laugardagur, 27. júní 2009

Íslenska efnahagsundrið - skyldulesning??

Bók Jóns F. Thoroddsen Íslenska efnahagshrunið hefur fengið ákaflega gagnrýnislausa umfjöllun. Ég hef lesið bókina, hún er vel læsileg, vel uppsett og gott flæði í texta. Þar er farið víða og greint frá mörgum einstaklingum. Jón fer meðal annars ekki fögrum orðum um lífeyrissjóði.

Jón hefur sterkar skoðanir á ýmsum hlutum, en umfjöllun hans er sumstaðar óvönduð og ég var dáldið undrandi á því hversu auðveldlega Sigmar lét hann sleppa í Kastljósinu. T.d. er ljóst að hann hefur ekki mikla þekkingu á uppbyggingu og hlutverki lífeyrissjóða, það kemur glögglega fram í bókinni og eins í ummælum hans í fjölmiðlum og ég velti því óneitanlega hvort það eigi við um aðra hluti.

Jón kynnir sig eðli málsins samkvæmt sem fyrrverandi verðbréfamiðlara Byr þó hann hafi lengi vel unnið fyrir NordVest verðbréf, fyrirtæki sem varð nánast gjaldþrota. FME framkvæmdi athugun á starfsháttum NordVest í febrúar 2007 og gerðar voru alvarlegar athugasemdir við fjölmörg atriði á þeim tíma.

Meðal athugasemda voru:
Ekki var sérstaklega haldið utan um viðskipti starfsmanna og stjórnenda. Starfsmenn NVV höfðu í einhverjum tilfellum framkvæmt sjálfir eigin viðskipti. Stjórnendur félagsins gerðu ekki kröfu til þess að leiðbeinandi tilmælum Fjármálaeftirlitsins um lágmarks eignarhaldstíma hlutabréfa væri fylgt enda töldu þeir tilmælin ekki bindandi. Dæmi voru jafnvel um að starfsmenn seldu hlutabréf sama dag og þau voru keypt.

Gerðar voru alvarlegar athugasemdir við að ekki var farið að lögum og reglum um aðgreiningu starfssviða og að starfsmenn störfuðu samtímis á fleiri en einu starfssviði. Þannig hafði sami starfsmaður með höndum eigin viðskipti félagsins, miðlun verðbréfa fyrir viðskiptavini, umsjón með útboði verðbréfa, fyrirtækjaráðgjöf og regluvörslu. Þá hafði annar starfsmaður með höndum miðlun verðbréfa fyrir viðskiptavini, umsjón með útboði verðbréfa og fyrirtækjaráðgjöf.

Hefur Jón efni á því að hrauna yfir allt og alla? Er ekki þarna maður sem reyndi árangurslaust hvað hann gat til að komast inn í bankana þegar vel gekk, en hraunar svo yfir allt og alla þegar allt er hrunið? Það er allavega sú lýsing sem ég hef heyrt. Gott að vera vitur eftir á og þeir sem eru það ekki, er ekki viðbjargandi. Hann er svo sá sem allt sá og ekkert gerði rangt. Gaf hann engar gjafir?

12 ummæli:

Jón Garðar sagði...

Algerlega sammála þessu Guðmundur.

Mig grunar reyndar að Sigmar hafi fundið að hann var á frekar þunnum ís í sumum fullyrðingum sínum og ekki viljað afhjúpa hann í beinni.

Þeir sem horfðu á viðtalið hljóta að hafa upplifað þetta eins.

Nafnlaus sagði...

Er málið ekki að þeir sem unnu í bönkunum og fjármálastofnunum spiluðu allir með í geðveikinni og vitleysunni. Flestir átta sig á því eftir á, margir viðurkenna það í góðra vina hópi en eiginlega enginn þorir að segja frá ruglinu opinberlega. Þess vegna á Jón Thoroddsen heiður skilinn.

Teitur Atlason sagði...

