þriðjudagur, 8. júlí 2008

Göngubrautir hættulegar

Það er nú svo komið að maður er ekki lengur öruggur á merktum göngubrautum. Jafnvel þó þær séu sebramerktar eða á hraðahindrun. Nýverið var ekið á 8 ára dreng á merktri göngubraut sem var að auki á hraðahindrun á Fjallkonuveg í Grafarvogi.

Ég hef í gegnum tíðina gert mikið af því að skokka og eða fara í göngutúra um göngustíga austurborgarinnar. Maður hefur í gegnum tíðina hiklaust farið yfir sebrabrautir og bílstjórar undantekningalaust stöðvað. Í dag er allt annað upp á tengingnum. Oft flauta bílstjórar á mann og gefa jafnvel að auki fingurinn. Þetta á undantekningalaust við um unga bílstjóra og oftast eru það ungar stúlkur við stýrið sem láta svona.

Hvað veldur þessu? Eru ökukennslu að hraka? Eða er þetta enn eitt merki hins agalausa og tillitslausa unga íslendings? En það býður heim mikilli hættu ef gangandi vegfarendur geta ekki treyst merktum göngubrautum.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sammála,
Ef marka má fréttaflutning af viðkomandi atviki er niðurstaða þín rétt. Þar var annars vegar vakin athygli á þeim mistökum drengsins að hafa ekki hafa farið í nærliggjandi undirgöng, og hins vegar að hann hafi verið með hjálm! Engu skipti að ökumaður hafi ekki gætt að sér, sem er jú akkúrat það sem ber að gera á gangbraut.

Nafnlaus sagði...

Það er spíttið sem veldur þessu.

HS

Nafnlaus sagði...

Staðreyndin er einfaldlega sú að það fer enginn að taka á sig krók til að komast leiðar sinnar. Í leiðinlegum og tilbreytingarlausum úthverfum borgarinnar hefur enginn áhuga á að eyða of miklum tíma utandyra á ferðalögum sínum Undirgöng eru því dauð og ómerk og í raun tímaskekkja!

Nafnlaus sagði...

Ég vona að þetta sé ekki spíttið hjá öllum krökkunum sem keyra svona en þau eru rosa ofvirk og óþolinmóð.

Framhaldsskólakennari

Nafnlaus sagði...

Umferðarfræðsla og ökunám á Íslandi er bara ein stór sorgarsaga. Fræðsla er lítil sem engin í skólum og ökunámið er ótrúlega yfirgripslítið, þjálfun í akstri og umferð afar takmörkuð. Ekki ætla ég að klína þessu á kennara. Það virðist vera einhver vantrú á að mennt sé máttur í þessu tilviki. En sund kennum við vel og vandlega.