þriðjudagur, 14. september 2010

Dapurlegt hve lítið hefur breyst

Ég tek undir það sem hefur komið fram hjá nokkrum þingmönnum og svo mjög mörgum utan þings, að sé dapurt hve lítið hafi breyst í starfsháttum Alþingis þrátt fyrir hrunið. Veikleiki löggjafans blasi við gagnvart framkvæmdavaldinu, þetta hefur komið sífellt betur í ljós eftir því sem lengra líður frá hruni fjármálakerfisins.

Minni reyndar á allnokkrar umræður fyrir nokkrum árum um það vinnulag sem var innleitt af Davíð og Halldóri, það er að þeir störfuðu tveir saman ásamt nokkurm ráðuneytisstjórum og tóku nær allar veigamestu ákvarðanirnar án samráðs við þingið. Þetta gekk svo langt að nokkrir stjórnarþingenn voru farnir að kvarta, en margur þorði því ekki, þá áttu þeir það á hættu að vera teknir út úr öllum veigamiklum nefndum og settir út í horn. Það ríkti fullkomið ráðherraræði.

Kastljósið í gær var um margt óvenjulega gott. Búið að vinna hlutina vel og umræðuefnin sett skýrt og skipulega fram. Það sem vakti athygli mína hvaða fólki var stefnt fram að flokkunum. Það var ekki heil brú í tilsvörum sumra þeirra og þar fór Guðlaugur Þór fremstur.

Ég tek fyllilega undir það sem margir hafa bent á Geir og Ingibjörg eru ekki efst á þeim lista sem ætti að beina spjótum að. Það eru langefstir Davíð og Halldór og sú hirð sem var í kringum þá. Það var þetta lið sem skóp það ástand sem leiddi íslenskt efnahagslíf fram af brúninni. Davíð var það við stjórnvöllin allan tímann. Og hann var við stjórnvölinn í Sjálfstæðiflokknum allan tímann, hann hikaði ekki við að henda út af dagskrá undir dynjandi lófataki landsfundar flokksins vel unnun skýrslum um hvernig ætti að taka á vandanum.

Þetta er erfitt segja þingmenn, já þetta er mjög erfitt. Ég hef fulla samúð með sumu af þessu fólki sem nú liggur undir ásökunum, en þetta virðist vera því miður eina leiðin til þess að fá stjórnmálamenn til þess að axla ábyrgð og taka upp vönduð vinnubrögð. Það er búið að reyna með góðu og illu í nokkur ár, en ekkert hefur gengið. Ástandið er að verða svo slæmt að það verður þá að grípa til enn harkalegri aðgerða til þess að reka suma til starfa, og aðra í burtu.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Verð að taka undir með þér, það hefur raunverulega ekkert gerst frá hruni.

Starfshættir eru með sama móti, vinaráðningar, leynd og almenn óheilindi.

Ég hef oft velt því fyrir mér hvort það sé nokkuð sem getur komið almenningi á Íslandi af sófunum og út að mótmæla, ef heilt kerfishrun á sér stað og Íslendingar sitja ennþá inni í þægindum horfandi á viðbjóðinn og allir segja... "já þetta er ægilegt við þurfum breytingu"

En enginn gerir neitt... ekki nema von að þessu spilltu börn á Alþingi breytist ekki.

Nafnlaus sagði...

Já Guðlaugur beitti vanalegri taktík, benda á aðra. Allt er öðrum að kenna. Aumkunarverð hegðun.

Hann hefur, eins og aðrir FLokksmenn náð að gera svona taktík að listgrein og þá spurning í framhaldi af því hvort hann ætti ekki að fremur að vera á listamannalaunum. Frekar en þingfararkaupi.

Sennilega ódýrara fyrir þjóðina þegar upp er staðið.

ÞÚB

Nafnlaus sagði...

Frábær pistill,

Ástandið á Íslandi getur ekki batnað, fyrr en rætt er miklu dýpra um atriðin sem fóru úrskeiðis.

Þar er mjög hættulegur gjaldmiðill efstur á blaði.

Hvaða stofnanir bera mesta ábyrgð á þessum hættulegasta gjaldmiðli veraldar?

Hvaða ábyrgð bera þær í vitlausri ráðgjöf, þar sem ekki var (og ekki enn) varað við hættulegasta gjaldmiðli veraldar.

Hvernig kom sú ábyrgð fram og í hverju er hún fólgin? Hver var refsingin? Hvað breyttist?

Hafa þessar stofnanir eitthvað lært??

Nafnlaus sagði...

Já það er rétt Guðmundur það hefur lítið breyst og kanski við ekki heldur. Við skömmum stjórnsýsluna fyrir að hafa ekki staðið sig fyrir hrun og svo þegar hún fer að vinna einsog hún á að gera þá skömmumst við yfir því hvað hún er seinn. Ég veit að öll leyfi fyrir álver í Helguvík eru tilbúinn.Enn leyfi frá Orkustofnun koma ekki fyrr enn virkjunarfyrirtæki hafa skilað inn gögnum, þannig að það er ekki Orkustofnun sem þar er vandamálið. Iðnaðarráðherra sagði á fundi í daginn að tíminn væri liðinn þar sem virjanaleyfi væri afhent þegar virjun væri gangsett. Þettað var á fundi með henni( iðnaðarráðherra) og hagsmunaaðilum um Helguvík, fundur sem þú Guðmundur hefur ekki komist á, enn ég veit að þín var saknað þar. Held að næsti fundur verði um næstu mánaðarmót og vonandi kemstu þá. Enn stjórnsýsla okkar hefur verið kunnigja vædd lengi og þar eiga allir flokkar sök á. Þessu verður að breyta, því að í stjórnsýsluni starfar mikið af hæfu fólki. Svo er ég sammála þér með að Kastljósið í gærkvöldi var gott, vonandi verða komandi þættir eins góðir. Kv Simmi

Guðgeir Kristmundsson sagði...

Sammála þér.

Bara að hugsa um þessa hluti í dag jarða við að detta í smá þunglyndi.

Sérstaklega í ljósi þess að maður var smá bjartsýnn á tímabili rétt eftir hrun. Taldi að nú kæmumst við ekki hjá því að kljást við þennan augljósa vanda sem við höfum búið við. ..... og búum við enn.