Þessi færsla þín er með því ómerkilegasta sem ég hef séð á blogginu.

Þú segir Jón F. Thoroddsen ekki hafa vit á lífeyrissjóðum en rökstyður má þitt ekki neitt.

Því næst reynir þaú að ata hann auri með því dylgjum af verstu sort!!

Þetta er svooooooo Íslenskt. Svo heimskt. Svo lítilmannlegt. Svo dáðlaust og á svo lágu plani.

Þú ef þú hefir sómatilfiningu til að bera, þá myndir þú skammast þín fyrir þessi fábjánalegu skrif.

Guðmundur sagði...

Já það er eitthvað svo íslenskt að ekki má segja satt. Óskhyggjan hefur borið of marga ofurliði í íslensku samfélagi og gerir þeim erfitt að horfast í augu við veruleikann.

Það á ekki einungis við um almenning, heldur ekki síst um ákveðna stjórnmálamenn sem hafa verið við völd hér á landi síðustu tvo áratugi.

Bókin ber glögg merki þess að hún er unnin hratt, sem væri í sjálfu sér ekki athugavert.

En þar er farið á yfirborðskenndan hátt yfir ákveðna þætti og mikið um ásláttarvillur og málvillur sem segir manni að ekki hefur verið vandað til verka við útgáfuna. Það ásamt staðreyndarvillum draga úr trúverðugleika bókarinnar.

Ef Teitur áttar sig ekki á hvað er athugavert við bókina og umræddan Kastljósþátt, þá þarf hann að kynna sér betur íslenskan veruleika. En sendi honum góðar kveðjur.

Teitur Atlason sagði...

Þú ert ótrúlegur. -Alveg ótrúlegur.

Rökstyddu frekar ávirðingar þínar um Jón F. Thoroddsen frekar en að þvæla um "óskhyggjuna" og delerí í kringum "íslenskan veruleika".

Rökstyddu ávirðingar þinar um bók Jóns F. Thoroddsen. Þetta hérna sem þú skrifaðir:

.."En þar er farið á yfirborðskenndan hátt yfir ákveðna þætti og mikið um ásláttarvillur og málvillur sem segir manni að ekki hefur verið vandað til verka við útgáfuna. Það ásamt staðreyndarvillum draga úr trúverðugleika bókarinnar".

.....Er ekki rökstuðingur. Þú dregur þá hæpnu álykturn að vegna þess að það eru innsláttarvillur og málvillur (sem þú þó hvergi tekur dæmi af) þá hljóti bókin að vera hæpin efnislega!!!

Gangið þér heill til skógar Guðmundur?

-Er þetta retóríkin sem ástunduð er í verkalýðshreyfingunni? Það myndi reyndar skýra margt.

Rökstuddu ávirðingar þínar! Komdu með dæmi! Annað er bara þvaður og skrum. Ég hvet þig eindregið að tala 15 mínútur af þínum tíma og gagnrýna bók Jóns F. Thoroddsen eins og maður en ekki eins og dylgju-lydda.

Dylgju-lydda segji ég. Hér kemur rökstuðningur fyrir þessar nafngift.

Þú segir bók Jóns vera lélega (nefnir enginn dæmi) Segir hann ekki hafa vit á lífeyrissjóðum (nefnig enginn dæmi) Því næst dylgjar þú um að hann hafi hvergi fengið vinni sem verðbréfasali nema hjá glæpakompaníi og nefnir dæmi um hve kompaníið sé slæmt!

Rökvillurnar sem þú beitir eru tvær. Ad hominem og það sem hefur verið kallað "sök vegna tengsla". Frekar ómerkilegt alltsaman

Svo notar þú einhverskonar kumpánlega kurteisis kveðju til þess að draga fjöður yfir dónaskap þinn í garð Jóns F. Thoroddsen.

