miðvikudagur, 17. júní 2009

Tillögur um endanlegt skiptbrot Íslands


Hér hæðist Halldór á frábæran hátt að ummælum þingmanna Flokksins um að það hafi verið reglugerðaverk EES sem tók ákvörðum um að leggja landið í rúst. Þáverandi ráðherrar stóðu í vegi, gera reyndar enn, fyrir einu leiðinni úr vandanum; Að halda áfram á þeirri braut sem lagt var af stað og ganga í ESB. Það er ástæða þess að við stöndum í þessum heimatilbúna vanda Flokksins.

Upplýsingarnar/staðfestingar streyma til okkar daglega hvað gerðist í raun og veru. Það er ljóst að þáverandi stjórnarþingmenn og ráðherrar gerðu gys af ábendingum og aðvörunum um hvert stefndi og voru meðhlæjendur í glysferðum íslenska efnahagsundursins. Það er ekki hægt annað en furða sig á að einhver taki mark á fyrrverandi ráðherrum og stjórnarþingmönnum, sé litið til ummæla þeirra þá og svo nú. Þeir vita harla lítið um vitræna efnahagsstjórn, en samt stilla sumir fréttamenn sér upp fyrir framan þá og taka við þá viðtöl og þeir bulla og bulla og bulla.

En eru þeir að bæta í dótakassann sinn og leggja fram enn eina „það rignir peningum og allir hádegisverðir eru fríir" reddingum. Nú á að bjarga ríkissjóð með því að innheimta fyrirfram skatta af lífeyrisgreiðslum sem greiðast eiga í fjarlægri framtíð.

Hvaðan skyldu nú þeir peningar eiga nú að koma í raun og veru? Skatttekjur framtíðarinnar munu vitanlega dragast saman vegna lækkandi skatttekna frá lífeyrisþegunum framtíðarinnar.

Hvað þá? Hvað verður þá um tekjutengdar bætur, útgjöld ríkissjóðs munu margfaldast samfara snarlækkandi skatttekjum. Vitanlega verður að bjarga tekjutapi ríkissjóðs því með því að að hækka skattprósentuna á þeim sem þá munu fá skattfrjálsan lífeyri. Hverjir eru það? Jú, það er unga fólkið sem í dag. Á það fólk ekki nóg með að standa skil á lánunum sem það situr uppi með eftir efnahagsstjórn þessa flokks, á líka að rísa ellilífeyri þess?"

Tillagan gengur út á að ríkið hirði 40% strax. Hinn hlutinn fer í sjóðmyndunarkerfi eins og því sem allt frjálsa lífeyrissjóðakerfið byggist nú á, og það á þá að greiða skattfrjálsan lífeyri vegna þeirra réttinda sem myndast í framtíðinni. Í raun á að breyta öllu lífeyriskerfinu í gegnumstreymiskerfi. Allt kerfið fer í lífeyrisgreiðslur og kostnað til ríkissjóðs. Það verður engin uppsöfnum.

Hvað á unga fólkið í dag að gera í framtíðinni? Það hefur margoft komið fram að upp úr 2015 fara stóru barnasprengjuárgangarnir að skella á lífeyriskerfinu og upp úr 2020 verður kerfið komið í jafnvægi, það er að sú uppsöfnun sem nú fer fram á að duga fyrir lífeyri þá og það mun fara meir út úr kerfinu en far inn í það.

Í sinni einföldustu mynd að upp úr 2020 verður það hlutfallslega lítill hluti þjóðarinnar sem greiðir skatta, hratt vaxandi hluti þjóðarinnar verða lífeyrissþegar. Framtíðarútreikninga sýna að þá munu skatttekjur ríkisins einungis duga fyrir ellilífeyri, engu öðru. Það var á þessum forsendum sem menn lögðu af stað með uppsöfnunarkerfi, til þess að vera undir það búnir þegar stóru barnasprengjuárgangarnir komast á lífeyrisaldur.

Ef lífeyriskerfinu verður breytt í gegnumstreymiskerfi, eins og Sjálfstæðismenn eru að leggja til, mun koma að skuldadögunum og baggi ungu kynslóðarinnar í dag verður þá óbærilegur.

