Nú er hafinn undirskriftasöfnun á netinu þar sem hvatt er til þess að Ísland og Noregur gangi í ríkjasamband á grundvelli þess að verið sé að þröngva Íslandi í ESB. Þær eru svo margar þversagnirnar um ESB, t.d. heyrir maður frá sama einstakling að sambandið sé að verða risaveldi sem ógni því litla sjálfstæði sem ríki álfunnar njóti, en um leið að sambandið virki ekki og sé að hruni komið.
Eftir hverju er verið að sækjast? Á að flytja stjórnkerfið Osló og taka upp norska krónu? Fá Norðmenn aðgang að auðlindunum okkar. Norskir útgerðarmenn væru hressir með það. Verður Alþingi lagt niður? Ísland og Noregur eru nú þegar í samstarfi á nánast öllum sviðum. Í gegnum EFTA, EES, Norðurlandaráð, Schengen o.s.frv. Hvað verður um EES-samninginn? Á honum eru mikill hluti utanríkisviðskipta Íslands reist. Reyndar liggur það fyrir að íslensk stjórnvöld þverbrutu hann með aðgerðum sínum í október síðastliðnum og nú eru fjölmargir að fara mál við Ísland vegna þess.
Flest íslensku stéttarfélögin eru í nánu samstarfi við norrænu stéttarfélögin og félagsmenn okkar með fullgild réttindi hvar sem þeir starfa á norðurlöndunum. Er það norska krónan sem menn vilja? Fyrir nokkru var norski fjármálaráðherrann hér og svaraði þessu á þann veg að þetta væri út í hött og fáránleg óskhyggja, hvað þá að þeir vilji ríkjasamband með Íslandi.
Við heyrðum í landbúnaðarráðherra fyrir nokkru, reyndar hefur það sama heyrst hjá fleiri andstæðingum ESB, þar sem fullyrt er að allir þeir sem vilja taka upp könnunarviðræður um hvað standi Íslandi til boða gangi það í ESB, þá liggi viðkomandi marflatir fyrir ESB og séu tilbúnir að ganga þar inn sama hvað standi til boða. Sömu aðilar kalla hiklaust jákvæða umfjöllun um ESB áróður, en innistæðu lausar fullyrðingar um t..d að íslenskur landbúnaður leggist í rúst og spánsk fiskiskip munu veiða í Íslenskir lögsögu upp í fjörusteina.
En sumum finnst greinilega sjálfsagt að Íslendingar leggist flatir fyrir Noregi með öllu sem því fylgir svo lengi sem það er ekki ESB. Sjálfstraust Íslendinga er greinilega í það miklum molum
Reyndar virðist það nú vera svo að þeir sem stjórnað hafa Íslandi undafarin ár séu búin að rúa okkur öllu trausti og það sé í raun engin sem vilji nokkuð með Ísland hafa. Þetta er ESB-umræðan hér á landi í hnotskurn. Rakalausar upphrópanir út og suður. Á meðan fellur króna, skuldirnar vaxa, fyrirtækin verzlast upp og við blasir aukið atvinnuleysi og fólksflótti.
11 ummæli:
Reyndar er einn spánskur ráðherra búinn að lýsa yfir áhuga sínum á fiskimiðum Íslendinga, og ég hef heyrt frá innanbúðarmanni í Portúgal að þeir muni vilja koma hingað. En rétt er, að best er að bíða með dómadagsspár þar til við sjáum hvað viðræður leiða í ljós.
Svo er hægt að gera sér í hugarlund þróun ESB næstu 50 árin. Upprunaleg markmið kunna að breytast, úr lauslegu viðskiptasambandi í eitthvað annað.
Góð Hugmynd!
Guðmundur, þú ættir að stjórna!
Í framhaldinu kæmu Færeyingar, Grænlendingar, Kanadamenn og Rússar með í púkkið og við hefðum yfirráð á öllu ca. norðan 60°N. Þegar Bandaríkin fara til "FJ", þá selja þeir Alaska.
Björgvin Valur ræðir þetta skemmtilega: http://bjorgvin.eyjan.is/normenn__tlndum.htm
Þú gagnrýnir innahaldslausan áróður á sama tíma og þú stendur fyrir því sama. Makalaust.
