miðvikudagur, 12. ágúst 2009

Innihaldslaust geip út í himinblámann

Það eru nokkrir sem létu færsluna í gær fara í skapið á sér. Svo mikið að ég sleppti því að birta sumar aths. enda snérust þær ekki um það sem í pistlinum stóð. Inntak pistilsins er að það yrði mikill sigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn takist þeim að fella ríkisstjórnina á Icesave-málinu með hamslausum og rakalausum áróðri gegn samningum, sem þjóðin var í raun búin að skuldbinda sig til undir þeirra stjórn og við verðum að standa við ef við viljum teljast siðmenntuð þjóð.

En formenn helmingaskiptaflokkana blindaðir af valdagræðgi sést ekki fyrir hverjar afleiðingarnar verða og virða að vettugi óskir atvinnulífsins. Þeir ryðja úr sér, þá sérstaklega Sigmundur, endalausum og órökstuddum spuna. Ögmundur og Guðfríður Lilja eru leiksoppar þessara flokka og ráða því hvort gömlu valdaflokkarnir höfundar þeirrar efnahagstefnu sem leiddi yfir okkur hrunið komist aftur til valda.

Dettur einhverjum lifandi manni í hug að embættismenn þessara flokka nái betri samning?! Við okkur blasa afrek þeirra, þau leiddu okkur í lóðbeint hrun. Aðildarríki EES eru bótaskyld gagnvart innstæðueiganda ef tryggingakerfi sem viðkomandi hefur innleitt veitir ekki lágmarksvernd.

Innstæðutryggingar, sem komið var á með íslenskum lögum, veita ekki fullnægjandi lágmarksvernd gagnvart innstæðueigendum Landsbankans í Englandi og Hollandi og er íslenska ríkið því skaðabótaskylt. Í dag vitum við að eftirlit með íslensku bönkunum var algerlega ófullnægjandi. Starfsemi Fjármálaeftirlits og Seðlabankans undir stjórn Sjálfstæðisflokksins var framkvæmt af fullkomnu kunnáttu- og dómgreindarleysi. Íslenska ríkið mun ekki geta leyst sig frá ábyrgð.

Einarður og rökfastur málflutningur Steingríms J. fjármálaráðherra og samstaða þingmanna Samfylkingarinnar einkennist af festu, sem skorti svo ákaflega þegar frjálshyggjan var við völd. Verndarar sérhyggjuaflanna létu hagsmunagæslu fárra endurtekið leiða sig af réttri braut. Við þessar aðstæður fékk Landsbankinn átölulaust að láta greipar sópa í sparifé almennings í Bretlandi og Hollandi. Allt fram að hruni fékk Landsbankinn í skjóli Seðlabanka og FME að taka milljarða króna lán sem notað var til að hreinsa upp ríkistryggð verðbréf. Á sama tíma var haldið að lífeyrissjóðum og almenning skuldabréfum og hlutabréfum í bönkunum haldið uppi með brellispili. Þetta verða íslenskir skattgreiður að standa skila á og geta þakkað Sjálfstæðisflokknum einum sérstaklega fyrir það.

Það er skiljanlegt að þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðismanna hamist við að koma allir sök af herðum sér. Það er þetta sem veldur því að erlend stjórnvöld treysta okkur ekki lengur. Ef þessi hákarlaleikur tekst, verður það fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins að leita til þessara stjórnvalda, sem eru búin að afskrifa embættismenn Sjálfstæðisflokksins, eftir endurnýjun Icesave- samningsins. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Framsóknarflokkurinn hafa bent á neinar aðrar raunhæfar lausnir. Einungis rakalaust og innihaldslausan spuna og geip út í himinblámann.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góður - að venju - og á skiljanlegu mannamáli.
KÞG

Héðinn Björnsson sagði...