Eins og ég sagði: Ef þú hefur sómatilfinningu til að bera á ættir þú að skammast þín fyrir þessi rætnu skrif. Ég hvet þig til að eyða þessari færslu þinni og byrja á annari og hafa hana sómasamlega en ekki rætna og fulla af dylgjum.

Nafnlaus sagði...

En hvað er það við íslenska lífeyrissjóðakerfið sem Jón er að misskilja svona?

Guðmundur sagði...

Þar er ég að vitna til hluta sem hafa reyndar komið milljón og einu sinni fram. Jón notar rök ungs manns sem ritaði greinar og kom m.a. fram í Silfri Egils þar sem hann setti fram fullyrðingar um ávöxtun sjóðanna. og bar m.a. saman 3.5% ávöxtun hjá sjóðunum saman við 8% ávöxtun í bankabók og gekk út. Allmargir hafa bent á að þetta standist ekki. Auk þess að hann tók ekki tillit til örorku- og makalífeyris sjóðanna.

Einnig má benda á Helga í Góu sem hann vitnar til. Það hefur alloft verið bent á að þar er tilgangslaust bera það á starfsmenn sjóðanna að ekki sé hægt að taka fjármuni úr lífeyrissjóðum og nýta þá til þess að byggja og reka hjúkrunarheimili. Það hefur ekkert staðið á því að lífeyrissjóðir keyptu trygg skuldabréf af aðilum sem standa í svona rekstri. T.d. gæti Helgi hæglega byggt upp svipaðan rekstur og t.d. Eir, það eins sem stendur þar í vegu er að fá rekstrarheimild hjá hinu opinbera.

Það er þetta sem setur bókina niður. Sama á við um viðtalið sem ég bendi á, ég er ekki einn um að hafa verið harla undrandi á þvi hvernig Sigmar tók á svörum Jóns, þau voru sum hver harla klisjukennd.

Það sem ér er að benda á og tek fram að bók og ummæli Jóns hafa verið tekinn algjörlega gagnrýnislaust sem einhverjum bjargföstum staðreyndum.

Hvað varðar skrif Teits Atlasonar, þá ætla ég ekki að svara þeim frekar þó svo hann sé að senda mér pósta. Það er svo augljóslega tilgangslaust.

Kristján Þór Finnsson sagði...

ég held að það sé eitthvað skritið við þetta lífeyrisjóðskerfi.

það virðist enginn skilja það nógu vel til að útsḱýra það. það er hinsvegar mikið af snillingum sem eru boðnir og búnir til að segja manni að maður skilji það ekki.

mér finnst pistlar guðmundar almennt ágætir. hinsvegar er hann ekki að gera lífeyrisjóðina meira traustvekjandi með skrifum sínum. alltaf þegar það kemur upp umræða hvort sem það er á nótum helga í góu eða þegar einvher setur útá laun toppanna, þá er það marklaust því maður skilur ekki lífeyriskonceptið.

ég held að það væri fínt ef guðmundur mundi taka að sér að búa til heimildalista fyrir okkur misskilningsmennina sem útskýri þessi helstu atriði og rangfærslur svo við gætum þá farið að ræða þetta á einvherjum grunni.

ég skil ekki þetta kerfi.

ég skil ekki hversvegna þeir sem eru í forsvari fyrir lífeyrisjóðina þurfa ða vera á 20x hærri launum en ég.

ég skil ekki hversvegna þessir hálaunamenn þurfa að láta bjóða sér út 3-5 ár ári með mökum.

þegar ég var með sama skilningsleysið útaf bönkunum og þeirra ofurlaunum og sporslum þá var það útskýrt að þetta væri svo hæft fólk að það ætti það skilið. þeir væru jú að bera svo mikla ábyrgð.

ég er viss um að guðmundur sér stóru myndina. ég sé hinsvegar bara feita ketti sem velta sér uppúr peningunum frá okkur meðan þeir voru ekki að borða gull í landsbankanum.

en, hey, ég er ekki verkalýðsfrömuður.