Lífeyriskerfið í dag er eins sterkt og raun ber vitni vegna þess að hver kynslóð stendur undir sínum lífeyri með sparnaði og veltir ekki kostnaðinum yfir á næstu kynslóðir

Við þeim þjóðum sem ekki hafa byggt upp uppsöfnunarkerfi blasir þjóðargjaldþrot upp úr 2020. Það er þess vegna að t.d. Norðurlandaþjóðirnar eru þessa dagana að hamast við að byggja upp samskonar kerfi og við höfum verið að byggja upp síðan 1970. Okkur dugar „bara“ 12% iðgjald. Iðgjaldið í Danmörku er t.d. 20% vegna þess að þeir byrjuðu svo seint, og það blasir við þeim að þurfa að hækka enn frekar iðgjaldið.

Þingmenn Flokksins hafa margoft sýnt að þeir hafa takmarkaðan skilning á lífeyriskerfinu það kom t.d. fram þegar þeir lögðu af stað með eftirlaunaósómann sinn sem átti ekki að kosta neitt, eða í mesta lagi 6 millj. kr. eins og Davíð sagði og þingmenn og ráðherrar flokksins fögnuðu. Sá kostnaður var kominn langleiðina í milljarð þegar eftirlaunaósóminn var loks afnumin fyrir nokkrum vikum. Tillögur Flokksins um lífeyriskerfið er trygging fyrir endanlega skipbroti Íslands.

Óskandi væri að Flokkurinn stillti alvöru fólki til þingsetu og hætti þessum skemmdarverkum á íslensku samfélagi og láti núverandi kerfi í friði og hætti að veltið skuldbindingum yfir á ungu kynslóðina. Flokkurinn er þegar búinn að koma henni í nægan vanda. Hún ræður ekki við fleiri vandamál.

Fjármunir lífeyrissjóðanna munu taka fullan þátt í endurreisn þjóðarinnar, uppsöfnunin mun reyndar bjarga henni, ef okkur tekst að halda þingmönnum Flokksins frá kerfinu.

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sammála Guðmundur, þetta er voða íslenkt fara bara "the easy way" og borga seinna, hugsa seinna, sofandi að feigðarósi ...Sjálfstæðisflokkurinn hugsar bara um að teygja sig yfir í næstu hít.

ÚFF !

Héðinn Björnsson sagði...

Hversu mikið gagn mun hin stóra kynslóð sem þú ræðir um hafa af því að eiga óskattlagt fé í lífeyrissjóð ef mín kynslóð hefur skilið ykkur eftir með skuldafangelsið sem einkavæðingastefnan sem su sama kynslóð kallaði yfir landið okkar. Ef hún er ekki til í að taka skellinn með okkur mun hún enda á að taka hann ein.

Nafnlaus sagði...

Út úr þessu má líka lesa viðhorf aumingja Sigga: Það sem ekki er ólöglegt, það er í lagi.

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Mér gæti nánast ekki verið meira sama hvort þessu sé stolið af mér núna eða eftir 30 ár, ef ríkið gerir það ekki í formi skatta þá mun einhver mógúllinn gera það í formi "lélegrar fjárfestingar stefnu" og lífeyrisréttur minn skertur að sama marki. Þú verður að fyrirgefa, en mín tilfining fyrir almenna lífeyrissjóðakerfinu er sú að ég gæti fengið betri ávöxtun á mín iðgjöld með því að leggja þetta inn á æskulínuna. Ég fengi þó allaveganna ókeypis sparibauk í kaupbæti.

Nafnlaus sagði...

Nafnlaus kl. 02:19 - þú þarft líka að hafa í huga, að þú átt ekki víst að geta verið í færum til að leggja fyrir alla þína ævi fram að lífeyrisaldri plús það, að fáir myndu leggja fyrir þessi 12% ef ekki væri skyldan. Hvað um það, nú eru allir á kafi í því að reyna að hramsa til sín það litla fé, sem eftir er í lífeyrissjóðunum. Fulltrúar SA hafa komist upp með að fara með sjóðina eins og þeir séu eign fyrirtækjanna en ekki sjóðfélaganna og nú vilja þeir ná þessu fé til að leggja í hlutafélögin sín.