Mér þætti athyglisvert að vita hvað þú meinar með orðinu könnunarviðræður Guðmundur, eftir því sem ég best veit er ekki til neinar könnunarviðræður heldur bara aðildarviðræður.
Sá samningur sem kemur út úr þeim viðræðum er sá samningur sem við stöndum uppi með.
Einnig er alveg spurning með að vera ríki í Noregi að vissu leyti er þetta svipað með ESB og sérstaklega ef að Lissabon sáttmálinn verður samþykktur.
Ég hvet ykkur til að lesa hann á ensku.
Aðgengi ESB að fiskinum okkar mun kannski ekki koma beint með kvóta annara þjóða á okkar miðum, heldur með því að hver sem er hvaðan sem er innan ESB getur keypt íslenska útgerð.
Þróunin innan landbúnaðar hefur verið stækkun býla og einnig fækkun. Spurningin er hvort það sé betra?
Það er mjög margt sem þarf að hafa í huga við inngöngu í ESB, eins og í öllu öðru sem við tökum okkur fyrir hendur þessa dagana.
Frelsið okkar snýrst enn um það að geta valið okkur kúgara.
Guðmundur, ertu ekki farinn að hljóma gagnvart inngöngu í Noreg eins og þeir sem þú segir að séu með hræðsluáróður gegn ESB?
Þessi hugmynd um sameiningu er eitthvað það vitlausasta sem ég hef heyrt lengi.
Hvers vegna í ósköpunum ættu hagsýnir Norðmenn að hafa áhuga á því taka að sér gjaldþrota Íslendingana ?
Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur
Það gæti nú bara verið að íslensk þjóð sé þannig stödd að það verði að svifta hana sjálfræðinu. Allavega meðan hún hefur ekki vit á að velja sér skárri stjórnmálamenn. Stjórnmálamenn sem hafa þor að taka ákvarðnir og séu vinnusamir, það virðist hafa skort. Meðan við höfum ekki efni á að borga þeim mannsæmandi laun og við sjálf berum enga virðingu fyrir því fólki sem velur sér þennan starfsvettvang þa´eigum við ekki von á góðu. Okkur finnst sjálfsagt að þeir sem hafa verið í stjórnmálum fá svo feit og góð embætti. Hvað sögðum við ekki um Davíð þegar hann hætti? Við töluðum um að hann fengi feitt embætti. Ekki datt okkur í hug að eitthvað fyrirtæki vildi hann í vinnu, það er einmitt það sem gerist í öðrum löndum, stjórnmálamenn hafa ítök og fyrirtæki vilja þá í sínar raðir. Það er enginn hætta að önnur lönd fari að veiða í okkar lögsögu, við höfum hefðina fyrir veiðum hér og erum þaraf leiðindi með réttinn okkar meginn. Ekki eru Portugalar og Spánverjar að veiða í Írskri lögsögu. Íslenskur landbúnaður mun lifa góðu lífi því fólk vill góða vöru. Svo skulum við bara bíða með allar fortölur með ESB þangað til við erum búinn að ná samningum. Kv Simmi
Svona með það í huga hvað íslenskir stjórnmálamenn hafa boðið þjóðinni uppá og það blasir hér við allgjört hrun þá líst mér betur á þessa hugmynd en að vera gleypt af ESB.
Því þrátt fyrir allt þá eigum við mun meira sameiginlegt með norðmönnum en íbúum ESB.
En hvort norðmönnum hugnist að taka okkur upp á sína arma veit ég ekki. En ég er þess fullviss að íslendingum myndi farnast mun betur undir Norska kónginum heldur en IMF og ESB.
Að öllu slepptu, hvort menn séu með eða á móti Noregi eða ESB eða hvað einu. Þá liggur það fyrir að Noregur vill ekkert með okkur hafa nema þá að senda okkur einhvern aur, svona til þess að friða samviskuna og öll helstu ríki ESB vilja heldur ekkert með okkur hafa.
Þetta getum við þakkað hinum eina og sanna Sjálfstæðisflokki
KÞG
Skrifa ummæli