miðvikudagur, 27. október 2010

Hraðbraut hægrisins

Þing danska Rafiðnaðarsambandsins er nú í gangi og stendur yfir dagana 26. – 29. okt. Þingið sitja tæplega 300 fulltrúar frá öllum deildum sambandsins. Atvinnuleysi og ástand meðal danskra rafiðnaðarmanna er svipað og heima á Íslandi, það er um 3% og er mun betra en í öðrum starfsgreinum. Í röðum rafiðnaðarmanna atvinnuástandið verst í byggingariðnaðinum.

Umræður hér þinginu eru gríðarlega fjörugar og í flestu svipar þeim til þess sem fram fór á nýliðnum ársfundi ASÍ. Minnst af því var í sal, mest í vinnunefndum og drógu ekki inn í aðalsalinn, þar var beitt öðrum aðferðum. Það sem einkennir breytingar á dönskum vinnumarkaði er að einföld störf hafa verið flutt af fyrirtækjunum til svæða í heiminum þar sem launakjör eru mun lægri en í Danmörku, um 200 þús., störf í iðnaði hafa verið flutt frá Danmörku. Tekist hefur að skapa allmörg, en hefur ekki nægt til þess að vinna upp tapið.

Hér er skortur á velmenntuðu fólki í tæknigreinum. Á þinginu hefur komið fram harkaleg gagnrýni á stefnu ríkisstjórnarinnar, sem er hægri stjórn. Háværar kröfur eru um stefnubreytingu. Búið sé að fylgja hægri stefnu undanfarin ár með þeim skelfilegu afleiðingum sem við blasa. Efnahagslegt hrun með vaxandi atvinnuleysi og lækkandi kaupmætti.

Margir ræðumenn notfæra sér myndlíkingar á þeim nótum, að undanfarinn áratug hafi stjórnmálamenn fylgt hinni breiðu hraðbraut hægri stefnunnar. Hraðatakmarkanir hafi verið fjarlægðar og dregið úr eftirliti. Með því hafi hinum tillitslausu sem sniðgangi lög og reglur verið veittur forgangur, sem þeir hafi nýtt með skelfilegum afleiðingum fyrir samfélagið. Viðhorf heimtufreku, tillits- og siðlausra ráða, þeir sem minna mega sín og eigi hægfara faratæki eru dæmdir til þess að lenda á eftir og verða undir og ójöfnuðru vaxið. Tímar lýðskrums sé meðal stjórnmálamanna, við hlið þeirra gangi forsvarsmenn gerviverkalýðsfélaga, sem hrópi í kapp við auðhyggjuna og séu í raun jafnvel fremstir allra í að vinna gegn hagsmunum launamanna. Við vinnum með félagsmönnum, en sláumst ekki um þá, er eitt af áberandi kjörorðum Danska sambandsins.

Staðan á dönskum vinnumarkaði staðfesti þessa þróun, þeir sem minnsta menntun hafi og minnst mega sín falla fram af brúninni, á meðan hinir fáu dragi til sín enn meiri auð. Þetta sé ekki hið norræna samfélag sem launamenn reistu á síðustu öld. Á þessum forsendum eigi samtök launamanna að beita sér fyrir því að við næstu gatnamót verði beygt af hraðbraut hins villta hægris og fara inn á þrengri brautir hins svokallaðs vinstris, með auknu eftirliti, minni hraða og tilliti til allra. Aukinnar samkenndar og siðgæðis, það skilaði betri lífskjörum og meiri kaupmáttaraukningu.

Störf hafa verið send úr landi til svæða þar sem launakjör eru lág og aðbúnaður starfsmanna langt fyrir neðan þá þröskulda sem norrænn vinnumarkaður hafi sett sér. Alþjóðavæðingin auki viðskipti og vaxandi vinna í þróunarlöndum með auknum kaupmætti eigi að vera stefna þjóða, en setja verði ákveðnari leikreglur á alþjóðaviðskipti og koma reglum yfir aljóðafyrirtækin. Félagsleg niðurboð leysa engan vanda, þau leiði einungis til þess að lélegur aðbúnaður þeirra sem verst hafa það verur enn lakari.

Áætlanir danskra stjórnvalda um að skera niður í menntakerfinu muni einungis leiða til enn lakari stöðu á dönskum vinnumarkaði. Danmörk geti ekki keppt við láglaunasvæðin og eigi ekki að stefna í neðri deild þó svo þar gætu jafnvel unnist einhverjir sigrar á slökum keppinautum. Danmörk eigi nú að leggja allt kapp á að auka menntunarstöðu vinnumarkaðsins og halda áfram að keppa í efstu deild. Til þess hafi danskur vinnumarkaður alla möguleika. Auka eigi fjárfestingar hins opinbera, nú eigi hið opinbera að taka lán og auka flæðið í hagkerfinu. Hvert tapað starf er ekki einungis fall einstaks heimilis, samfélagið og hagkerfið tapi enn meiru. Danir séu í spíral niður á við og menn verði að skipta um braut á næstu gatnamótum, áður en það verði um seinan.

Eins og fastir lesendur þessarar síðu sjá, þá eru hinir dönsku kollegar að fjalla um nákvæmlega sömu viðhorf og fram hafa komið í fyrri pistlum hér á þessari síðu, þar sem fjallað hefur verið um viðhorf innan íslenskrar verkalýðshreyfingar til þeirrar stöðu sem nú er uppi.

3 ummæli:

Stýrimaður sagði...

Gerviverkalýðsfélög..? Getur þú nefnt dæmi um slík hér á landi?

Guðmundur sagði...

Eins og glöggir lesendur hafa væntanlega tekið eftir þá fjallar þessi pistill um þing danskra rafiðnaðarmanna.

Í Danmörku hafa risið upp svokölluð gul stéttarfélög (oft nefnd gerviverkalýðsfélög), sem bjóða upp á lág félagsgjöld, ekki trúnaðarmannakerfi, aðstoð við deilur á vinnustað, eða gerð kjarasamninga, starfsmenntun eða samsvarandi þjónustu og hin rótgrónu stéttarfélög veita.

Þau eru talin vera skrifstofur nokkurra lögmanna sem bjóða tryggingar eins og almenn tryggingarfélög veita og lítið annað.

Ef einhverjir kannast við þessa lýsingu um eitthvert stéttarfélag hér á landi, þá fellur það félag undir þessa nafnbót.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur, þú getur alveg fellt þá sem hafa gert sjálfa sig að EHF undir þessu gulu félög. Þeir víkja sér undan því að greiða af launum sínum til samfélagsins, sama á við um greiðslur til lífeyrissjóða og stéttarfélaga, en þessir einstaklingar eru fremstir í þeim hóp sem gerir mestu hrópin að verkalýðshreyfingunni og eru háværastir allra um að tekið verði fjármagn frá lífeyrissjóðunum til þess að greiða upp skuldir þeirra.
Ormur