þriðjudagur, 8. júlí 2008

Fjölnir

Skelfing erum við Grafarvorgsbúar ánægðir með liðið okkar. Ég er einn þeirra foreldra sem hef staðið á hliðarlínunni upp í gegnum alla flokka og mátt horfa á sigra og stundum stór töp. Það er ekki bara að vinna 6 -1, heldur ekki síður að við erum með lið sem er byggt upp á strákum sem hafa verið aldir upp hér. Ekki samansafn efnilegra einstaklinga frá minni liðunum, sem er að auki styrkt með erlendum leikmönnum.

Minni liðin hafa í gegnum tíðina mátt horfa upp á "stóru" liðin lokka til sín alla efnilega einstaklingana. Oft hef ég dáðst af seiglu þeirra sem eftir sitja hjá minni liðunum þegar þeir mæta ofurefli „stóru“ liðanna og þurfa að auki að sitja undir háðsglósum frá stuðningsmönnum „stóru“ liðanna um getuleysi. Hinir raunverulegu sigurvegarar hafa verið þeir leikmenn sem berjast allan tímann við ofureflið, halda áfram og klára leikinn með fullri reisn.

Toppurinn er að mínu mati þegar þekktur lögmaður, þáverandi formaður fótboltadeildar eins „stóru“ liðanna stóð upp frá hliðarlínunni, þegar ekkert gekk hjá hans liði, og stillti sér upp á bak við mark mótherjanna, sem þá var lið frá Norðfirði. Þetta var á stelpumóti á Siglufirði fyrir nokkrum árum.

Þegar stelpur „stóra“ liðsins úr Reykjavík nálguðust mark Norðfirðinganna sleppti hæstaréttarlögmaðurinn sér fullkomlega og lét öllum illum látum bak við markið og öskraði af öllum lífs og sálar kröftum á markmann Norðfirðinganna; „Láttu boltann eiga sig – ekki taka boltann“ Markmaðurinn fipaðist og boltinn rúllaði inn. Hinn stóri lögmaður þóttist hrósa sigri. Hann var það ekki í augum annarra sem á mótinu voru. Hann hefur reyndar beitt samskonar brögðum við varnir fyrirtækja í tilraunum þeirra að hafa af erlendum launamönnum kaup og kjör.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ágæti Guðmundur,
Við skulum ekki alveg tapa okkur.
Í 16 manna hóp Fjölnismanna í gær voru aðeins 3 menn uppaldir. Flestir leikmanna FJölnis hafa komið ungir frá liðum einsog KR,FH og Fram en hafa ekki fengið að spila þar. Auk þess fengu þeir 4 reynda leikmenn til að styrkja sig fyrir úrvalsdeildarátökin. Þessi blanda þeirra er reyndar að svínvirka.

Nafnlaus sagði...

Jahérna hér. Það er stundum betra að hugsa áður en maður skrifar og hælir sér á hvert reipi. Er þetta tilfellið Guðmundur sem segir í athugasemdinni hér að ofan? Voru bara 3 menn í liðinum uppaldir hjá Fjölni? Sannleikurinn óskast!!!!!

Nafnlaus sagði...

Ég hef heyrt það sama, þ.e.a.s. að Fjölnismenn séu meira og minna "home-grown". Kannski er þetta leiðinlegt slúður sem er komið af stað, kannski eru þetta strákar úr Grafarvoginum, sem hafa prófað t.d. KR, FH, Fram o.þ.h. og komið aftur - og þá misst heimaræktaða stimpilinn í augum heittrúaðra.

Nafnlaus sagði...

Sælir

Reyndar eru þeir fjórir, Doddi í markinu, Gunni Már á miðjunni og Óli frammi, Óli fór reyndar semma í leit að frægð og frama en er kominn aftur í voginn. Síðan var Illugi á bekknum og kom inná. Dsvíð og Gunni Valur eru búnir að vera það lengi viðloðandi þetta lið að þeir eru nánast uppaldir....