamenn á hvaða samkomulög hefðu verið gerð. Ítrekað ætluðu þeir að hækka opinber gjöld og virtust telja að Þjóðarsáttin hefði snúist um að færa niður laun í landinu, ekkert annað.

Það voru aðilar vinnumarkaðs sem slógust við þá menn sem vilja eigna sér Þjóðarsáttina nú ekki öfugt. Í kjölfar þessa gerir svo Jón Baldvin ESS samninginn. Þessi blanda skilaði sér í miklum uppgangi.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Á Flateyri ætlaðir þú örugglega að skrifa:)

Nafnlaus sagði...

Og EES samninginn :)

Nafnlaus sagði...

Mikið er hallærisleg þessi umræða um hver átti þjóðarsáttina. Augljóst mál er að það sem gerði þessa samninga svo einstaka var aðkoma allra þessara aðila, verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og hins opinbera.

Það segir sig nokkuð sjálft að til að fá "fyrirtæki til að lækka verðlag, banka vexti og svo þjónustugjöld og óbeina skatta sveitarfélaga og hins opinbera." hefur þurft alla þessa aðila.

Ég held því að menn ættu að hætta að berja sér á brjóst og segja: það var ég! og viðurkenna að samvinnan var það einstaka í málinu.

Vissulega byrjaði þetta allt á ummælum Ólafs um Steingrím - en þau ætti að skoðast í því ljósi að þau fóru fram á mærðarfundi um hinn síðarnefnda.jk

Nafnlaus sagði...

Sammála, en þessi ummæli ÓRG koma ekki á óvart, komandi frá einhverjum ómerkilegasta stjórnmálamanni sem við höfum séð á síðari tímum um þann næst ómerkilegasta, Steingrím Herm.
Það er mjög magnað hvað heimur stjórnmálamannana er fjarlægur því sem skiptir máli fyrir almenning en nálægur því sem skiptir máli fyrir þá, persónulega.

Þakka þér annars oft góða pistla.
H :-)