fimmtudagur, 28. október 2010

Andrés Önd næsti forstjóri DR

Hér í Danmörk ganga hlutirnir fyrir öðru vísi en heima á Fróni, umræðan hér er um það bil 39 þrepum ofar en heima og málefnaleg. Forstjóri DR verður uppvís að því að vilja ritstýra bók um sjálfan sig og lekur upplýsingum í von um að ekki verði fjallað um einkalíf hans. Á forsíðum er hann tekinn í gegn og birtur með Trallann sem stefnuvita. Höfundur og útgefandi láta ekki bjóða sér það og halda sínu striki. Útvarpsstjórinn er tekinn í gegn í fjölmiðlum og hjá almenning og það er ekki liðinn sólarhringurinn þar til hann hefur sagt af sér. Hér er rætt um að Andrés Önd hefði staðið sig betur og hann hvattur til þess að taka við starfinu.

Heima liggur fyrir að stjórn Seðlabanka og þáverandi ríkisstjórn létu hjá líða að gera almenning grein fyrir að það stefndi óhjákvæmilega í þrot bankakerfis og hrun gjaldmiðils. Stjórnvöld hvöttu almenning til dáða um að dansinn væri stiginn enn hraðar og heimilinn skuldsettu sig upp fyrir rjáfur á gengi krónu sem fyrir lá í gögnum stjórnvalda að myndi láta undan síga. Hér voru stjórnmálamenn blindaðir í kosningabaráttu. Hagsmunir almennings skiptu engu, sætin og völdin voru þar í forsæti. Fyrrv. forsætisráðherra í opnuviðtali í norrænum fjölðmiðlum sem gert er stólpagrín að og talið vera enn ein staðfesting hversu fjarstæðukennd íslensk stjórnmál eru, og var nú fjarri því á það bætandi í umræðunni um stöðuna á Íslandi hér á hinum norðurlandanna.

Á Íslandi komast menn upp með að snúa málum á haus og því stillt upp sem persónulegri aðför að fyrrverandi ráðherrum, sé farið fram á þeir beri ábyrgð á gjörðum sínum. Það skipti engu þó Seðlabankastjóri og stjórnarmenn hans haf keyrt bankann í þrot og það hafi valdið gjaldþroti 24 þús. heimila og þúsunda fyrirtækja. Fullkomnu kerfis- og gjaldmiðilshruni. Gerendum tekst leikandi létt að snúa umræðunni upp í farsa átakastjórnmála með aðdróttunum út og suður og enginn fjölmiðlamaður standur í fæturna.

Helst er að skilja á fjölmiðlamönnum og spjallþáttastjórnenda heima á Íslandi, að Hrunið hafi verið í sérstöku boði starfsfólks stéttarfélaganna.

6 ummæli:

Gísli Tryggvason sagði...

Sammála þér, Guðmundur, að mikill munur sé á standard - en ég bjó i tæp 5 ár í Danmörku.

Hitt er annað mér virðist að Plummer útvarpsstjóri hafi ekki verið hankaður eða felldur á því að hafa orðið "uppvís að því að vilja ritstýra bók um sjálfan sig" - heldur þeim mun alvarlegra broti að leka trúnaðarupplýsingum (í því skyni að ritsttýra, þ.e. gegn því að einkalíf hans yrði ekki umfjöllunarefni)!

Nafnlaus sagði...

Við erum undir málsfólk í samanburði við Dani og skil eiginlega ekkert í þér að gera kröfur til okkar.

Nafnlaus sagði...

Þetta er vegna þess að heilinn í aðal áhrifagengi stjórnmálanna í landinu er vitlaust forritaður, þetta sést best á kynvillingadekrinu í landinu.
pólitík sem vangefnir heilar búa til elur af sér ástand eins og er á Íslandi.

sigurgeirorri sagði...

Ég man vel eftir ummælum fyrrverandi Seðlabankastjóra og núverandi ritstjóra í fjölmiðlum talsvert fyrir hrun þar sem hann varaði fólk við að taka gengistryggð lán. Hann gerði það eindregið. Ég hef enga ástæðu til að verja hann, en mér sárnar þegar rangt er farið með, sama hver á í hlut.

Annað. Hvernig er hægt að kalla eitthvað hraðbraut hægrisins þegar á sama tíma ríkisvaldið þenst út sem aldrei fyrr? Og hvað gerist þegar allt hrynur? Jú, ríkið þenst enn meira. Væri ekki eðlilegra að kalla síaukin umsvif ríkisins hraðlest vinstrisins? Eða etv. miðjunnar? Hvort myndi vera réttara að kalla ríkisábyrgð á bönkum hægristefnu eða vinstristefnu? Getur verið að menn séu ómeðvitað, eða vísvitandi, að snúa hlutum á haus?

Nafnlaus sagði...

Við fáum þá stjórnmálamenn sem við kjósum, heimskir "hæstvirtir kjósendur"

Nafnlaus sagði...

Ef einhver ætlar að halda því fram að Andrés Önd hefði ekki staðið sig betur en Seðlabankastjórinn fyrrv. og hans stjórn, fer ég í meiðyrðamál fyrir hönd Andrésar.
Krummi