Guðmundur sagði...

Þegar pistlar eru birtir hefur maður byggt þá á þeirri þekkingu sem maður býr yfir og efni sem handbært er.

Stundum er það svo að það gengur þvert á það sem sumir athugasemdamenn vilja halda fram og eru búnir að sannfæra sig um að sé hinn eini sannleiki.

Þeirra sannleiki er oft fullkomlega rakalaus og byggður á fullyrðingum og alhæfingum ásamt fullkomnu þekkingarleysi.

Þar á ég við t.d. um fullyrðingar um starfsemi verkalýðsfélqaga og stofnana tengdum þeim, sem ég þekki allvel.

Þegar svo athugasemdariturum er mótmælt og bent að sumt af því sem þeir setja endurtekið við pistla, oftar en ekki nafnlaust, þá verða viðbrögðin ofsafengin og gripið til mikilla gífuryrða.

Þetta er eins leikföng séu tekin af óþekkum krökkum. Menn vilja út í hið óendanlega trúa því sem þeir eru búnir að halda fram.

T.d. eru allmörgum ómögulegt að viðurkenna að það eru sjóðsfélagar sem greiða í lífeyrissjóði sem eiga það fé. Það gilda um það lög reglur.

Ef einhverjir koma fram á völlinn eins og svo oft hefur gerst og vilja nýta þessa fjármuni til þess að setja í einhver gæluverkefni og til þess að greiða niður skuldir landsmanna og ausa að auki svívirðingum yfir starfsmenn sjóðanna ef þessu er mótmælt þá tryllast sumir.

Eða þá þegar menn fullyrða að starfsmenn verkalýðsfélaga geri ekkert annað en að veltast um með fjármuni lífeyrissjóða.

Langflestir starfsmenn verkalýðsfélaga koma aldrei nálægt neinu af starfsemi lífeyrisjóða. Þeir starfa við gerð og viðhald kjarasamnina, eru út á vinnustöðum vegna deilna sem upp hafa komið vegna túlkunar á samningum, eru á félagsfundum eða starfa við sjúkrasjóðina eða starfsmenntun í atvinnulífinu.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur, hefur þú komið nálægt starfsemi einhverra lífeyrissjóða?

Ef svo er, hverra?

Hver var ávöxtun þeirra árið 2008 og hver er áætluð ávöxtun þeirra á þessu ári?

Er fjallað um þá í bókinni Íslenska efnahagsundrið?

Hver sendi þér upplýsingarnar sem þú birtir um Nordvest og Jón Thoroddsen?

Þegar þú hefur svarað þessu er hugsanlega hægt að meta hvort það sem þú segir í þessu sambandi sé marktækt.

Guðmundur sagði...

Ég hef starfað í lífeyrisnefnd ASÍ. Verið í varamaður í stjórn lífeyrissjóðs. Setið fjölmarga fundi og námskeið um starfsemi lífeyrssjóða hjá mörgum aðilum.

Á nánast hverjum einasta fundi rafiðnaðarmanna er fjallað um starfsemi lífeyrissjóðs rafiðnaðarmannna. Réttindakerfi, ávöxtun og starfsemi sjóðs okkar.

Sótt háskólanám í Háskólanum á Akureyri og Háskólanum í Reykjavík í rekstrar- og stjórnuanrfræðum. Það sem ég setti í greinina er einungis hluti af því sem sagt er um bókina.

Það eru fjölmargir pistlar hér á þessari síðu um starfsemi lífeyrissjóða.

Margt af því sem Jón segir um lífeyrissjóði ber þess merki að hann þekkir ekki vel til, þá sérstaklega hvað kemur fram á fundum sjóðsfélaga.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst umfjöllun þín um lífeyrissjóði hafa verið góð og ákaflega fræðandi.

Einkennileg viðbrögð nokkurra hér á réttmætri ábendingu um bókina og einkennilegar fullyrðingar í Kastljósinu