föstudagur, 14. ágúst 2009

Leðjuslagur

Þjóðin situr uppi með skuldir óreiðumanna, sem hún stofnaði ekki til og naut að litlu leyti. Hin erlendu lán fóru að stórum hluta í fjárfestingar erlendis. Öll erum við ósátt við þessa stöðu og vildum svo gjarnan losna undan henni.

En við erum ekki saklaust fórnarlamb, við völdum ítrekað sömu flokka sem gerðu Ísland að holdgervingi nýfrjálshyggju. Ríkisbankarnir voru afhentir auðmönnum af þessum valdhöfum, sem voru skjólstæðingar þessara flokka. Þeir breyttu bönkunum í áhættusækna vogunarsjóði í samræmi við yfirlýsta stefnu Sjálfstæðisflokksins um að gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð.

Helsti hugmyndafræðingur þessa var Hannes Hólmsteinn sem ásamt Davíð Oddssyni lýstu Íslandi sem paradís frjálshyggjunnar. Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins vöruðu ítrekað við því að litið væri til Norðurlandanna sem fyrirmyndar. Ísland væri svo sérstakt og stæði þeim miklu framar að flestu leyti. Núna halda sömu menn ræður um að þetta séu óvinir okkar. Vandi okkar sé vegna þess að þeir vilji ekki lána okkur takmarkalaust peninga, á sama tíma eigum við að neita að standa við skuldbindingar.

Það voru hinir íslensku valdhafar sem sköpuðu auðmönnum skjól og svigrúm til þess að setja Ísland á hausinn. Nú eru haldnar ræður í Alþingi og á Austurvelli af málsvörum þessara flokka þar sem m.a. ASÍ er lýst sem svikara sakir þess að þaðan heyrast raddir sem benda á þessar staðreyndir.

Eins kemur fram í fréttum frá Norðurlöndum getur það orðið okkur til bjargar að forsvarsmenn hinna þeirra vita að nú sitja ekki lengur frjálshyggjupostularnir í hinum íslensku valdastólum og þar eru allt önnur viðhorf til samstarfs við nágrannaþjóðir okkar og ESB. Þetta hræðast forsvarsmenn gömlu flokkanna auk þess að það geti orðið til þess að núverandi stjórnarflokkum takist að leysa þennan.

Það og frekar en að horfast í augu við staðreyndir og takast á við stöðuna halda forsvarsmenn þessara gömlu valdaflokka uppi leðjuslag vikum saman. Á sama tíma er almenni vinnumarkaðurinn að verzlast upp og það stefnir í að .það muni einnig lenda á opinbera vinnumarkaðnum, því útflutningstekjur og skattar skapast að mestu leiti við verðamætasköpun á almennum vinnumarkaði.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Aðalatriðið er að ná sátt um málið. Sá sem á að borga þarf að gera út um það.

www.kjosa.is

Nafnlaus sagði...

Vinaþjóðir Íslendinga á Norðurlöndunum hafa komið sér saman um það að kenna þeim MANNASIÐI !!

Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

Nafnlaus sagði...

Já Guðmundur það er stór furðulegt að þessi vel mentaði og upplýsta þjóð skildi kjósa þessa flokka til valda aftur og aftur. Og Flokkurinn varð nú ekki fyrir því atkvæða hruni sem mátti ætla. Enn einsog maðurinn sagði " Fólk er fíbl "
Kv Simmi

Nafnlaus sagði...

Þetta eru fáránlegar dylgjur hjá þér um sjálfstæðisflokkinn, hvernig væri að þú settir tilvísanir með alhæfingum þínum eins og t.d. "Samninganefndin er á góðri leið með að landa glæsilegum samningifyrir ísl. þjóðina"; Steingrímur J. Sigf., Kastljós Ruv. d.m.á.
En þér er vorkun, Samfylkingingarfólk finnur að almenningur er farin að sjá í gegnum yfirborðsmennskuna sem ríkir þar á bæ.

mbk
Ólafur Adolfsson

Nafnlaus sagði...

Það er svo einkennilegt hvað sjálfstæðismönnum líður illa þegar flett er ofan af þeim.
Þeir hafa lltaf komist upp með að afgreiða alla sem Komma án nokkurra annarra raka, ef menn eru ekki sammála bullinu í þeim.

HG