Nafnlaus sagði...

Meðvindskynslóðin (68-kynslóðin), kynslóðin sem fæddist á árunum upp úr 1945, er að komast á eftirlaun. Þessi kynslóð mun soga allt fjármagn úr lífeyrissjóðunum.

Þetta er sama kynslóðin og fékk lán sem eyddust upp í verðbólgunni upp úr 1970 til að koma sér upp húsnæði.
Þetta er sama kynslóð sem fékk ódýrustu námslán Íslandssögunnar til að mennta sig.
Þetta er kynslóðin sem naut frjálsra ásta, nokkuð sem í dag myndi kallast kynferðislegt áreiti eða jafnvel ofbeldi.
Þetta er kynslóðin sem kom sér vel fyrir á valdastólum og hefur setið þar traust og öruggt undanfarna áratugi.

68-kynslóðin hefur haft meðvind allt sitt líf og sér fram á áhyggjulaust ævikvöld. Hvað með okkur hin sem á eftir koma?

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur.

Eitt skil ég ekki. Hvers vegna maður eins og þú, sem átt að vera í sambandi við hinn vinnandi almenning í landinu, ert sífellt að tala um ESB???
Ef þú virkilega heldur að Íslendingar muni einhverntíman samþykkja aðild að evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá hlýtur þú að vera bæði blindur og heyrnarlaus. Ég er að segja þér að Íslendingar munu aldrei ALDREI nokkurn tíma samþykkja að ganga í ESB. Hvernig væri að líta aðeins í kringum sig og tala við fólkið í landinu.
Kær kveðja. Hörður Tómasson

Guðmundur sagði...

Ég ætla aðeins að svara tveim síðustu aths.
Það er einmitt þeir sem eiga stutt í að komast á lífeyri sem munu hagnast á því að farinn verði leið Sjálfstæðisflokksins, eins og stendur í pistlinum og þeir sem eru undir miðjum aldri munu tapa og mest þeir sem eru undir 35 ára. Þess vegna er þessi athugasemd stórfurðuleg.

Það er einungis ein leið til þess að auka kaupmátt og tryggja hann. Lægri vexti, losna undan verðtryggingu og lægra vöruverð það er að ganga í ESB. Allir sem hafa raunáhuga á kjaramálum stefna á ESB.
Um þetta hef ég fjallað í mýmörgum pistlum hér og skilgreind rökin.

Nafnlaus sagði...

Sæll Hörður Tómasson.

Eitt skil ég ekki. Hvers vegna maður eins og þú, sem átt að vera hinn vinnandi almenningur í landinu, ert sífellt að tala um að við förum ekki í ESB???
Ef þú virkilega heldur að Íslendingar muni ekki samþykkja aðild að evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá hlýtur þú að vera bæði blindur og heyrnarlaus. Ég er að segja þér að hugsandi Íslendingar munu pottþétt samþykkja að ganga í ESB. Enda eru þeir komnir með nóg af fjárhagslegri óstjórn, fáránlegu innkaupaverði á nauðsynjavörum, og verðlagi almennt varðandi fjármögnun (verðtrygging anyone??).

Hvernig væri að líta aðeins í kringum sig og tala við fólkið í landinu. Það hef ég gert, og sýnist öskrandi meirihluti vilja inn í ESB.

Kær kveðja.
Öddi

Nafnlaus sagði...

Sæll sjálfur Öddi (hvernig væri að skrifa undir fullu nafni)
Þú ert nú meiri idiótinn, hverngi í færslu minni sagði ég að ÉG væri á móti því að ganga í ESB, ég hef ekkert á móti því að ganga í ESB.
Staðreyndin er einfaldlega sú að ÍSLENDINGAR í heild sinni eru ekkert að fara að samþykkja ESB. Til þess eru þeir alltof þjóðernissinnaðir. Þetta er bara staðreynd Íslendingar munu aldrei, frekar en Norðmenn samþykkja að ganga í ESB. Punktur!!!
Kær kveðja, Hörður Tómasson

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir mjög áhugaverðan pistil Guðmundur.

Jón Guðmundsson