Íslenska ríkið er væntanlega skaðabótaskylt vegna vanrækslusynda en það er þá þeirra sem telja sig hafa orðið fyrir slíkum skaða að sækja slíkt mál, eða fyrir okkur að semja um skaðabætur saman. Einn kostur við að fara dómsstólaleiðina og neita að semja er sú að skaðabætur yrðu væntanlega í íslenskum krónum enda þyrfti að sækja slíkt mál fyrir íslenskum dómsstólum. Peningaprenntun er enda eina leiðin fyrir samfélag að rísa undir innistæðutryggingum og er grundvallarhugmyndin á bak við slíkt kerfi.

Helga Vala sagði...

TAKK Guðmundur!

Nafnlaus sagði...

Á meginlandi Evrópu er oft talað um það að það sé mikilvægt að kunna að strjúka ketti.

Á íslensku hljómar þetta mjög einkennilega.

Með eftirfarandi grein sinni

http://sigmundurdavid.eyjan.is/2009/08/11/vegid-ad-heidursmanni/

sýnir Sigmundur Davíð að hann kann að strjúka ketti.

Bestu kveðjur, Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

Nafnlaus sagði...

Þetta er auðvitað ekki allt rétt.Fór að googla og fann hvergi neitt um að íslendingar hefðu lofað einhverju þá öðru en að reyna að borga í gegnum tryggingarsjóð innlána.Síðan hófust frásagnir um samninganefndarfundi.Hingað komu Bretar og hittu m.a. Baldur . Svo var honum hent og þá var skipuð önnur nefnd.Þessi minnisblöð um loforð fóru alveg fram hjá almenningi í haust.
Einar Guðjónsson

Nafnlaus sagði...

Snilldarlegt Héðinn!

Hvað heldurðu að gerist þegar okkur verður stefnt fyrir að mismuna innistæðueigendum stórkostlega?

Hvert heldurðu að gengið (ruslakrónan) færi þegar stefnendur færu að skipta bótunum sem þeim væru dæmdar? (minnir að Eygló Harðar hafi bullað þessu út úr sér á þingi einn daginn....en síðan aldrei aftur enda sá hún að þetta er ARFAVITLAUS hugmynd).

Guðmundur sagði...

Þetta er auðvitað allt rétt og fram hafa komið göng sem sýna að svo sé. Baldur og Geir undirgengust þessa ábyrgð íslendinga í haust, enda ekkert annað að gera.

Nafnlaus sagði...

Sæll

Hvar eru þessi gögn sem þú vísar í?
Sé ekki hvernig Baldur og Geir geta gengist við þessari ábyrgð.
Er það ekki þannig að aðeins Alþingi getur skuldbundið ríkissjóð??

Það er svo sem skiljanlegt að enginn vilji taka ábyrgð á þessum samningi, enda er hann arfa slakur.

Samfylkingin er auðvitað sá flokkur sem ber mesta ábyrgð á honum. Voru í ríkisstjórn fyrir og eftir hrun með Sjálfstæðisflokknum og eru í forsæti fyrir núverandi ríkisstjórn.

Afhverju gerði Björgvin G. ekkert í IceSave þegar hann var Bankamálaráðherra???
Afvherju gerði Samfylkingin nákvæmlega ekki neitt til að koma í veg fyrir eða minnka hrunið þeir höfðu 16 mánuði til verksins??

Kv
Jón Ottesen

Nafnlaus sagði...

Það er svo einkennilegt Guðmundur að það virðist eins og sumum sé um megn að horfast í augu við þá staðreynd að það er fyrst og síðast Sjálfstæðismenn sem mótuðu efnahagsstjórn síðustu tvo áratugi og áttu alla þungavigtarmennina þar, forsætisráðherra, fjármálaráðherra, seðlabankastjóra, forstjóra Fjármálaeftirlits og síðast en ekki síst Baldur Guðlaugsson. Þessir menn vilja alls ekki axla neina ábyrgð á því hvernig fór.

Þessi hinir sömu segjast ekki finna eitt eða neitt sem þú vísar í, samt eru blöðin og bloggin full af tilvísunum í sömu atriði og þú vísar til. T.d. grein Kristrúnar Heimsdóttir fyrrum aðstoðarkonu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í utanríkisráðuneytinu í Mogganum í dag – og líka á Eyjunni.

Kristinn Þór