miðvikudagur, 19. ágúst 2009

Hræðsluáróðurinn

Í vaxandi mæli verður maður var við hræðsluáróður um að nú komi ríkisafskipti til með að vaxa og frelsið verði afnumið. Við verðum leidd eins og viljalausar skepnur inn í ESB og þá muni sjávarútvegur og landbúnaður leggjast af og engin hafa atvinnu.

Ítrekað er hamrað á því að það hafi einungis verið fáir fjárglæframenn sem voru valdir að hruninu. Það hafi sannarlega ekki verið af völdum efnahags- og peningastefnu þáverandi stjórnvalda sem innleiddu frelsið á undanförnum einum og hálfum áratug.

Þess er gætt að skilgreina þetta ekki nákvæmlega hvað átt er við, en endurtekið hamrað á að Vinstrið (það eru allir aðrir en þeir sem eru ekki sammála frjálshyggjumönnum) þekki ekki annað en kommúnisma og það muni gera Ísland að einhverri Kúbu.

Ekki er minnst á að það voru Bandaríkin sem settu viðskiptabann á Kúbu og það var það sem leiddi Kúbu í þá stöðu sem þeir eru. Kúbufólk vildi losna við þá spillingu sem kom frá Bandaríkjunum. Það er sambærilegt við að það er stefna Sjálfstæðismanna (sem þeir tóku upp eftir Bush og félögum) sem hefur leitt til þess að nágrannaríki okkar vilja ekki eiga samskipti við okkur fyrr en við erum búin að taka til eftir hægri beygjuna hér.

Þetta eru í sjálfu sér venjubundin vinnubrögð Valhallargengisins, sem eru að fara á taugum yfir því að þrátt fyrir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi reynt af fremsta megna að þvælast fyrir með málþófi og fyrirslætti, þá miðar áfram.

Þjóðin er furðulostin og harmi slegin yfir fréttum sem birtast daglega yfir þá gengdarlausu spillingu sem þessi stefna var búinn að innleiða hér. Fólk er slegið yfir innleggi Kjartans framkv.stj. Sjálfstæðisflokksins og innsta kopps í búri Icesave bankans. Eða ekki síður mótmælastöðu Davíðs á Austurvelli í síðustu viku við slöppu eftirliti Seðlabankans með Icesave bankanum.

Og svo koma fyrrv. ráðherrar eins og t.d Guðlaugur Þór í fréttirnar í gærkvöldi og býsnast yfir að ekki sé búið að hjálpa heimilunum, án þess að skilgreina hvað hann eigi við og fréttamaður Sjónvarpsins gætti sín á því að spyrjast ekki fyrir um það. T.d. hefði mátt spyrja Guðlaug hvort hann vilji þá eftir allt saman taka upp norræna félagshyggjustefnu um aðstoð við heimili og hvort hann sé þá t.d. andsnúinn heiftarlegri andstöðu bandaríkjamanna við stefnu Obama.

Guðlaugur Þór er einn af tiltölulega fáum íslendingum sem á stóran þátt í því hvernig komið er fyrir heimilunum þessa lands og gerði það á fullum launum ásamt myndarlegu styrkjum frá fyrirtækjum útrásarmanna.

Hann á einnig stóran þátt í málþófi í vor og upphlaupum við að tefja fyrir frágangi á Icesave málum að tefja framgang mál um hvernig koma megi heimilum til hjálpar. Öll vitum við að það er ekki hægt fyrr en búið er að koma bönkunum á flot. Öll vitum við að það er ekki hægt fyrr en búið er að ná lendingu í lánamálum m.a. við hin Norðurlöndin. Öll vitum við að þau lán standa ekki til boða fyrr búið er hreinsa til eftir tilraunir frjálshyggjunnar með Guðlaug Þór og skoðanafélaga í broddi fylkingar.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þið eruð allir eins... þú ert bara í aðra áttina og Guðlaugur í hina...

Hræðsluáróður er pólitík á Íslandi...

Ömurlegt flokkapot á íslandi...
"Minns er betri en þinns" pæling...

Gunnar Eyþ.

Nafnlaus sagði...

Ég get ekkki séð að þið verkalýðsrekendur hafi nein efni á því að dæma aðra. Eruð sjálfir á allt öðrum kjörum en umbjóðendur ykkar.

Guðmundur sagði...

Allveg eru sumir ath.s ritendur dæmalausir. Það hefur ítrekað komið fram að 25% félagsmanna eru með hærri heldarlauna en ég. Ég þigg laun samkvæmt einum kjarasamninga RSÍ eins og aðrir starfsmenn sambandsins og regluleg laun mín eru lægri en meðalregluleg laun félagsmanna RSÍ.
Þetta er svona ein af þessum rakalausu upphrópunum sem rökþrota hægri menn hrópa og hrópa í örvæntingu sinnu

Nafnlaus sagði...

Já þetta eru venjubundin vinnubrögð Sjallanna þegar þéir geta ekki rætt málinn að beina athyglinni að einhverju öðru og þá samkvæmt venju repúblikananna og annarra öfgahægrimanna, látum helvítin sverja eitthvað af sér, alveg sama hvað það bara eitthvað.
KÞG

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þú fjalla hér um mjög mikilvægar staðreyndir. Annars vegar það að það var hugmyndafræði ný-frjálshyggjunnar sem leiddi okkur í þessar ógöngur. Sú hugmyndafræði segir að stofnanir samfélagsins eigi að vera í einkaeigu og allir muni njóta góðs af því. Hin staðreyndin sem þú nefnir er að fjölmiðlar landsins eru svo gegnsýrðir af hugarfarinu sem leiddi okkur í hrunið að fjölmiðlungar kunna ekki að spyrja leiðtogana sem eru ábyrgir fyrir hruninu einföldustu spurninga. Það er lítið mál að hafa völd í samfélagi sem er með svona lélega fjölmiðla.

Nafnlaus sagði...

Sjallarnir eru hýenur sem nærast á smjörklípum. Þeim finnst betra að veifa röngu tré en öngu.

Nafnlaus sagði...

þingið á heiður skilið fyrir að sjá til þess að IceSave samningurinn fengi nána umfjöllun og neita að vera eingöngu stimpill fyrir framkvæmdavaldið. Steingrímur og Jóhanna hafa fallið í þanna sama fúla far og Davíð, Halldór og Ingibjörg Sólrún að leiðtogar og ráðherrar fari með einræði og að þingið hafi það eina hlutverk að segja "yes minister!.